Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #358

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. mars 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varaformaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 358. fundar miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. Magnús Jónsson boðaði forföll í hans stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir.

María Ósk Óskarssdóttir, varaforseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum

Til máls tóku: Varaforseti, bæjarstjóri og ÁS.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu ferjusiglinga um Breiðafjörð í ljósi atburða síðustu viku, þegar ferjan Baldur varð vélvana á Breiðafirði. Sú staðreynd að ferjan Baldur sé aðeins búin einni vél er með öllu óásættanlegt, hvort sem litið er til öryggis farþega ferjunnar eða til þess að ferjan siglir um sker og eyjar í friðuðum Breiðafirðinum. Mikið mildi þykir að vindátt var hagstæð svo ekki hlytist af alvarlegra slys.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að öryggi farþega sem sigla um Breiðafjörð verði tryggt og leggur ríka áherslu á að lokið verði við gerð viðbragðsáætlunar vegna ferjuslysa á Breiðafirði, sem lagt var til árið 2011 að yrði unnin. Óboðlegt er að núverandi ferja með eina vél hefji siglingar á ný að viðgerð lokinni, enda er traust íbúa til núverandi ferju ekkert, eftir ítrekaðar bilanir. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru langþreyttir á að fá annars flokks ferjur til að þjónusta siglingar um Breiðafjörð. Þá er með öllu óásættanlegt að ekki sé til taks varaskip til siglinga við aðstæður sem þessar, líkt og þekkist annars staðar á landinu. Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að öryggi farþega sem sigla um Breiðafjörð verði tryggt með öllum tilteknum ráðum og til skemmri tíma verði önnur öruggari ferja fengin til siglinga um Breiðafjörð.

Íbúar og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum treysta á öruggar siglingar um Breiðafjörð. Vegaframkvæmdum á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit er enn ekki lokið og þrátt fyrir bættar vegasamgöngur þá valda þungatakmarkanir og lokanir Klettsháls yfir veturinn því, að sunnanverðir Vestfirðir verða ígildi eyju. Við þær aðstæður þurfa íbúar og atvinnulíf að öllu leyti að treysta á öruggar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur því ríka áherslu á að til framtíðar verði ferjusiglingar um Breiðafjörð tryggðar með ferju sem uppfyllir þarfir og kröfur íbúa og atvinnulífs til framtíðar.

Samþykkt samhljóða

    Málsnúmer 2103036

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Auglýsing um ákvörðun ráðherra vegna neyðarstigs almannavarna af völdum Covid-19

    Lögð fram auglýsing nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabrigðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 vegna farsóttar af völdum Covid-19. Samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi.

    Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar, heimildin gildir til 30. apríl 2021.

    Til máls tók: varaforseti

    Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að notaður verði fjarfundabúnaður á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Einnig samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

    Samþykkt samhljóða

      Málsnúmer 2103038 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

      Lagður fyrir viðauki 1. við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði bæjarstjóra. Um er að ræða viðauka vegna tveggja verkefna að beiðni bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Annars vegar vegna viðauka við innviðagreiningu Vesturbyggðar frá 2019, þar sem áætlaður kostnaður er 1,5 m. kr. Kostnaðinum verður mætt með handbæru fé í B hluta. Hins vegar vegna könnunar og greiningu á hagkvæmni sameininga sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum, þar er áætlaður kostnaður 2,4 m. kr. og verður kostnaðinum mætt með framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

      Viðaukinn lækkar handbært fé í A og B hluta um 1,5 milljónir en hefur ekki áhrif á handbært fé í A hluta. Rekstrarkostnaður í A og B hluta eykst um 1,5 m. kr. og fer rekstrartap A og B hluta úr 29,5 m. kr. í 31 m. kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu A hluta.

      Til máls tók: varaforseti

      Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

        Málsnúmer 2103010 15

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Uppbygging fiskeldis og innviða á Vestfjörðum - samstarf sveitarfélaga

        Lögð fram greining á áhrifum fiskeldis á Vestfjörðum sem unnin var af KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu. Jafnframt var rædd tillaga Vestfjarðastofu um samstarf sveitarfélaga í málefnum fiskeldis á Vestfjörðum.

        Til máls tók: Varaforseti

        Bæjarstjórn óskar eftir því að greiningin verði kynnt bæjarfulltrúum sem fyrst. Þá staðfestir bæjarstjórn að Vesturbyggð taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á Vestfjörðum í málefnum fiskeldis, þannig að hafin verði vinna við gerð samfélagssáttmála um fiskeldi á Vestfjörðum. Samfélagssáttmálanum er ætlað að draga saman þá hagsmuni sem sveitarfélög hafa af fiskeldi í dag og til framtíðar, m.a. að tryggð verði eðlileg hlutdeild sveitarfélaga í þeirri opinberu gjaldtöku sem innheimt er af fiskeldi, uppbygging innviða, samfélagsleg ábyrgð og umhverfissjónarmið. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að málinu fyrir hönd Vesturbyggðar.

        Staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 2103037 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

          Lagðar fram uppfærðar teikningar frá Arnarlax af tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10. mars 2021. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna tímabundinna úrræða fyrir starfsmannaaðstöðu við Völuvöll á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir tilmælum Skipulagsstofnunar skv. leið b. í afgreiðslubréfinu. Farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota, hagsmunaðilarnir eru: Golfklúbbur Bíldudals, fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar sem fer með málefni íþróttasvæða og landeigendur Litlu- Eyrar. Breytt verði ákvæðum aðalskipulags um opið svæði til sérstakra nota(Ú2) þar sem heimiluð yrðu afnot af um 1 ha svæði fyrir tímabundið húsnæði, þ.e. án þess að landnotkun sé breytt. Setja þarf inn ákvæði um stærð svæðis, umfang mannvirkja og íbúðafjölda, innviði, tímalengd notkunar, frágang svæðis á notkunartíma og að notkunartíma loknum. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði frá leigusamningi við Arnarlax vegna svæðis undir tímabundið húsnæði ofan við Völuvöll til þriggja ára með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. Lögð er áhersla á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna.

