Sumarið
Allir íbúar og gestir þeirra ættu að finna sér eitthvað til dundurs í sveitarfélaginu í sumar. Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir þau sem ætla að dvelja heima, börn og fullorðna, og jafnvel taka á móti gestum.
Tjaldsvæði
Á Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði eru fyrirtaks tjaldsvæði með allri nauðsynlegri þjónustu. Tjaldsvæðin eru almennt opin yfir sumartímann.
Tjaldsvæðið á Bíldudal
Hafnarbraut 15, Bíldudalur
Sjá á korti
Tjaldsvæðið á Patreksfirði
Aðalstræti 107, Patreksfjörður
Sjá á korti
Upplýsingamiðstöð
Upplýsingamiðstöð ferðamanna
Þórsgata 8a, Patreksfjörður
Sjá á korti
Sumarnámskeið og íþróttir fyrir börn
Sveitarfélagið stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 7–10 ára. Lögð er áhersla á útivist, fræðslu um umhverfið og íþróttir á námskeiðunum. Nánar má lesa um þau á tengli hér til hliðar.
Á sumrin standa íþrótta- og ungmennafélögin á svæðinu fyrir öflugu æskulýðsstarfi.
Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar
Á sumrin lengist þjónustutími íþróttamiðstöðvanna auk þess sem Laugarneslaug opnar.
Brattahlíð – sundlaug
Aðalstræti 55, Patreksfjörður
Sjá á korti
Bylta
Hafnarbraut 15, Bíldudalur
Sjá á korti
Aðrar laugar og náttúrupottar
Í sveitarfélaginu er að finna ýmsa náttúrupotta og laugar, og má þar helst nefna Laugarneslaug á Barðaströnd, sundlaugina í Reykjafirði og Hellulaug við Flókalund. Reykjafjarðarlaug og Hellulaug eru opnar allan sólarhringinn að því gefnu að vegir séu opnir.
Laugarneslaug
Birkimel, Barðaströnd
Sjá á korti
Söfn og sýningar
Í sveitarfélaginu er fjöldi safna og sýninga sem miðla mannlífi, menningu, sögu og náttúru Vestfjarða. Vestast er minjasafn að Hnjóti í Örlygshöfn og utarlega í Arnarfirði má finna listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal. Söfnin eru tilvalinn áfangastaður í ísbíltúrum eða helgarferð – það þarf ekki alltaf að fara langt.
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti
Örlygshöfn, Patreksfjörður
Sjá á korti
Skrímslasetrið
Strandgata 7, Bíldudalur
Sjá á korti
Melódíur minninganna
Jón Kr. Ólafsson
Tjarnarbraut 5, Bíldudalur
Sjá á korti
Listasafn Samúels Jónssonar
Selárdalur
Sjá á korti
Gamli Bærinn – Kaffihús
Brjánslækur, 451 Patreksfjörður
Sjá á korti
Golfvellir
Golf nýtur mikilla vinsælda og í sveitarfélaginu eru tveir golfvellir, að Hóli við Bíldudal og í Vesturbotni í Patreksfirði fyrir innan þorpið. Golf er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að stunda útivist um leið á björtum sumarkvöldum.
Útivist og gönguleiðir
Í Vatnsfirði er að finna margar gönguleiðir og má finna frekari upplýsingar um þær hér til hliðar. Einnig er ýmsar aðrar gönguleiðir í sveitarfélaginu og er til dæmis hægt að finna þær á smáforritinu Wapp.
Bókasöfn
Sumarið er tíminn fyrir lestur góðra bóka, hvort sem er heima undir teppi á rigningarkvöldi, milli þúfna í útilegunni eða úti á palli í sólbaði. Þá er gott að þekka þjónustutíma bókasafnanna.
Bókasafn Bílddælinga
Valgerður María Þorsteinsdóttir
Muggsstofa
Sjá á korti
Héraðsbókasafn Vestur-Barðastrandasýslu
Aðalstræti 53, Patreksfjörður
Sjá á korti
Bókasafn Tálknafjarðar
Guðlaug S. Björnsdóttir
Sveinseyri
Sjá á korti
Viðburðir
Á viðburðaskrá heimasíðunnar má finna upplýsingar um viðburði sem eru á döfinni á svæðinu.