Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #40

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. október 2017 og hófst hann kl. 16:00

  Fundargerð ritaði
  • Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri

  Almenn erindi

  1. Svæðisskipulagnefnd Dalabyggðar, Reyhólahrepps og Strandabyggðar - svæðisskipulagstillaga.

  Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um Svæðisskipulagstillög fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð ásamt umhverfisskýrslu.

  Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu eða umhverfisskýrslu.

   Málsnúmer 1710013 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Reykhólahreppur. Breyting á aðalskipulagi, umsagnarbeiðni.

   Reykhólahreppur óskar eftir umsögn Vesturbyggðar um lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýjum efnistökusvæðum.

   Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

    Málsnúmer 1710026

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Skipulagsstofnun - ofanflóðavarnir á Patreksfirði; Urðargata, Hólar og Mýrar.

    Óskað er umagnar um ofanflóðavarnir á Patreksfirði-Urðargata, Hólar og Mýrar. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að matsáætlun í samræmi við 2. mgr. 8. gr. laga nr 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.

    Umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir ofanflóðavarnir-Urðargata, Hólar og Mýrar

    Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 7. september 2017 er óskað umsagnar Vesturbyggðar um tillögu að matsáætlun um ofanflóðavarnir á Patreksfirði í samræmi við 8. gr. laga 660/2015 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
    Tilgangur framkvæmdar er fyrst og fremst að bæta öryggi íbúa Patreksfjarðar í Vesturbyggð gagnvart ofanflóðum en samkvæmt hættumati Veðurstofu Íslands (2003) kemur fram að stór hluti byggðarinnar er inn á hættusvæði vegna snjóflóða m.a. svæðin Vatnseyri, Klif og Geirseyri. Vesturbyggð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 15 gr. í reglugerð 660/2015. Vesturbyggð telur að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum enda um umfangsmiklar framkvæmdir að ræða sem munu hafa miklar ásýndarbreytingar í för með sér. Vesturbyggð vísar einnig til fulltingis í fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matskyldu um sambærileg mál.
    Vesturbyggð vill benda á að kanna mikilvægi jarðsigs á nærliggjandi hús með tilkomu varnargarða en hvergi er þess getið t.a.m. í kafla 7.2 í tillögu að matsáætlun. Þessi umfjöllun á t.d. heima undir umhverfisþættinum öryggi.

     Málsnúmer 1710020 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Arnarlax umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 Bíldudal

     Guðmundur Valgeir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

     Tekin fyrir umsókn um leyfi til viðbyggingar við Strandgötu 1 á Bíldudal sem gerir ráð fyrir iðbyggingu við Strandgötu 1 sem verður útskipunarhús fyrir afurðir Arnarlax. Gert er ráð fyrir þremur hleðslubrúm fyrir flutningsbifreiðar. Botnplata og sökklar verða steinsteyptir en húsið sjálft er stálgrindarhús. Veggir og þak verða klædd með yleiningum. Samhliða þessu verður gafl á vinnsluhúsi klæddur sömu klæðningu og gaflkassi hækkaður. Gönguhurð verður bætt við á suðvesturgafla aðalbyggingar. Samhliða byggingu og lokun götu vegna byggingar þá er aðkomu að höfn breytt eins og afstöðumynd sýnir. Tenging við hafnarsvæðið færist suður fyrir Hafnarbraut 2.

     Fyrirhugaðar framkvæmdir voru grenndarkynntar skv. 44. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. september til 4. október ásamt því að þær voru kynntar á opnum fundi 19. september sl.

