Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #865

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. mars 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Til kynningar

1. Ljósleiðari Aðalstræti Patreksfirði

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra dags. 28. febrúar 2019 til framkvæmdastjóra Mílu vegna tafa á tengingu ljósleiðara við fasteignir við Aðalstræti á Patreksfirði og þeim vandkvæðum sem lélegt netsamband hefur haft á skólastarf í Patreksskóla. Einnig voru lagðir fram til kynningar svör framkvæmdastjóra Mílu vegna málsins.

Stefnir Míla að því að tenging ljósleiðara fyrir m.a. Patreksskóla fari fram á næstu dögum.

    Málsnúmer 1903252

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi - Tillaga að þingsályktun

    Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi,184. mál. Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1903267

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Reykjavíkurflugvöllur þjóðaratkvæðagreiðsla - tillaga að þingályktun

      Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar,86. mál. lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1903271

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum - tillaga að þingsályktun

        Tillaga til þingsályktunar um staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum. 152. mál, lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1903266

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Hollustuhættir og mengunarvarnir breyting á lögum (stjórnvaldssektir ofl.)

          Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.),542. mál. lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1903268

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Breyting á barnalögum skipt búseta og meðlag - drög að frumvarpi

            Drög að frumvarpi um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 og fleiri lögum um skipta búsetu barna lagt fram til kynningar.
            Bæjarráð vísar málinu til Velferðaráðs til kynningar.

              Málsnúmer 1903265 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Sirkushátíð í bæjarfélagi - Sirkus Íslands, Alda Brynja Birgisdóttir

              Minnisblað frá starfsamanni Menningar- og ferðamálaráðs lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903172

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. NAVE fundargerð 117. fundur stjórnar 5. mars 2019

                Lögð fram til kynningar fundargerð 117. fundar Náttúrustofu Vestfjarða frá 5. mars 2019.

                  Málsnúmer 1903281

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. NAVE fundargerð 116. fundur stjórnar 11. febrúar 2019

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 116. fundar Náttúrustofu Vestfjarða frá 11. febrúar 2019.

                    Málsnúmer 1903264

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    11. Umsóknir um stofnframlög

                    Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög til íbúðalánasjóðs. Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk. Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1903279

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Almenn erindi

                      10. Araklettur - skipan starfshóps

                      Lögð fram greinargerð starfshóps um leikskólamál á Patreksfirði. Guðrún Eggertsdóttir og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir komu inn á fundinn og fóru yfir þær tillögur sem starfshópurinn vann.
                      Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vandaða greinagerð og mikla vinnu sem lögð var í hana.
                      Bæjarráð vísar greinagerðinni til Fræðslu- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

                        Málsnúmer 1903179 13

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Skipurit Vesturbyggð

                        Lögð fram til kynningar drög að breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014.

                          Málsnúmer 1903100 4

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins

                          Lagt fram bréf Rauða Kross Vestur Barðastrandarsýslu dags. 27. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir að Vesturbyggð sjái verkefninu Karlar í skúrnum fyrir húsnæði endurgjaldslaust í 1-2 ár á meðan metið er hvernig verkefnið tekst til. Rýmið í Verbúð hentar vel til verkefnisins. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til hafna- og atvinnumálaráðs til afgreiðslu.

                            Málsnúmer 1903131 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Sjómannadagurinn 2019 - tillaga að samstarfssamningi og styrkur

                            Lagt fram erindi Sjómannadagsráðs Patreksfjarðar dags.1. mars 2019 vegna stuðnings Vesturbyggðar við sjómannadaginn 2019. Lögð voru fram drög að samstarfssamningi vegna fjármögnunar á skemmtiatriðum. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu samningsins til næsta fundar ráðsins.

                            Í erindinu er einnig óskað eftir að Vesturbyggð tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins á fund stærstu félagssamtakanna á Patreksfirði til að ræða Sjómannadaginn og þau verkefni sem einstaka félög eru reiðubúin að taka að sér í undirbúningi fyrir sjómannadaginn. Bæjarráð tilnefnir Svanhvíti Sjöfn Skjaldardóttir sem fulltrúa Vesturbyggðar á fundinn.

                              Málsnúmer 1903254 3

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Félagsmiðstöðin Dímon - hugsanleg stækkun á rými

                              Lagt fyrir minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukafjárveitingu vegna bágrar aðtöðu ungmenna sem stunda félagsmiðstöðina Dímon á Bíldudal. Íþrótta- og tómstundarfulltrúi boðaður á næsta fund ráðsins til að ræða framtíðarlausnir.

                                Málsnúmer 1903192 2

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Verndarsvæði Breiðafjarðar - hugmyndir um stækkun

                                Lagt fram bréf Breiðafjarðarnefndar dags. 25. febrúar 2019 vegna framtíðar Breiðafjarðar og verndarsvæðis. Í bréfinu er óskað eftir afstöðu Vesturbyggðar til þess hvort vilji sé til þess að skoða möguleika á stækkun verndarsvæðisins frá Öndverðarnesi að Bjargtöngum, í samræmi við þær hugmyndir sem uppi voru á árunum 2004 og 2014.

                                Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

                                  Málsnúmer 1903262

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Hvest - samningur um matarbakka til eldri bogara

                                  Lögð fram drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Vesturbyggðar um kaup á mat á bökkum fyrir eldri borgara, öryrkja og skjólstæðinga félagsþjónustu Vesturbyggðar. Einnig var lögð fram gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. febrúar 2019. Veruleg hækkun er á gjaldi fyrir mat á bökkum milli ára og nemur hækkunin 27,6% á milli ára. Þá var lögð fram samantekt á niðurgreiðslu á heimsendum mat annarra sveitarfélaga.

                                  Bæjarráð gerir athugasemd við þá miklu hækkun sem gerð var á gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 1. febrúar 2019. Svo mikil hækkun í einu skrefi hafi verulega neikvæð áhrif á þá sem nýta þjónustuna. Með tilliti til niðurgreiðslna í öðrum sveitarfélögum felur bæjarráð starfandi fjármála- og skrifstofustjóra að greina hvort svigrúm sé í fjárhagsáætlun 2019 til að mæta þeirri hækkun sem drög að samningi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerir ráð fyrir í formi niðurgreiðslu af hálfu sveitarfélagsins.

                                    Málsnúmer 1903189 2

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:26