Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #62

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. september 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson og Jóhann Pétur Ágústsson eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Ósk um stofnun lóðar. Efri-Arnórsstaðir.

Erindi frá Ingva Ó. Bjarnasyni, Neðri-Arnórsstöðum. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Efri-Arnórsstaða, Barðaströnd(139777). Áætluð stærð lóðar er 3106 m2. Umsókninni fylgir lóðarblað.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til bæjarstjórnar.

    Málsnúmer 1908047 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Aðalstræti 110, umsókn um stöðuleyfi.

    Erindi frá Vestur Restaurant ehf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir allt að 20ft frystigám við A-horn Aðalstrætis 110 , gámurinn er ætlaður fyrir matvöru til eldunar á staðnum. Erindinu fylgir samþykki lóðarhafa sem og teikning er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámsins.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis í 12 mánuði fyrir gámnum, gámurinn skal vera snyrtilegur og falla að umhverfi. Skipulags- og umhverfisráð hvetur umsækjanda til að huga að varanlegri lausn á gildistíma stöðuleyfisins.

      Málsnúmer 1908037

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Mýrar, Patreksfirði. Hraðakstur.

      Erindi frá Guðmundi P. Halldórssyni, Mýrum Patreksfirði. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af miklum umferðarhraða við Mýrarnar. Barnmargt sé orðið í götunni og bílum sé lagt beggja vegna götunnar. Bréfritari leggur til hraðahindranir við innri enda götunnar sem og fyrir miðju til að takmarka hraðann.

      Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Mikilvægt er að fara yfir umferðaröryggismál í sveitarfélaginu, ráðið leggur til við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að umferðarskilti verði yfirfarin sem og tillögur gerðar að nýjum hraðahindrunum í þéttbýlinu með fjárhagsáætlun ársins 2020 í huga.

        Málsnúmer 1908035

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Stekkar 13 - ósk um lóðarleigusamning.

        Erindi frá Ingólfi M. Ingvasyni. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi vegna Stekka 13, Patreksfirði.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur við húseigendur að Stekkum 13, Patreksfirði. Erindinu vísað áfram til bæjarstjórnar.

          Málsnúmer 1908033 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Flókalundur hraðhleðslustöð, umsókn.

          Erindi frá Þórð J. Skúlasyni f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir hraðhleðslustöð við Hótel Flókalund, Barðaströnd. Erindi fylgja teikningar, ljósmyndir sem og samþykki Umhverfisstofnunar, Ríkiseigna, Vegagerðarinnar og heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs og fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar.

            Málsnúmer 1908011

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Strandgata 19, Patreksfirði. Umsókn um byggingarleyfi.

            Erindi frá Guðbjarti Á. Ólafssyni f.h. eigenda Strandgötu 19, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á bakhúsi Strandgötu 19, Patreksfirði. Fyrirhuguð stækkun er 38,4 m2. Erindinu fyljga aðal- og séruppdrættir dags. 10.07.2019 sem og umsögn Minjastofnunar Íslands þar sem áformin eru samþykkt, enda hafi breytingin ekki áhrif á ásýnd hússins frá götu.

            Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu, skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina.

              Málsnúmer 1908006

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

              Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
              Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. ágúst til 6. september, þar sem fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa og umsagnir liggja fyrir er auglýsingartími styttur eins og heimild er fyrir í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað var umsagnar frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerði engar athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

                Málsnúmer 1907095 8

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Arnarbakki 5. Umsókn um lóð.

                Erindi frá Jens H. Valdimarssyni f.h. Bernódus ehf. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar einbýlishúss.

                Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.

                  Málsnúmer 1909001 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07