Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #53

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 12. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Umferðaröryggi Bíldudal.

Tekin fyrir eftir auglýsingu umferðaröryggisáætlun fyrir hluta Bíldudals. Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir innsendar ábendingar en alls bárust fjórar ábendingar við skýrsluna, megináherslur ábendinga voru:

- Að ekki væru gerðar tillögur til hraðalækkunar á Hafnarbraut.
- Að verið væri að hækka leyfðan hámarkshraða á hluta svæðisins.
- Ábendingar voru við að ekki ættu að vera upphækkaðar hraðahindranir.
- Ábendingar voru um að setja ætti upp miðeyjur.
- Að ekki væri tekið tillit til hjólandi vegfarenda.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að leyfðum hámarkshraða verði haldið óbreyttum, að sett verði upp þéttbýlishlið sem og miðeyjur skv. tillögu VSÓ. Einnig er lagt til að staðsetningu hraðavaraskiltis verði haldið óbreyttri og að öðru leyti verði fylgt tillögum skýrslunnar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tillögurnar verði kostnaðarmetnar og afgreiddar með fjárhagsáætlun 2019. Ennfremur er forstöðumanni tæknideildar falið að gera tillögu að bættu umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Hafnarbraut, Bíldudal.

    Málsnúmer 1710023 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vegagerðin - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Skápadals.

    Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. landeigenda í Skápadal, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um stofnun 54.595m2 vegsvæðis í landi Skápadals, landeignarnr. L139925. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

      Málsnúmer 1811041

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fremri Hvesta - Skógræktaráform

      Lagt fram erindi frá Jóni Bjarnasyni, Hvestu. Í erindinu er tilkynnt um skógræktaráform á um 54 ha svæði í landi Fremri Hvestu, jafnframt er óskað eftir afstöðu um hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.

      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en metur sem svo að áformin séu framkvæmdaleyfisskyld. Óskað er eftir að skilað verði inn framkvæmdaleyfisgögnum ásamt umsögnum hlutaðeigandi stofnanna, Minjastofnunar vegna fornminja, Náttúrustofu Vestfjarða vegna náttúrufars á svæðinu sem og Umhverfisstofnunar þar sem svæðið er skráð á náttúruminjaskrá.

        Málsnúmer 1811052

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hvestuvirkjun. Ósk um breytingu á deilskipulagi.

        Tekið yfir erindi Kjartans Árnasonar fh. Jóns Bjarnasonar og Höllu Hjaltadóttur, dagsett 10.10.2018. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar í Arnarfirði. Meðfylgjandi er uppdráttur og greinargerð dagsett 10.10.2018 ásamt úrskurði Skipulagsstofnunar um matsskyldu frá árinu 2006. Óskað er eftir að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.
        Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýrri stíflu Hvestustíflu 2 og nýju stöðvarhúsi.
        Stíflan verður 25 m löng og hæsti punktur hennar verður í 18 m.y.s. Byggingarreitur stöðvarhúss verður 50 m2. Uppsett afl virkjunar verður allt að 195 kW.

        Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.

          Málsnúmer 1811081 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Erindisbréf: Skipulags- og umhverfisráð

          Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og umhverfisráðs. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkomið erindisbréf með áorðnum breytingum.

            Málsnúmer 1407020 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fjárhagsáætlun 2019.

            Skipulags- og umhverfisráð felur fundarritara að senda áhersluatriði vegna sérgreindra verkefna fjárhagsáætlunar 2019 til bæjarráðs.

              Málsnúmer 1808009 15

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Hreinsunarátak í Vesturbyggð

              Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs á 2. fundi hafna- og atvinnumálaráðs. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í allsherjar hreinsunarátak innan sveitarfélagsins, jafnt á hafnarsvæðum sem annarsstaðar.

              Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vill gjarna taka þátt í sameiginlegu hreinsunarátaki innan sveitarfélagsins. Ráðið leggur til að bæjarstjóri ásamt forstöðumanni tæknideildar og formönnum hafna- og atvinnumálaráðs og skipulags- og umhverfisráðs fundi um næstu skref málsins.

                Málsnúmer 1810045 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:56