Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #963

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. júní 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Hafnarstjóri

Hafnarstjóri kom inná fundinn. Farið var yfir þau verkefni sem eru efst á baugi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Sviðssstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inná fundinn. Farið var yfir þau verkefni sem eru efsta á baugi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Leiktæki í Vesturbyggð

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 8. júní 2023, með tillögum að kaupum á leiktækjum á Patreksfjörð og Bíldudal. Óskað er eftir viðauka að fjárhæð kr. 5,3 m.kr

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar áfram til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2023.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins.

Bókaðir eru inn styrkir vegna verkefna sem eru styrkt af fiskeldissjóði. Slökkvibifreið, geislatæki, viðbygging við leikskóla og Vatneyrarbúð. Styrkirnir eru samtals 69,2 m.kr.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á slökkvibifreið uppá 6,6 milljónir vegna breytinga á gengi og lokafrágangs.

Færð er fjárfesting vegna aðgengismála á bæjarskrifstofu uppá 7,8 m.kr og styrkur úr jöfnunarsjóði uppá 3,9 milljónir á móti. Nettó fjárfesting 3,9 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting í hafnarsjóði uppá 10 milljónir.

Færð er viðbótarfjárfesting vegna kaupa á leiktækjum uppá 5,3 milljónir.

Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A og B hluta en handbært fé í A hluta hækkar um 48,1 m.kr og verðu 49 m.kr og handbært fé í A og B hækkar um 43,3 m.kr og verður 67,3 m.kr.

Málsnúmer10

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Rekstur og fjárhagsstaða 2023

Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir rekstur sveitarfélagsins fyrir janúar til apríl.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2023 vegna áætlunar 2024 - 2027 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða

Lagður fram tölvupóstur frá Vestfjarðastofu dags. 26.05 sl. þar sem óskað er eftir að Vesturbyggð skipi tvo fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd fyrir Vestfirði.

Bæjarráð skipar Önnu Vilborgu Rúnarsdóttur og Jón Árnason sem fulltrúa Vesturbyggðar í svæðisskipulagsnefnd.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Eftirfylgni með úrbótum vegna úttektar á starfsemi slökkviliðs

Lagt er fram bréf HMS, dags. 8. mars 2023, varðandi eftirlit með úrbótum vegna úttektar á starfssemi slökkviliðs ásamt stöðu brunavarnaráætlunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Bíldudals grænar

Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 8. júní 2023 um umsögn Friðbjörns Steinars Ottóssonar f.h. Bídludals grænar, félag, vegna tækifærisleyfis fyrir Bæjarhátíðina Bíldudals grænar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Ísland ljóstengt - Látrabjarg

Farið yfir stöðu á verkefninu Ísland ljóstengt. Lagningu ljósleiðara á Barðaströnd er lokið og að stæðstum hluta í Arnarfirði. Unnið er að langningu ljósleiðara um gamla Rauðasandshrepp í samstarfi við Orkubú Vestfjarða.

Samþykkt var þann 6. mars 2018 á 829. fundi bæjarráðs að innheimta tengigjald af hverri styrkhæfri tenginu uppá 250.000 og 300.000 af sumarhúsum og öðrum stöðum sem ekki fæst styrkur í. Gjaldið hefur ekki verið hækkað síðan þá.

Bæjarráð samþykkir að hækka gjaldið sem nemur hækkun á byggingarvísitölu frá 6. mars 2018.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

11. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. og 7. fundar samstarfsnefndar vegna sameiningarviðræðna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, sem haldnir voru 24 maí og 31. maí 2023.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Andmæli við minnisblað Samb. ísl. sveitarfélaga um ágang búfjár

Lagður fram tölvupóstur dags. 2. júní sl frá forsvarsmönnum umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár með andmælum við minnisblað Samb. ísl. sveitarfélaga um ágang búfjár.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands - Betra Ísland og grænna.

Lagður fram tölvupóstur frá stjórn Skógræktarfélags Íslands dags. 22. maí sl. sem sendur var á öll sveitarfélög varðandi skógrækt á Íslandi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Lögð fram til kynnningar 926., 927. og 928. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Grenjavinnsla 2023

Lagði fram til kynningar samningar við aðila vegna grenjavinnslu 2023.
Tíu aðilar sóttu um veiðar á ref en búið er að úthluta svæðum til átta aðila.
Tveir aðilar hafa ekki fengið samning.
Ekki hefur verið sótt um samning vegna Barðastrandarhrepps, en verið er að vinna að frekari útfærslu vegna þess svæðis.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00