Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #332

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 27. mars 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 332. fundar miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Varaforseti bæjarstjórnar María Ósk Óskarsdóttir setti fundinn. Iða Marsibil Jónsdóttir og Friðbjörg Matthíasdóttir hafa óskað eftir því að fá að sitja fundinn í fjarfundi og er það borið upp til samþykktar. Það er samþykkt samhljóða. Varaforseti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Varaforseti leitaði afbrigða að dagskrárliður 4 verði tekin út og tekinn fyrir til kynningar undir fundargerð skipulags- og umhverfisráðs. Afbrigðin voru samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla starfshóps um leikskólamál

Lögð fram greinargerð starfshóps um leikskólamál á Patreksfirði. Guðrún Eggertsdóttir, Elfar Steinn Karlsson og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir komu inn á fundinn og fóru yfir þær tillögur sem starfshópurinn vann.

Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vandaða greinagerð og þá miklu vinnu sem lögð var í hana.

    Málsnúmer 1903179 13

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Skipurit Vesturbyggð

    Varaforseti lagði fram breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum. Lögð er til breyting á 50. gr. samþykktarinnar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti sveitarfélagsins sem tekur gildi 1. maí 2019.
    Lagt er til að orðalag 50. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi: Bæjarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá Vesturbyggð, t.a.m. bæjarstjóra, sviðsstjóra, skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og forstöðumenn stofnana og veitir þeim lausn frá starfi

    Varaforseti bar breytinguna upp til samþykktar og lagði til að breytingunni verði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 1903100 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Hvestuvirkjun. Ósk um breytingu á deilskipulagi.

      Tekin fyrir eftir auglýsingu, breyting á deiliskipulagi, Hvestuvirkjun, Fremri Hvesta við Arnarfjörð. Tillagan var auglýst með athugasemdarfresti til 4. mars 2019. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

      Umsagnir liggja fyrir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun og höfðu þær ekki efnisleg áhrif á tillöguna. Umhverfisstofnun hefur ekki sent umsögn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um.

      Til máls tóku: Varaforseti, og FM.

      Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag dagsett 10. október 2018 og breytt 8. janúar 2019 og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Bæjarstjórn vill ennfremur ítreka bókun sem gerð var á 56. fundi skipulags- og umhverfisráðs um að framkvæmdin falli undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

        Málsnúmer 1903117 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Umsögn um frumvarp um fiskeldi, 647. mál. - Avinnuveganefnd Alþingis

        Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 14. mars 2019 um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.

        Varaforseti lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:
        Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar þeim markmiðum sem frumvarpinu er ætlað að ná fram, að tryggja betri stöðuleika í rekstrarskilyrðum fyrirtækja í fiskeldi og auka gegnsæi í fiskeldi. Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar sérstaklega markmiðum frumvarpsins um að efla stjórnsýslu og auka eftirlit með fiskeldi þannig að vernd og sjálfbærni í nýtingu auðlinda og náttúrugæða verði betur tryggð. Þrátt fyrir áherslur í frumvarpinu um innra eftirlit þá er ljóst af efni þess að aukin eftirlitsskylda er lögð á opinberar stofnanir sem hafa eftirlit með fiskeldi, þ.e. Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun. Í frumvarpinu er m.a. lögð áhersla á vöktun ástands þeirra fjarða sem fiskeldi hefur verið stundað í, í einhvern tíma sem og lífrænt álag þeirra svæða sem búið er að burðarþolsmeta af hálfu Hafrannsóknarstofnunar. Aukin áhersla er einnig lögð á aukið eftirlit og aðgerðir af hálfu Matvælastofnunar vegna fiskisjúkdóma og sníkjudýra í fiskeldi, svo sem laxalús. Einnig er aukin áhersla á umhverfisftirlit Umhverfisstofnunar á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa Arnarfjörður, Patreksfjörður, Tálknafjörður og Patreksfjarðarflói verið burðarþolsmetnir fyrir 40.000 tonna framleiðslu. Nú þegar er 10.000 tonna framleiðsla til staðar á svæðinu. Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar kröfu sína um að störf þeirra sem sinna eftirliti með fiskeldi verði staðsett þar sem fiskeldið fer fram og með aukinni áherslu á að efla eftirlit með fiskeldi verði eftirlitsstörf framangreindra stofnana staðsett á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarstjórn Vesturbyggðar bendir einnig á að samkvæmt könnun Byggðastofnunar frá 11. febrúar 2019 hefur orðið nokkur fækkun á opinberum störfum á sunnanverðum Vestfjörðum þrátt fyrir áherslur í sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 um fjölgun og staðsetningu opinberra starfa og aukinna umsvifa í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar því kröfu sína um að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar með því að þeir starfsmenn sem sinni eftirliti með fiskeldi hafi fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum.Þannig verði stuðlað að aukinni vernd og eftirliti með sjálfbærri nýtingu auðlinda og náttúrugæða á svæðinu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er enginn starfsmaður með fasta starfsstöð sem sinnir eftirliti með fiskeldi en þar fer fram eitt umfangsmesta sjókvíaeldi á landinu.