     Tvær athugasemdir bárust:
     1. Valgerður Jónasdóttir, dagsett 30. september 2017.
     Gerð var athugasemd við að fyrirhugaðar breytingar á hafnarsvæðinu á Bíldudal geta ekki talist minniháttar og ættu að falla undir ákvæði um deiliskipulag. Verið er að loka götunni niður með samkomuhúsinu og um leið eykst umferð um Hafnarbrautina. Rétt væri að skoða hvaða áhrif þessi aukning í umferð hefur og þá sér í lagi þungaumferð hefur á umferðaröryggi um götuna. Rétt er að benda á að Sæbakkabrekkan getur verið erfið yfir vetrarmánuðina og þar eru börn á ferð alla daga á leið sinni í íþróttahúsið, svo ekki sé talað um ferðir barna og fullorðinna niður í fjörunni við skábrautina við Hafnarbrautina.
     Rétt væri að samhliða þessum tillögum um breytingar að kynna fyrir íbúum hvað Vesturbyggð hyggst gera til að halda niðri umferðarhraða um Hafnarbrautina og Sæbakkann í framhaldi af hugsanlegum breytingum og kynna áætlun um bætt umferðaröryggi á þessum götum

     Svar:
     Skipulagsfulltrúa verður falið að kanna hjá Skuplagsstofnun hvort þörf sé á deiliskipulagi vegna lokunar Hafnarteigs.

     2. Ásdís Snót Guðmundsdóttir, dagsett 25. september 2017
     Athugasemdin felur í að mikilvægt er að gera ráð fyrir umferðaröryggi barna sem eiga leið um Hafnarbrautina á leið frá leik- og grunnskóla í íþróttahúsið Byltu þar sem umferð stórra bíla sem og annarra bíl muni stóraukast á Hafnarbrautinni með auknum umsvifum á hafnarsvæðinu. Það eigi að vera í forgangi að búa til gangstéttir og gangbrautir með viðeigandi merkingum svo börnin geti gengið örugg til og frá skólum að íþróttahúsi á Hafnarbrautinni.

     Svar:
     Skipulags og umhverfisráð tekur undir áhyggjur vegna umferðaröryggis. Í beinu framhaldi að fyrirhuguðum breytingum leggur ráðið áherslu á að farið verið í lagningu gangstétta og gangbrauta.

     Afgreisla á umsókn um leyfi til viðbygginagar er frestað.

      Málsnúmer 1704006 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. ÍsKalk. Umsókn um sameiningu lóða, Strandgata 2 og Hafnarteigur 4.

      Guðmundur Valgeir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

      Skipulags- og umhverfisráð bókaði á 34.fundi sínum þann 15.05.2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal frá 2013.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal frá 2013 vegna sameiningar lóða Strandgötu 2 og Hafnarteigs 4. Tillagan var grenndarkynnt skv. 2. mrg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila athugasemdum og ábendingum voru 4 vikur, þ.e. til og með 11.október 2017.
      Tillagan var einnig kynnt á opnum fundi 19. september sl. Ein athugasemd barst við auglýsta grenndarkynningu.

      1. Víkingur Gunnarsson, dagsett 2. október 2017.
      Athugasemdin felst í því að nýbygging sú sem fyrirhuguð er á lóðinni verði samsíða 2012 húsi. Vegna ört vaxandi umfangs við slátrun hjá Arnarlax að strandgötu 1. mun það skipta miklu ef nýja húsnæðið verði samsíða 2012 byggingunni ( sjá gulu línu á korti) og geri þar með strandgötuna breiðari.

      Svar:
      Skipulags og umhverfisráð samþykkir að sameina lóðirnar.
      Ráðið leggur til að byggingarreiturinn verði í sömu byggingalínu og bygging reist árið 2012.
      Málinu vísað til Hafnarstjórnar.

       Málsnúmer 1705054 5

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       6. Umferðaröryggi Bíldudal.

       Lagt fram til kynningar greinagerð VSÓ varðandi umferðaröryggi og aðgerðir til lækkunar umferðarhraða á Bíldudal.

        Málsnúmer 1710023 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Umsókn um byggingarleyfi. Iðnaðarhúsnæði, Mikladalsvegur 11.

        Erindi frá Páli H. Haukssyni f.h. MV11 ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúsi að Mikladalsvegi 11, Patreksfirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M2 teiknistofu ehf. dags. 03.08.2016.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

         Málsnúmer 1710024

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45