Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #91

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. janúar 2022 og hófst hann kl. 15:00

Nefndarmenn
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
 • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Andahvilft. Ósk um breytta skráningu.

Erindi frá Tómasi Guðbjartssyni, dags. 15.12.2021. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á eign umsækjenda í Andahvilft, L228046. Húsið er byggt 1903 og er í dag skráð sem sumarbústaður en var áður skráð sem íbúðarhús og hefur verið endurbyggt að fullu, óskað er eftir að fá húsið aftur skráð sem íbúðarhús og samsvarandi breytingu á skráningu lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

  Málsnúmer 2112019 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Umsókn um stöðuleyfi. Brautarholt.

  Erindi frá Ólafi J. Engilbertssyni, dags. 16.11.2021. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir gám við Brautarholt, Selárdal.

  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlengingu til 12 mánaða.

   Málsnúmer 2002190 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Brunnar 17. Umsókn um lóð.

   Erindi frá Guðmundi Orra Arnarsyni og Tinnu Holt Victorsdóttur, dags. 03.01.2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Brunnum 17 til byggingar einbýlishúss.

   Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur. Um lóðina liggja vatns- og fráveitulagnir og taka þarf tillit til þeirra við ákvörðun lóðarstærðar og endarlegrar lögunar lóðar.

    Málsnúmer 2201003 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Dalbraut 8. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.

    Erindi frá Hlyni Aðalsteinssyni og f.h. HA-Synir ehf, dags. 11.01.2022. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Dalbraut 8 á Bíldudal. Erindinu fylgir tillaga að afmörkun lóðar.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að lóðarleigusamningurinn verði endurnýjaður og felur byggingarfulltrúa að vinna endanlegt lóðablað þar sem lóðamörk taki mið af fyrirhuguðum ofanflóðavörnum sem liggja að lóðinni.

     Málsnúmer 2201014 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Aðalstræti 124A. Umsókn um samþykki byggingaráforma.

     Erindi frá Ísak Óla Óskarssyni, dags 11.01.2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 201 m2 íbúðarhúss að Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Mývatni ehf, dags. 5. janúar 2022.

     Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Byggingaráformin skal grenndarkynna fyrir Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A. Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því við framkvæmdaraðila að frekari gögn verði útbúin fyrir grenndarkynninguna, svo sem ásýndarmyndir og afstöðumyndir gagnvart aðliggjandi húsum þar sem húsið gæti haft áhrif á útsýni.

      Málsnúmer 2201013

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Breyting á deiliskipulag ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra

      Farið yfir hugmyndir um atvinnulóðir í grennd við húsnæði Rauða Krossins við Bjarkargötu á Patreksfirði.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á deiliskipulagi fyrir ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra og þar bætt inn lóðum fyrir atvinnuhúsnæði.

       Málsnúmer 2201015 4

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:18