        Varaforseti leggur til að bæjarstjóra verði falið að senda atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarpið innan frests.

        Til máls tóku: varaforseti og JÁ.

        Samþykkt samhljóða

          Málsnúmer 1903373 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldssjóðs, 710. mál - Atvinnuveganefnd Alþingis

          Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 22. mars 2019 um umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.

          Varaforseti lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:
          Vesturbyggð skilaði athugasemdum við vinnslu frumvarpsins til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í janúar sl. Frumvarp það sem atvinnuveganefnd hefur nú til meðferðar er nokkuð breytt frá þeim drögum sem kynnt voru í upphafi árs og brugðist hefur verið við mörgum þeim athugasemdum sem sveitarfélagið gerði við drögin.

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að frumvarpið geri ráð fyrir að hluti þess gjalds sem lagt verður á rekstraraðila í fiskeldi muni renna til sveitarfélaga til að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir þó athugasemd við það að aðeins þriðjungur tekna vegna gjaldtökunnar skuli renna til sveitarfélaga. Í frumvarpinu er ekki rökstutt sérstaklega tillaga um ráðstöfun gjaldsins úr ríkissjóði og þá skiptingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Þannig virðist ekki tekið tillit til tillagna í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 21. ágúst 2017, þar sem lagt var til að stærstum hluta gjaldsins verði ráðstafað til þeirra landsvæða sem hafa aðkomu að fiskeldi í sjókvíum, eða 85% af innheimtu gjaldi né er tekið tillit til ráðstöfunar sambærilegra gjalda í Noregi í gegnum Havbruksfondet, þar sem 87,5% tekna sjóðsins renna til sveitarfélaga. Skýtur það því skökku við að aðeins þriðjungur þess gjalds sem rekstraraðilar í fiskeldi greiða í ríkissjóð sé til skiptana fyrir þau sveitarfélög sem bera innviðauppbygginguna og ber að veita aukna þjónustu. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur því til að skipting tekna af gjaldtökunni verði endurskoðuð. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir einnig athugasemd við það að í frumvarpinu er ekki skilgreint hvaða uppbyggingu þjónustu, Fiskeldissjóðnum er ætlað að styrkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að horft verði til uppbyggingar á þjónustu sem tengist uppgangi fiskeldis. Óskýrt er af frumvarpinu hvaða þjónusta fellur þar undir, hvort það sé aðeins hafsækin þjónusta eða til uppbyggingar íbúðahúsnæðis og skóla, aukinnar þjónustu við íbúa og svo framvegis. Vesturbyggð hefur staðið frammi fyrir mörgum og ólíkum verkefnum sem tengjast innviðauppbyggingu vegna uppbyggingar fiskeldis. Má þar nefna skipulagsvinnu vegna vinnslu deiliskipulaga fyrir athafnasvæði, breytingar á aðalskipulagi og endurbætur á hafnarmannvirkjum, svo eitthvað sé nefnt en kostnaður við þau verkefni og framkvæmdir hleypur á milljónum króna. Þá hefur Vesturbyggð staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum vegna fjölgunar íbúa, aukinni eftirspurn eftir húsnæði og kröfum um aukið þjónustustig fyrir íbúa en á það hefur m.a. verið bent í skýrslu Byggðastofnunar um Byggðaleg áhrif fiskeldis frá ágúst 2017. Mikilvægt er því að ráðstöfun úr Fiskeldissjóði, verði frumvarpið að lögum, nýtist sannarlega til að styrka uppbyggingu innviða hjá þeim sveitarfélögum þar sem fiskeldi er stundað. Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því ennig að fleiri þrep séu tekin í gjaldtöku á rekstraraðila í fiskeldi svo eðlilegt svigrúm skapist fyrir rekstraraðila til þess að ná þeim stöðuleika sem nauðsynlegur er í rekstrarumhverfi fyrirtækja í fiskeldi sem og að uppbyggingafasa rekstraraðila verði þá að mestu lokið áður en til gjaldtöku kemur.

          Varaforseti leggur til að bæjarstjóra verði falið að senda atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarpið innan frests.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1903391 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Skerðing á tekjum Jöfnunarsjóðs 2020 og 2021- bókun og minnisblað

            Lagt var fram minnisblað Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 14. mars 2019 vegna áætlunar um tekjutap vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020-2021. Einnig var lögð fram tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 20220-2024 frá fjármála- og efnahagsráðherra sem birt var á vef Alþingis 23. mars 2019.

