Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #862

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 29. janúar 2019 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) varaformaður
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Aðilaskipti í verkefni vegna fjarheilbrigðisþjónustu - Fjóðrungssamband Vestfirðinga

Lagður fram tölvupóstur dags. 22. janúar sl. þar sem lögð er fram beiðni til Vesturbyggðar um aðilaskipti í verkefni er lítur að fjarheilbrigðisþjónustu, frá Vesturbyggð til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, á grundvelli fjármagns viðaukasamnings FV og samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis. Eins til kynningar tillaga að samningi Fjórðungssambands og Heilbrigðisstofnunar. Bæjarráð samþykkir aðilaskiptin.

  Málsnúmer 1901049

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  7. Norræna félagið - beiðni um styrk

  Lagt fram erindi frá Norræna félaginu í Vesturbyggð þar sem óskað er eftir styrk til að halda vinabæjarmót í Vesturbyggð sumarið 2019 að fjárhæð 500.000. Bæjarráð hafnar erindinu og vísar í bókun bæjarráðs frá 18. mars 2018 þar sem Vesturbyggð segir sig úr vinabæjarsamstarfinu.

   Málsnúmer 1901059 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   8. Sirkushátíð í bæjarfélagi - Sirkus Íslands, Alda Brynja Birgisdóttir

   Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sirkusi Íslands þar sem óskað er eftir samstarfi til að koma á laggirnar sirkuslistahátíð eða sirkus ráðstefnu. Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálaráðs.

    Málsnúmer 1901042 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    9. Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla

    Lagðir fram tölvupóstar dags. 17. janúar sl. og 27. nóvemer sl. frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi á tímabilinu frá 17. mars 2015, þegar ný lög um örnefni tóku gildi þar til nú.
    1) Nöfn á nýjum lögbýlum eða nýjum lögheimilum á lóðum í dreifbýli í sveitarfélaginu ásamt dagsetningu skráningar.
    2) Breytingar á nöfnum býla í sveitarfélaginu, þ.e. lögbýla eða annarra býla í dreifbýli þar sem fólk á lögheimili, ásamt dagsetningu skráningar.
    3) Rökstuðning eða skýringu á vali nafns sem fylgdi umsóknum um ný eða breytt nöfn, sbr. liði 1) og 2).
    4) Tilvik um að umsóknum um ný eða breytt nöfn hafi verið hafnað og ástæður þess að þeim var hafnað.

    Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að svara erindinu.

     Málsnúmer 1812001

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     10. Araklettur - skipan starfshóps

     Skipaður starfshópur um leikskólamál á Patreksfirði i ljósi þess að fyrirséð er að ekki verður hægt að taka við börnum inn á leikskólann Araklett ef ekkert verður gert. Leikskólinn er fullur og munu einungis þrjú börn hefja grunnskólagöngu í Patreksskóla í haust en mun fleiri börn bíða eftir leikskólaplássi. Starfshópinn skipa, Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar, Svanhvít Skjaldardóttir, starfsmaður félagsþjónustu, og Guðrún Eggertsdóttir, formaður fræðslu- og æskulýðsráðs. Bæjarráð óskar eftir því að hópurinn skili tillögum til bæjarráðs fyrir 1. mars 2019.

      Málsnúmer 1901058 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      11. Nemendur FSN - ósk um aðstöðu í Vest-End

      Lagt fyrir minnisblað dags. 10. janúar sl. unnið af Páli Vilhjámssyni, Íþrótta- og tómstundafulltrúi í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Í minnisblaðinu er farið yfir fund Páls með fulltrúum nemenda við Patreksfjarðardeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ráðið óskaði eftir því að hafa afdrep og aðstöðu í félagsmiðstöðinni Vest-End einu sinni í viku til að hittast og fyrir einhverskonar viðburði. Farið er þess á leit að Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur kosti til starfsmann til að vera með krökkunum eitt kvöld í viku. Bæjarráð samþykkir tvö kvöld í mánuði í þrjá mánuði til reynslu. Páli Vilhjálmssyni falið að útfæra verkefnið í samstarfi við nemendur og upplýsa bæjarráð um reynsluna í lok tímabilsins.

       Málsnúmer 1901056

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       12. Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni

       Í september 2018 óskaði Íbúaðlánasjóður eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Vesturbyggð sendi inn umsókn og var eitt sjö sveitarfélaga sem varð fyrir valinu. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til þess að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri fór yfir með bæjarráði. Bæjarráð felur bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna áfram að verkefninu.

