Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #79

Fundur haldinn í fjarfundi, 7. desember 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Umsókn um stöðuleyfi - Geymslusvæði.

Erindi frá Suðurverk ehf. dags. 20. nóvember 2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi vegna aðstöðu umsækjenda við byggingu ofanflóðamannvirkja við Urðir, Mýrar og Hóla á Patreksfirði. Aðstaðan verður staðsett á skilgreindu athafnasvæði Vesturbyggðar við Fjósadal skv. gildandi deiliskipulagi Patrekshafnar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða með fyrirvara um jákvæða umsögn heilbrigðiseftirlits.

    Málsnúmer 2011060

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umkvörtun vegna umgengni og umferðar.

    Tekið fyrir erindi Hauks M. Sigurðssonar dags. 14. nóvember 2020. Í erindinu eru gerðar athugasemdir við umgengni á hafnarsvæðinu og á lóðum aðliggjandi Heimsenda við Eyrargötu. Gerð er athugasemd við akstur bifreiða og tækja í gegnum lóð Heimsenda, uppsöfnun drasls á lóð Straumness o.fl.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bréfritara og lýsir yfir vonbrigðum með umgengni á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa að ganga í það að láta hreinsa til á svæðinu, þá felur ráðið byggingarfulltrúa að svara bréfritara.

      Málsnúmer 2012009

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Deiliskipulag - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

      Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 9 á Bíldudal, dagsett 4.12.2020. Um er að ræða deiliskipulag fyrir 10 íbúða hús. Unnið er samtímis að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

      Gera þarf betur ráð fyrir því hvernig aðkomu að húsinu frá Hafnarbraut verði háttað m.t.t. frekari uppbyggingar á svæðinu, þá þarf að skilgreina bílastæði á uppdrætti. Endurskoða þarf texta varðandi fornminjar og laga uppdrátt sem sýnir gildandi aðalskipulag.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að svæðið umhverfis lóðina verði fullmótað á auglýsingartíma deiliskipulagsins, svo skýrt sé hverjir nýtingarmöguleikar svæðisins séu til framtíðar m.t.t. endurskoðaðs aðalskipulags 2018-2030 sem var í forkynningu til 22. nóvember 2020.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð með fyrrgreindum athugasemdum í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.

        Málsnúmer 2010080 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

        Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut, Bíldudal. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 28.10.2020.

        Breytingin felst í breyttri afmörkun á íbúðarsvæði við Hafnarbraut og það stækkað niður fyrir Hafnarbraut yfir á landfyllingu. Opið svæði til sérstakra nota Ú7 minnkar sem því nemur.

        Gera þarf breytingu á tillögunni til samræmis við það deiliskipulag sem til umfjöllunar er nú, sbr. 3. fundarlið.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

          Málsnúmer 2010079 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

          Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust við forkynningu á endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gera þær breytingar á skipulagsgögnum sem fram koma í samantektinni.

          Á fundi skipulagshóps sem haldinn var 5. desember voru lagðar til eftirfarandi breytingar á skipulagsgögnum hvað varðar Vestfjarðaveg og Bíldudalsveg.

          1. Veglínur. Í samráði við Vegagerðina og m.t.t. niðurstöðu umhverfismats og álits Skipulagstofnunar var ákveðið að setja inn eftirfarandi veglínur inn í aðalskipulagið.

          Bíldudalsvegur (63)
          Á Bíldudalsvegi er það aðalveglína X. Vikið er frá veglínu X á eftirfarandi stöðum:
          Reykjafjörður veglína Q.
          Trostansfjörður veglína Z.

          Vestfjarðavegur (60), um Dynjandisheiði
          Frá núverandi framkvæmdakafla við Þverdalsá að sveitarfélagsmörkum
          er það veglína F.

          Vestfjarðavegur (60), um Vatnsfjörð
          Veglína A1 fylgi núverandi Vestfjarðavegi fyrir Vatnsfjörð og að Hótel Flókalundi, þar taki við veglína A2 sem þveri ósa neðan Pennu. Í stað þess að fara upp Penningsdalinn utan til við Pennu frá veglínu A2 verði hringtorg á ósunum innan til við Pennu með afleggjurum til Hótels Flókalundar og svo áfram upp Penningsdalinn.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrrgreindar veglínur verði samþykktar. Ráðið felur byggingarfulltrúa að rissa upp veglínur sbr. tillögu um vestfjarðaveg um Vatnsfjörð til skýringar.

            Málsnúmer 2002127 17

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

            Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 1.12.2020.

            Samþykkt að endurauglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.

              Málsnúmer 2004024 12

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

              Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 1.12.2020.

              Samþykkt að endurauglýsa deiliskipulag skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.

                Málsnúmer 2004019 12

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25