Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #60

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. júní 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Ljósleiðari og rafmagn, umsókn um framkvæmdaleyfi, Hagi Barðaströnd.

Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í landi Haga á Barðaströnd að fjarskiptamastri neyðarlínunnar. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða lagnaleið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar.

  Málsnúmer 1906028 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Hvestuveita - umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnaleið.

  Erindi frá Hvestuveitu ehf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi annars vegar fyrir nýrri stíflu við Hvestuvirkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkjunar, erindinu fylgir teiking er sýnir stíflu, ásamt fornleifaskráningu. Hæð stíflu er um 3,5m og lengd allt að 25 m. Hinsvegar er sótt um um framkvæmdaleyfi fyrir lagnaleið 800mm stofnlagnar frá stíflu að nýrri virkjun í landi Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Heildarlengd lagnar er um 350m. Framkvæmd er í samræmi við deiliskipulag Hvestuvirkunar, erindinu fylgir teiking er sýnir snið í skurð, ásamt fornleifaskráningu.

  Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdirnar séu minniháttar. Skipulags- og umhverfisráð bendir á að stíflugerðin sjálf er háð byggingarleyfi byggingarfulltrúa.

  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Fyrirhugðar framkvæmdir eru hluti af einni framkvæmd sem fellur undir lið 3.23 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum þá óskar framkvæmdaaðili einnig eftir því hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisháhrifum en um er að ræða viðbót við vatnsaflsvirkjun sem er allt að 200 kW.

  Fyrirhuguð virkjun er umfangslítil framkvæmd. Um rennslisvirkjun er að ræða og mun uppsetning hennar ekki breyta farvegi árinnar. Áhrif á vatnafar verða því óveruleg. Ný mannvirki munu ekki breyta ásýnd svæðisins sem nú þegar er manngert. Við frágang við stíflu og stofnlagnar verður miðað við að hylja og laga mannvirki að umhverfinu svo þau sjáist sem minnst.

  Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Vesturbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða sveitarfélagsins Vesturbyggðar er að Hvestuvirkjun 2 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

   Málsnúmer 1906027 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Hreinsunarátak í Vesturbyggð

   Farið yfir stöðu hreinsunarátaks í Vesturbyggð. Heilbrigðiseftirlit vestfjarða límdu tilkynningar á 17 númerlausa bíla/tæki þann 23.apríl s.l. Heimtur voru með ágætum en enn eru bílar/tæki sem ekki hefur verið hreyft við. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að fylgja málinu eftir og sjá til þess að bílarnir/tækin verði fjarlægð á kostnað eigenda.

    Málsnúmer 1903091 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Samgönguáætlun 2020-2024. Skipulags- og umhverfisráð.

    Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að bæjarstjórn Vesturbyggðar beiti sér fyrir því að ný aðkomuleið verði gerð að þorpinu á Bíldudal gegnum Bíldudalsvog. Mikilvægt er að beina vaxandi umferð um þorpið í nýjan farveg þar sem núverandi aðkoma er um aðal íbúagötu byggðarlagsins og þurfa skólabörn að þvera veginn oft á dag.

     Málsnúmer 1906033 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Starfsleyfisskyld starfsemi, fráveita og gámastöðvar.

     Tekið fyrir erindi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Í erindinu er farið yfir starfsleyfisskylda starfsemi hjá sveitarfélaginu sem ekki hafa starfsleyfi í gildi.

     Skipulags- og umhverfisráð beinir því til sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að gengið verði frá starfsleyfisumsóknum vegna leyfisskyldrar starfsemi sveitarfélagsins.

      Málsnúmer 1906032

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Arnfirðingafélagið, ósk um heimild til að setja niður skilti á Tungunni, Bíldudal

      Erindi frá Arnfirðingafélaginu. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja niður minnismerki um Ásthildi og Pétur Thorsteinsson á Tungunni á Bíldudal. Erindinu fylgir mynd af skilti sem og staðsetningu.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

       Málsnúmer 1906031

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Til kynningar

       7. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

       Lagt fram til kynningar endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030. Fyrirhugað er að halda aukafund hjá skipulags- og umhverfisráði þann 19.júní vegna endurskoðunar aðalskipulags.

        Málsnúmer 1903024 14

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Hóll, umsókn um byggingarleyfi - geymsluskúr.

        Lagt fram til kynningar gögn vegna umsóknar Gólfklúbbs Bíldudals vegna geymsluskúrs sem byggingarfulltrúi hafði heimilað flutning á. Uppdrættir eru unnir af teiknistofu GINGA, dags. 3.júní 2019.

         Málsnúmer 1906029

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45