        Málsnúmer 1809048 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        13. Jólaball 2018, niðurfelling á húsaleigu - Kvenfélagið Sif og Lionsklúbbur Patrekfjarðar

        Lagður fram tölvupóstur dags. 7. janúar sl. þar sem Bergrún Halldórsdóttir fh. Kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði, óskar eftir því að felld verði niður húsaleiga vegna jólaballs sem haldið var í FHP 28. desember sl. Bæjarráð samþykkir erindið.

         Málsnúmer 1901029

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         14. Fimleikafélag Vestfjarða - beiðni um stuðning

         Lagður fram tölvupóstur dags. 24. janúar sl. þar sem Telma Snorradóttir f.h Fimleikafélags Vestfjarða óskar eftir styrk frá Vesturbyggð til að standa undir rekstri félagsins. Bæjarráð hefur áður samþykkt styrk í formi endurgjaldslausri notkun á íþróttamannvirkjum í Vesturbyggð. Vísað til fræðslu- og æskulýðsráðs.

          Málsnúmer 1901057 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          15. Styrkumsókn - Félag áhugamanna um skrímslasetur

          Lögð fram styrkumsókn dags. 06.01.2019 frá Félagi áhugamanna um skrímslasetur. Félagið óskar eftir viðbótarstyrk við 200.000 sem er sú fjárhæð sem þegar hefur verið samþykkt. Vísað til menningar- og ferðamálaráðs.

           Málsnúmer 1901037 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           16. Menningarleg verk í Baldurshaga Bíldudal - Jón Kr. Ólafsson

           Lagt fram til kynningar bréf ódags. 2004 undirritað af Jóni Kr. Ólafssyni þar sem vakin er athygli á menningarlegum verkum í Baldurshaga á Bíldudal. Vísað til menningar- og ferðamálaráðs til kynningar.

            Málsnúmer 1901044 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            17. Tálknafjörður - Patreksfjörður - morgunferðir

            Lögð fram drög að samningi um akstur á leið II, morgunferð Tálknafjörður - Patreksfjörður ásamt kostnaðarskiptingu. Bæjarráð samþykkir drögin og kostnaðarskiptinguna og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

             Málsnúmer 1809015 3

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             18. Ósk um umsögn um frumvarp til laga um ákvæði tilskpunar ESB 201461 - Samöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

             Lagður fram tölvupóstur dags. 22. janúar sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með beiðni um umsögn um frumvarp til laga þar sem innleidd verða ákvæði tilskipunar ESB 2014/61 um ráðstafanir til að lækka kostnað við uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

              Málsnúmer 1901050

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              2. Sveitastjórnarþing Evrópuráðsins - Samband Íslenskra sveitarfélaga

              Lagt fyrir til kynningar samþykktir Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins ásamt minnisblaði unnið af Önnu G. Björnsdóttir um 35. þing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 6.-8. nóvemer sl., vegna stjórnarfundar 30. nóvember sl.

               Málsnúmer 1901022

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               3. Skýrsla eldvarnaeftirlits vegna leikskólans Arakletts - Slökkvilið Vesturbyggðar

               Lagt fyrir til kynningar niðurstöður úr eldvarnarskoðun sem framkvæmd var í Arakletti 14. janúar sl.

                Málsnúmer 1901039

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                4. Skýrsla vegna eftirlits í Bíldudalsskóla - Slökkvilið Vesturbyggðar

                Lagt fyrir til kynningar niðurstöður úr eldvarnarskoðun sem framkvæmd var í Bíldudalsskóla 10. janúar sl.

                 Málsnúmer 1901041

                 Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                 5. Skýrsla eldvarnaerftirlits vegna Patreksskóla, efra húsnæði - Slökkvilið VB

                 Lagt fyrir til kynningar niðurstöður úr eldvarnarskoðun sem framkvæmd var í Patreksskóla 9. janúar sl.

                  Málsnúmer 1901036

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  6. Greining á þörf fyrir hjúkrunarrými - Heilbr.st. Vestfjarða

                  Lagt fyrir til kynningar beiðni frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða til Heilbrigðisráðneytis þar sem óskað er eftir því að farið verði í greiningu á þörf fyrir uppbygginu hjúkrunarrými í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

                   Málsnúmer 1901048

                   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                   Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:54