Hoppa yfir valmynd

Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Málsnúmer 2004024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis. Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði undir starfsemi Eldisvarrar ehf. á Seftjörn lóð 1 við Þverá á Barðaströnd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir lýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010. Skipulagslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. í skipulagslaga nr. 123/2010.




29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fiskeldis. Breytingin fjallar um skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði undir starfsemi Eldisvarar ehf. á Seftjörn lóð 1 við Þverá á Barðaströnd.

Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og leggur til að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum nr.123/2010. Skipulagslýsing verði tekin til meðferðar í samræmi við 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.




11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 2. Júní 2020. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir umsögn vegna lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar við Þverá í Vatnsfirði.

Fyrir liggur einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem og deiliskipulag. Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar þarf áður en tillögurnar eru samþykktar að fara fram tilkynning um framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur einnig fram að framkvæmdin sem fjallað er um í breytingunni á aðalskipulagi fellur undir flokk 1.11 eða 1.12 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mælir því með því að samhliða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags verði unnin tilkynning um framkvæmdina og samnýta þannig gögn og upplýsingar sem nýst geta fyrir skilmálagerð skipulagsvinnunnar.




16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 2. júní 2020 vegna erindis Vesturbyggðar, þar sem óskað var eftir umsögn stofnunarinnar vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar við Þverá í Vatnsfirði. Fyrir liggur einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem og deiliskipulag. Samkvæmt erindi Skipulagsstofnunar þarf áður en tillögurnar eru samþykktar að fara fram tilkynning um framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur einnig fram að framkvæmdin sem fjallað er um í breytingunni á aðalskipulagi fellur undir flokk 1.11 eða 1.12 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mælir því með því að samhliða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags verði unnin tilkynning um framkvæmdina og samnýta þannig gögn og upplýsingar sem nýst geta fyrir skilmálagerð skipulagsvinnunnar. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn tekur undir þau tilmæli sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar, dagsett 2. júní 2020 þar sem því er beint til framkvæmdaraðila að tilkynna framkvæmdina skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til samþykktar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir beiðni Krisínar Óskar Matthíasdóttur ásamt rökstuðningi um að Jóhann Pétur Ágústsson víki af fundum er tengjast málefnum umsækjanda og varðar dagskrárliði 7. og 8.

Í samræmi við 7. mgr 20. gr. sveitarstjórnarlaga er beiðnin lögð fyrir ráðið en samkvæmt 2. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga þá ber nefndarfulltrúa að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Nefndarfulltrúi verður þó að hafa sérstaka og verulega hagsmuna að gæta af afgreiðslu máls til að teljast vanhæfur.
Skipulags- og umhverfisráð telur þessum skilyrðum ekki fullnægt og hafnar beiðninni samhljóða.

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna iðnaðarsvæðis við Þverá. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. Júní 2020.

Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við Seftjörn lóð 1 á Barðaströnd. Stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað með hring á uppdrætti aðalskipulagsins. Fiskeldi hefur verið starfrækt á svæðinu frá árinu 1984 en það hefur verið gert í ósamræmi við skipulag á svæðinu hingað til og því er þetta liður í að leiðrétta það. Einnig er áformað að fara í endurskipulagningu og frekari uppbyggingu á svæðinu. Gildandi starfsleyfi veitir heimild til þess að vinna allt að 200 tonn í land- og kvíaeldi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Með erindinu fylgir einnig tilkynning framkvæmdaraðila til sveitarfélagsins þar sem eldið fellur undir c-flokk framkvæmda, lið 1.12 skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða skipulags- og umhverfisráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað um ákvörðun um matskyldu c-flokks framkvæmda.




14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna iðnaðarsvæðis við Þverá. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. Júní 2020. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I10) undir starfsemi Eldisvarrar við Seftjörn lóð 1 á Barðaströnd. Stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað með hring á uppdrætti aðalskipulagsins. Fiskeldi hefur verið starfrækt á svæðinu frá árinu 1984 en það hefur verið gert í ósamræmi við skipulag á svæðinu hingað til og því er þetta liður í að leiðrétta það. Einnig er áformað að fara í endurskipulagningu og frekari uppbyggingu á svæðinu. Gildandi starfsleyfi veitir heimild til þess að vinna allt að 200 tonn í land- og kvíaeldi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 og fól skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

Með erindinu fylgir einnig tilkynning framkvæmdaraðila til sveitarfélagsins þar sem eldið fellur undir c-flokk framkvæmda, lið 1.12 skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Niðurstaða bæjarráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað um ákvörðun um matskyldu c-flokks framkvæmda.




15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn, lóð 1. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.




21. október 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn, lóð 1. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.




7. desember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 1.12.2020.

Samþykkt að endurauglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.




9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 1. desember 2020 um breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis I10, Seftjörn, þar sem gerðar eru athugasemdir um umfang uppbyggingar og starfseminnar skv. breytingu á aðalskipulagi, þar sem það endurspegli ekki umhverfismat áætlunarinnar, lagfæra þurfi þann efnisgalla á breytingunni.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að endurauglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.




15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn lóð 1, dagsett 9. Júlí 2020 breytt 29. janúar 2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




17. febrúar 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn lóð 1, dags. 9. júlí 2020, breytt 29. janúar 2021.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.