Hoppa yfir valmynd

Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Málsnúmer 2004024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis. Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði undir starfsemi Eldisvarrar ehf. á Seftjörn lóð 1 við Þverá á Barðaströnd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010. Skipulagslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. í skipulagslaga nr. 123/2010.
29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis. Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði undir starfsemi Eldisvarar ehf. á Seftjörn lóð 1 við Þverá á Barðaströnd.

Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og leggur til að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010. Skipulagslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.
11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 2. Júní 2020. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir umsögn vegna lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar við Þverá í Vatnsfirði.

Fyrir liggur einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem og deiliskipulag. Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar þarf áður en tillögurnar eru samþykktar að fara fram tilkynning um framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur einnig fram að framkvæmdin sem fjallað er um í breytingunni á aðalskipulagi fellur undir flokk 1.11 eða 1.12 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mælir því með því að samhliða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags verði unnin tilkynning um framkvæmdina og samnýta þannig gögn og upplýsingar sem nýst geta fyrir skilmálagerð skipulagsvinnunnar.
16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 2. júní 2020 vegna erindis Vesturbyggðar, þar sem óskað var eftir umsögn stofnunarinnar vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar við Þverá í Vatnsfirði. Fyrir liggur einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem og deiliskipulag. Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar þarf áður en tillögurnar eru samþykktar að fara fram tilkynning um framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur einnig fram að framkvæmdin sem fjallað er um í breytingunni á aðalskipulagi fellur undir flokk 1.11 eða 1.12 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mælir því með því að samhliða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags verði unnin tilkynning um framkvæmdina og samnýta þannig gögn og upplýsingar sem nýst geta fyrir skilmálagerð skipulagsvinnunnar. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn tekur undir þau tilmæli sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar, dagsett 2. júní 2020 þar sem því er beint til framkvæmdaraðila að tilkynna framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til samþykktar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna iðnaðarsvæðis við Þverá. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. Júní 2020.

Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við Seftjörn lóð 1 á Barðaströnd. Stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað með hring á uppdrætti aðalskipulagsins. Fiskeldi hefur verið starfrækt á svæðinu frá árinu 1984 en það hefur verið gert í ósamræmi við skipulag á svæðinu hingað til og því er þetta liður í að leiðrétta það. Einnig er áformað að fara í endurskipulagningu og frekari uppbyggingu á svæðinu. Gildandi starfsleyfi veitir heimild til þess að vinna allt að 200 tonn í land- og kvíaeldi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Með erindinu fylgir einnig tilkynning framkvæmdaraðila til sveitarfélagsins þar sem eldið fellur undir c-flokk framkvæmda, lið 1.12 skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða skipulags- og umhverfisráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað um ákvörðun um matskyldu c-flokks framkvæmda.
14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna iðnaðarsvæðis við Þverá. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. Júní 2020. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við Seftjörn lóð 1 á Barðaströnd. Stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað með hring á uppdrætti aðalskipulagsins. Fiskeldi hefur verið starfrækt á svæðinu frá árinu 1984 en það hefur verið gert í ósamræmi við skipulag á svæðinu hingað til og því er þetta liður í að leiðrétta það. Einnig er áformað að fara í endurskipulagningu og frekari uppbyggingu á svæðinu. Gildandi starfsleyfi veitir heimild til þess að vinna allt að 200 tonn í land- og kvíaeldi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 og fól skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Með erindinu fylgir einnig tilkynning framkvæmdaraðila til sveitarfélagsins þar sem eldið fellur undir c-flokk framkvæmda, lið 1.12 skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða bæjarráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað um ákvörðun um matskyldu c-flokks framkvæmda.
15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn, lóð 1. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.
21. október 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn, lóð 1. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.
7. desember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 1.12.2020.

Samþykkt að endurauglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.
9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 1. desember 2020 um breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis I10, Seftjörn, þar sem gerðar eru athugasemdir um umfang uppbyggingar og starfseminnar skv. breytingu á aðalskipulagi, þar sem það endurspegli ekki umhverfismat áætlunarinnar, lagfæra þurfi þann efnisgalla á breytingunni.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að endurauglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.
15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn lóð 1, dagsett 9. Júlí 2020 breytt 29. janúar 2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. febrúar 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn lóð 1, dags. 9. júlí 2020, breytt 29. janúar 2021.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.