Velferð
Sveitarfélaginu er skylt að veita félagslega þjónustu sem stuðlar að því að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og velferð fyrir íbúa á grundvelli samhjálpar. Í því felst að veita félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, stuðningsþjónustu, vinna að málefnum barna og ungmenna, þjónusta við unglinga, þjónusta við aldraða, þjónusta við fatlað fólk, húsnæðismál og aðstoð við einstaklinga með fíknivanda.