Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #911

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. desember 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ástand vega í Vesturbyggð

Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af alvarlegu ástandi vegkafla sem liggja um Mikladal og Tálknafjörð (63) sem og um Barðaströnd (62). Vegkaflarnir eru illa farnir og slitlag á stórum köflum er horfið, þrátt fyrir tilraunir Vegagerðarinnar til lagfæringa í sumar. Enda eru margir vegkaflar innan Vesturbyggðar 100% ónýtir vegir skv. úttekt Vegagerðarinnar frá júlí 2019. Að mati bæjarráðs er aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður á þessum vegköflum og ítrekar mikilvægi þess að á meðan ekki er unnt að bregðast við ástandinu með viðunandi lagfæringum, að Vegagerðinni verði tryggð framlög til að gera nauðsynlegar lagfæringar og stórauka merkingar og upplýsingagjöf um alvarlegt ástand vegkaflanna, til að draga úr hættu á að alvarlegt slys verði.

Bæjarráð ítrekar bókun sína frá 21. apríl 2020 og hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að taka á þessu máli og ástandi vega á sunnanverðum Vestfjörðum af fullri alvöru og tryggja að brugðist verði við þessu alvarlega ástandi sem allra fyrst. Ljóst er miðað við ástand vega og stóraukna umferð á sunnanverðum Vestfjörðum, er nauðsynlegt að hefja sem allra fyrst undirbúning jarðgangagerðar á sunnanverðum Vestfjörðum, m.a. til að tryggja
öruggari samgöngur með jarðgöngum um Hálfdán (500 m.yfir sjávarmáli) og Mikladal (369 m. yfir sjávarmáli).

Jafnframt lýsir bæjarráð Vesturbyggðar miklum áhyggjum yfir ástandi Bíldudalsvegar í Arnarfirði sem er að hluta til horfinn. Í ljósi alls væri eðlilegt að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum á því svæði svo hægt sé að koma í veg fyrir endurtekið tjón á veginum. Sú framkvæmd myndi létta á þungaflutningum sem fer um aðra vegi í sveitarfélaginu.

    Málsnúmer 2002094 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vetrarþjónusta á Rauðasandsvegi (614)

    Rætt um vetrarþjónustu á Rauðasandsvegi (614), ábendingar frá Mjólkursamsölunni vegna mjólkursöfnunar sem og svör samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vegagerðarinnar vegna kröfu um aukna vetrarþjónustu. Samkvæmt svörum ráðuneytisins og Vegagerðarinnar er ekki unnt að verða við beiðni Vesturbyggðar um aukna vetrarþjónustu þar sem vetrardagsumferð næsta tengivegar, Örlygshafnarvegar (612) er of lág, eða 75 bílar á sólarhring sem og að Rauðasandsvegur er skilgreindur sem héraðsvegur sem Vegagerðinni veitir ekki vetrarþjónustu á.

    Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af lágu þjónustustigi þegar kemur að vetrarþjónustu á Rauðasandsvegi og áhrifum þess fyrir öryggi íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Vesturbyggð í góðu samstarfi við Vegagerðina mun áfram tryggja eftir fremsta megni helmingamokstur, m.a. á þeim dögum þar sem mjólkursöfnun fer fram.

      Málsnúmer 2012017

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

      Við yfirferð á fjárhagsáætlun 2021-2024 sem lögð var fyrir í 2. umræðu á 355. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar miðvikudaginn 9. desember síðastliðinn yfirsást staða á milli aðalsjóðs og eignasjóðs sem gerir það að verkum að fjárþörf reiknaðist í aðalsjóði.

      Villan hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A eða A- og B hluta, skuldaviðmið, né hefur hún áhrif á lántökur.

      Lagfæringin hefur þau áhrif að skuldahlutfall áranna 2021 - 2024 lækkar.

