Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. júní 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.
Bæjarstjóri fór yfir samtal sem átt hefur sér stað við Einar Óskar Sigurðsson, Guðnýju Gígu Skjaldardóttur, Höllu Guðrúnu Jónsdóttur og Patrek Smára Þrastarson sem gerðu tilboð í Verbúðina, Patrekshöfn og lagt hafði verið fyrir á 31. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og 921. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð.
2. Vélin úr Kára BA 265 - gjafabréf
Lagt fram gjafabréf ódags. í maí 2021 þar sem Arnfirðingafélagið í Reykjavík fyrir hönd björgunarmanna færir Vesturbyggð til eignar og varðveislu vélina úr Kára BA 265.
Bæjarráð þakkar Arnfirðingafélaginu í Reykjavík höfðinglega gjöf og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna minnisblað um hvað þarf að gera í gömlu smiðjunni á Bíldudal ásamt kostnaðaráætlun svo hægt sé að uppfylla skilyrði gjafarinnar.
3. Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu umhverfis- og auðlindaráðherra, Vesturbyggðar og Ísafjarðabæjar um málefni þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum og þróun þjóðgarðsins til framtíðar.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna sem liggur fyrir og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
4. Fjárhagsáætlun 2022-2025
Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2021 vegna áætlunar 2022 - 2025.
Bæjarráð staðfestir reglurnar.
5. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar
Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði hafnarstjóra vegna vinnslu á grjóti fyrir fyirhugaða grjótvörn við Brjánslækjarhöfn. Heildarkostnaður vegna vinnslu og flutnings á efninu eru 14.500.000 af því er hlutur Vesturbyggðar 5.800.000. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé í hafnarsjóði. Viðaukinn hefur þau áhrif að afskriftir í B hluta aukast um 116 þúsund. Rekstrarniðurstaða A hluta breytist ekki en rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr í það að vera neikvæð uppá 34,6 m.kr. Handbært fé A hluta breytist ekki en handbært fé í A og B hluta lækkar um 5,8 m.kr.
6. Umsagnarbeiðni gistileyfi - Búbíl ehf. Bíldudal
Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgiskjölum dags. 2. júní 2021 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um gististað í flokki 3 (Gististaður með veitingum, þó ekki áfengisveitingum) fyrir Gistihúsið við höfnina, Dalbraut 1, 465 Bíldudal. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra umhverfisþjónustu hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins. Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfseminni.
7. Látrabjarg - beiðni um umsögn
Lögð fyrir beiðni Umhverfisstofnunar dags. 28.5.2021 um umsögn vegna umsóknar um leyfi til að sigla á bát vegna kvikmyndatöku innan friðlandsins Látrabjarg á tímabilinu 10. júní-19. júlí nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
8. Beiðni um tilnefningar í Breiðafjarðarnefnd
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi á meðan dagskrárliðurinn var tekin fyrir.
Lögð fyrir beiðni dags. 28. apríl sl. um tilnefningu í Breiðafjarðarnefnd.
Bæjarráð tilnefnir Arnheiði Jónsdóttur sem aðalmann og Ólaf Helga Haraldsson sem varamann.
Þórkatla kom aftur inn á fundinn.
9. Áform Arnarlax og Arctic Fish um byggingu sláturhúss
Rætt um gögn frá kynningarfundi sem haldinn var 17. maí sl. þar sem Björn Hembre, forstjóri Arnarlax og Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish kynntu um uppbyggingu sláturhúss á Patreksfirði. Lögð fyrir gögn og upplýsingar vegna sláturhúss á Patreksfirði sem rædd voru á vinnufundi bæjarstjórnar 8. júní sl. Tekið er jákvætt í hugmyndir fyrirtækjanna um framtíðaruppbyggingu í sveitarfélaginu. Bæjarráð fagnar því að fyrirtækin sjái tækifæri í áframhaldandi uppbyggingu fiskeldis í Vesturbyggð, enda er fiskeldi eitt af grunnstoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu. Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurnum fyrirtækjanna og óska eftir frekara samtali um framhaldið.
10. Skólaakstur - skólaárið 2021 og 2022
Rætt um skólaakstur skólaárið 2021/2022 og útfærslu reglna um skólakstur vegna fjölgunar barna á Barðaströnd. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra falið að vinna drög að reglum um skólakstur þar sem bæði leikskóla- og grunnskólabörnum verði tryggður akstur frá Barðaströnd og á Patreksfjörð ásamt því að ræða við núverandi verktaka skólaaksturs um útfærsluna.
Til kynningar
11. Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022
Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda dags. 1. júní 2021, þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignarskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.
12. Fundargerð nr. 898 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
13. Mál nr. 720 um velferðarstefnu fyrir aldraða. Ósk um umsögn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 19. maí 2021, þar sem óskað er umsagnar tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál.
14. Fundargerð XXXVI. landsþings sambandsins
Lögð fram til kynningar bókun af fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var 28. maí sl. þar sem eftirfarandi var bókað og samþykkt.
„Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands,
sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig
þannig fyrir landsþing 2022.“
15. Ársskýrsla og ársreikningur 2020
16. Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum
Lagt fram til kynningar bréf er varðar breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. dags. 28.05.2021 frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu sem sent var á Dómsmálaráðuneytið, skipulagsstofnanir, sveitarstjórnir, sýslumenn og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:17