            Varaforseti lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:
            Sveitarfélagið Vesturbyggð mótmælir harðlega áformum um frystingu framlaga ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem finna má í forsendum fjármálaáætlunar fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árin 2020-2024. Áhrif tillögunnar munu koma mest fram á útgjaldajöfnunarframlögum og framlögum sem ætlað er að jafna aðgengi íbúa að lögboðinni þjónustu óháð búsetu. Forsendur fjármálaáætlunar ganga einnig gegn markmið ríkisstjórnarinnar í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 um jafnan aðgang íbúa að þjónustu. Áhrif tillögunnar munu leggjast mismunandi á einstaka landshluta og einstök sveitarfélög og auka þannig enn frekar á aðstöðumun milli sveitarfélaga í landinu. Sveitarfélög eins og Vesturbyggð sem sinnir dreifbýlu og fámennu svæði og er með marga byggðakjarna verður fyrir miklum neikvæðum áhrifum, nái fjármálaáætlunin fram að ganga, enda reiðir sveitarfélagið sig mjög á framlög Jöfnunarsjóðs til að veita lögbundna þjónustu. Í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. mars 2019 kemur fram að íbúar á Vestfjörðum munu bera hlutfallslega mestu skerðinguna ef tillögur í fjármálaáætlun ná fram að ganga. Fjárframlög Jöfnunarsjóðs til Vestfjarða skerðast þannig hundrað sinnum meira en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður tekjutap Vesturbyggðar árin 2020 og 2021 samtals 40,9 milljónir króna eða rúmlega 40.000 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins. Tekjutap sveitarfélagsins yrði því verulegt og hefur Vesturbyggð litla möguleika til að mæta þeim tekjusamdrætti nema með skerðingu á þjónustu eða framkvæmdafé. Uppgangur efnahagslífs hefur komið á misjafnan hátt við sveitarfélög samanber skýrslu Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008-2016. Þéttbýlustu sveitarfélögin á þennslusvæðum hafa þá getað nýtt sér hagsveifluna til að efla innviði og þjónustu og þau sveitarfélög ættu því að vera betur í stakk búin en önnur til að mæta samdrætti. Tillaga að frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs mun því auka enn á aðstöðumun fámennra og dreifbýlli sveitarfélaga utan þenslusvæða.

            Vesturbyggð skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem felst í ábyrgum rekstri sveitarfélaga eða þátttöku í kostnaði við að þjónusta íbúa landsins. En þær forsendur sem liggja að baki fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 um fyrirhugaða skerðingu er úr takti við sanngjarna úthlutun opinberra fjármuna úr sameiginlegum sjóðum. Það getur varla verið markmið ríkisins að íbúar á Vestfjörðum taki á sig hundrað sinnum meiri skerðingu en aðrir íbúar um leið og sveitarfélög á Vestfjörðum hafa í verulegu mæli ekki notið uppsveiflu hagkerfisins á undanförnum árum.

            Sveitarfélagið Vesturbyggð mótmælir því harðlega forsendum fjármálaáætlunar fyrir árin 2020-2024 um skerðingu tekna til Jöfnunarsjóðs og beinir því til fjármála- og efnahagsráðherra að leitað verði annarra og sanngjarnari leiða til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum.

            Samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1903354 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Flutningskerfið á Vestfjörðum - greining á afhendingaöryggi

              Skýrsla Landsnets um greiningu á afhendingaröryggi á Vestfjörðum lögð fram til kynningar.

              Til máls tók FM.

                Málsnúmer 1903386 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fundargerðir til kynningar

                8. Bæjarráð - 864

                Fundargerð 864. fundar bæjarráðs sem haldinn var 26. febrúar. Fundargerðin er í 17 liðum.

                Til máls tóku: Varaforseti, RH, IMJ, MJ og FM.

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1902007F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                9. Bæjarráð - 865

                Fundargerð 865. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. mars. Fundargerðin er í 17 liðum.

                Til máls tóku: Varaforseti, FM, RH og ÞSÓ.

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903002F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                10. Fræðslu og æskulýðsráð - 49


                11. Fræðslu og æskulýðsráð - 50

                Fundargerð 50. fundar fræðslu og æskulýðsráðs sem haldinn var 19. mars. Fundargerðin er í 3 liðum.

                Til máls tóku: Varaforseti og FM.

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903005F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                12. Fræðslu og æskulýðsráð - 51

                Fundargerð 51. fundar fræðslu og æskulýðsráðs sem haldinn var 20. febrúar. Fundargerðin er í 1 lið.

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903007F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                13. Menningar- og ferðamálaráð - 4

                Fundargerð 4. fundar menningar- og ferðamálaráðs sem haldinn var 19. mars. Fundargerðin er í 3 liðum.

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903004F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                14. Velferðarráð - 24


                15. Skipulags og umhverfisráð - 57

                Fundargerð 16. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 26. mars. Fundargerðin er í 2 liðum.

                Til máls tóku: Varaforseti og FM.

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903008F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                16. Hafna- og atvinnumálaráð - 6


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:01