Hoppa yfir valmynd

Urðargata 21 - umsókn um lóð.

Málsnúmer 2206011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júlí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 23. maí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21b með það í huga að nýta gamla miðlunartankinn sem er á lóðinni sem undirstöðu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.
14. júlí 2022 – Bæjarráð

Þórkatla S. Ólafsdóttir vék af fundi.

Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 23. maí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21b með það í huga að nýta gamla miðlunartankinn sem er á lóðinni sem undirstöðu.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að úthlutunin yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að Oddi Þ. Rúnarssyni verði úthlutuð byggingarlóðin að Urðargötu 21b, Patreksfirði.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.
12. júlí 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Oddi Þór Rúnarssyni, dags. 28.júní 2023. Í erindið er óskað eftir byggingarlóðinni að Urðargötu 21a og sameiningu hennar við Urðargötu 21b.

Á 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs samþykkti ráðið að úthluta byggingarlóðinni að Urðargötu 21b til bréfritara. Í erindinu kom fram að áformað væri að nýta gamla miðlunartankinn sem stendur á Urðargötu 21b undir húsbyggingu. Nú er búið að meta ástands tanksins og steypunnar og er hann metinn hæfur sem undirstaða undir íbúðarhús, við skoðun tanksins kom í ljós að tankurinn stendur inn á lóðina að Urðargötu 21a.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að Urðargötu 21a verði úthlutað til bréfritara berist umsókn þess efnis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar Urðargata 21a og 21b verði sameinaðar í Urðargötu 21.
18. júlí 2023 – Bæjarráð

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.

Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var tekið fyrir erindi frá Oddi Þór Rúnarssyni, dags. 28.júní 2023. Í erindið er óskað eftir byggingarlóðinni að Urðargötu 21a og sameiningu hennar við Urðargötu 21b. Á 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs samþykkti ráðið að úthluta byggingarlóðinni að Urðargötu 21b til bréfritara. Í erindinu kom fram að áformað væri að nýta gamla miðlunartankinn sem stendur á Urðargötu 21b undir húsbyggingu. Nú er búið að meta ástands tanksins og steypunnar og er hann metinn hæfur sem undirstaða undir íbúðarhús, við skoðun tanksins kom í ljós að tankurinn stendur inn á lóðina að Urðargötu 21a.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að Urðargötu 21a verði úthlutað til bréfritara berist umsókn þess efnis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að lóðirnar Urðargata 21a og 21b verði sameinaðar í Urðargötu 21.

Bæjarráð samþykkir í umboði bæjarstjórnar að Urðargata 21a og 21b verði sameinaðar í Urðargötu 21.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.
11. september 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 5. ágúst 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21a. Umsækjandi hafði áður fengið úthlutaðri lóðinni að Urðargötu 21b. Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var samþykkt að sameina lóðirnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og sameining lóðanna grenndarkynnt.
13. september 2023 – Bæjarstjórn

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.

Tekið fyrir erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 5. ágúst 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21a. Umsækjandi hafði áður fengið úthlutaðri lóðinni að Urðargötu 21b. Á 108. fundi skipulags- og umhverfisráðs var samþykkt að sameina lóðirnar.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 109. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og sameining lóðanna grenndarkynnt.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun og sameiningu lóðanna og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inná fundinn.