        Málsnúmer 2005091 14

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Staðir-Places 2021 - Styrkbeiðni

        Lagt fyrir erindi frá myndlistarhátíðinni Staðir/Places dags. 14.október 2020. Staðir er sýningarverkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem hóf göngu sína árið 2014 og fer fram annað hvert ár. Verkefnið skiptist í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að verki áður en því er hrint í framkvæmd og sýnt að ári liðnu. Sótt er um styrk að upphæð 200 þúsund krónum árlega, næst fyrir árið 2021 ásamt því að sjá listamönnum fyrir sameiginlegu húsnæði á meðan uppsetning sýninganna er í gangi. Menningar- og ferðamálaráð tók jákvætt í verkefnið á 13. fundi sínum 8. desember sl. og vísaði því til umfjöllunar í bæjarráði.

        Bæjarráð samþykkir óbreyttan styrk.

          Málsnúmer 2010054 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög

          Lögð fram drög að samningi Vesturbyggðar við Bæjartún íbúðafélag hses. um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal. Í samningnum er gert ráð fyrir stofnframlagi sem nemur 13.484.781 kr. sem nemur 12% af stofnvirði verkefnisins og skiptist í eftirgjöf á opinberum gjöldum og beinu fjárframlagi til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar.

          Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

            Málsnúmer 2008026 6

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Breyting á eldissvæðum Arctic Sea Farm og Fjarðalax í Patreksfirði og Tálknafirði. Umsagnarbeiðni og rafræn greinargerð

            Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á eldissvæðum í Patreksfirði og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Hafna- og atvinnumálaráð fjallaði um málið á 26. fundi sínum 2. desember sl. þar sem áform um breytingu á eldissvæðunum voru kynnt.

            Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við breytingu á eldissvæðunum í Patreksfirði og Tálknafirði en ítrekar mikilvægi þess að litið sé til siglingaleiða við nánari staðsetningu eldissvæðanna. Þá ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að við vinnslu strandsvæðaskipulags fyrir Vestfirði sé litið til skipulags og staðsetningu eldiskvíasvæða sem og að hugað verði að því að tryggja aðliggjandi sveitarfélögunum skýra tekjustofna af eldismannvirkjum með sambærilegum hætti og gert er með önnur mannvirki á landi í formi fasteignagjalda.

              Málsnúmer 2011043 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Leyfi til sölu flugeldum og sýningarleyfi - Björgunarsveitin Kópur Bíldudal

              Lögð fram beiðni um umsögn frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, dags. 14. desember 2020 vegna umsókna Björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal til sölu á flugeldum og flugeldasýningar við Völuvöll.

              Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfanna.

                Málsnúmer 2012028

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

                Lögð fram til kynningar Skýrsla Verkís um Ofanflóðavarnir í Vesturbyggð - Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Annar áfangi frumathugunar: Þvergarðar.

                  Málsnúmer 2010046 8

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, 1812008 - Bláskógarbyggð

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, dags. 1. desember 2020 vegna bókunar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 5. nóvember 2020 um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

                    Málsnúmer 2012007

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Mál nr. 369 um Hálendisþjóðgarð. Ósk um umsögn

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 11. desember 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369.mál.

                      Málsnúmer 2012025

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Mál nr. 113 um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum. Ósk um umsögn

                      Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 1. desember 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.

                        Málsnúmer 2012006

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Manntal og húsnæðistal 1 janúar 2021

                        Lagt fram til kynningar bréf Hagstofu Íslands dags. 27. nóvember 2020 vegna undirbúnings töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.

                          Málsnúmer 2012012

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar nr. 181, 182 og 183

                          Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðanefndar frá 181. fundi þann 7. júlí 2020, 182. fundi þann 18. ágúst 2020 og 183. fundi þann 13. nóvember 2020.

                            Málsnúmer 2012023 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fundargerð nr. 892 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                              Málsnúmer 2012027

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Fundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum 10. desember 2020

                              Lögð fram til kynningar fundargerð af fundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum þann 10. desember 2020.

                                Málsnúmer 2012029

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45