          Til máls tók: Varaforseti

          Bæjarstjórn staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að vinna óverulega breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnum jákvæðum yfirlýsingum frá hagsmunaaðilum á svæðinu. Bæjarstjóra falið að undirbúa drög að leigusamningi við Arnarlax vegna svæðisins til þriggja ára að fenginni jákvæðri niðurstöðu óverulegrar breytingar á aðalskipulagi.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 2102001 8

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

            Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Hafnarbraut á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2021 til 19. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun, siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Setja þarf inn ákvæði um lágmarkshæð húss þar sem um er að ræða íbúðarsvæði á lágsvæði í samræmi við tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og siglingasviðs Vegagerðarinnar. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Til máls tók: Varaforseti

            Bæjarstjórn staðfestir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða tillöguna í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

              Málsnúmer 2010079 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Deiliskipulag - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

              Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar við íþróttahús á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 7. janúar 2021 til 19. febrúar 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir liggja fyrir frá Minjastofnun, siglingasviði Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Setja þarf inn ákvæði um lágmarkshæð húss þar sem um er að ræða íbúðarsvæði á lágsvæði í samræmi við tölvupóstsamskipti skipulagsfulltrúa og siglingasviðs Vegagerðarinnar. Skýra þarf betur að bílastæði sem sýnd eru á uppdrætti eru eingöngu leiðbeinandi, endanleg útfærsla skal koma fram á aðaluppdráttum. Afmarka þarf vel aðkomu að svæðinu sem og athafnasvæði fyrir verktaka þegar til framkvæmda kemur á lóðinni. Skiplags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Til máls tóku: Varaforseti og FM

              Bæjarstjórn staðfestir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða tillöguna í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

                Málsnúmer 2010080 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Hafnarbraut 9, lóðarleigusamningur.

                Lagður fram lóðaleigusamningur ásamt lóðablaði dags. 16. febrúar 2021 vegna lóðar við Hafnarbraut 9, Bíldudal fyrir 1.644 m2. lóð undir 10 íbúða íbúðahús sem úthlutað var skv. ákvörðun bæjarstjórnar 21. október 2020.

                Til máls tók: Varaforseti

                Bæjarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn og ítrekar mikilvægi þess að lóðahafar tryggi góða umgengni um framkvæmdasvæðið enda sé það við hlið tjaldstæðisins á Bíldudal.

                  Málsnúmer 2103039

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Patreksfjörður, götunöfn og húsnúmer.

                  Lagðar fram tillögur skipulags- og umhverfisráðs að götunöfnum á Patreksfirði, þar sem þörf var á breytingum eða götunöfn voru ekki til staðar. Tillögur ráðsins eru eftirfarandi:

                  1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
                  2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
                  3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
                  4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
                  5. Aðalstræti 112a-131 verði Björg. (Hafnað)

                  Tillagan var auglýst 17. febrúar og gefinn kostur á athugasemdum eða nýjum tillögum til og með 8. mars. Undirskriftalisti barst frá íbúum Aðalstrætis 112a - 131 þar sem áformum um breytt götunafn var harðlega mótmælt af 33 íbúum. Þá barst tillaga frá S. Páli Haukssyni um að vegur upp að harðfiskhjöllum utan við Mýrar verði Engjar og væri það í takt við önnur götunöfn á Patreksfirði en ákveðin sérstaða er varðandi götunöfn á staðnum, sbr. Hjallar, Hólar, Brunnar o.s.frv. Þá gerði bréfritari einnig tillögu að því að vegur upp að Félagsheimili Patreksfjarðar gæti heitið Stapar, en götuna á eftir að lengja upp að félagsheimili.

                  Skipulags- og umhverfisráð tók málið til umfjöllunar á 82. fundi ráðsins 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að götunöfn verði skv. lið 1-4 en Aðalstræti 112a-131 haldist óbreytt.

                  Til máls tóku: Varaforseti og FM.

                  Bæjarstjórn þakkar fyrir tillögurnar og ábendingar íbúa og staðfestir tillögu skipulags- og umhverfisráðs skv. lið 1 - 4 og felur byggingafulltrúa að ganga frá skráningu breyttra og nýrra götunafna á Patreksfirði.

                    Málsnúmer 2102010 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fundargerðir til kynningar

                    10. Menningar- og ferðamálaráð - 14

                    Lögð er fram til kynningar fundargerð 14. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 16. febrúar 2021. Fundargerðin er í 3 liðum.

                    Til máls tók: Varaforseti

                    Málsnúmer 2012006F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    11. Bæjarráð - 915

                    Lögð er fram til kynningar fundargerð 915. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 23. febrúar 2021. Fundargerðin er í 14 liðum.

                    Til máls tóku: Varaforseti, GE og bæjarstjóri.

                    Málsnúmer 2102008F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    12. Bæjarráð - 916

                    Lögð er fram til kynningar fundargerð 916. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. mars 2021. Fundargerðin er í 14 liðum.

                    Til máls tók: Varaforseti

                    Málsnúmer 2103001F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    13. Skipulags og umhverfisráð - 82


                    14. Hafna- og atvinnumálaráð - 29


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55