Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. júlí 2022 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Framkvæmdaáætlun bæjarstjórnar - lagning vegar að fimm lóðum í Mórudal
Lagt fram erindi frá Unnari Þór Böðvarssyni, dags. 26. júlí 2021 og 30. júní 2022.
Í erindinu er óskað eftir að Vesturbyggð klári veglagningu að lóðunum á Langholti í Mórudal. Þar er lagt til að veglína fyrir svæðið á Langholti í Mórudal verði breytt frá núgildandi deiliskipulagi, þar sem vegstæðið verði fært og staðsett þar sem minni snjósöfnun verður. Með erindinu fylgir tillaga að breyttri legu aðkomuvegar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að kostnaðarmeta breytingar á aðkomuveginum eins og hann er sýndur á deiliskipulagi svæðisins annarsvegar og m.v. tillögu bréfritara hinsvegar.
2. Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi til sölu gistingar - Bjarkarholt
Lagt fram erindi ásamt fylgiskjölum dags. 1. júlí 2022 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um gististað í flokki 2 (Gististaður án veitinga) fyrir Gistiheimilið Bjarkarholt, 451 Vesturbyggð. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb hf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins. Rekstraraðili sýni einnig fram á að nægjanlegur fjöldi bílastæða fylgi starfseminni.
3. Ketildalir, Arnarfirði. Framkvæmdaleyfi ljósleiðari og rafmagn.
Erindi frá Vesturbyggð, dags 8.júlí 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafmagns í Ketildölum, Arnarfirði. Erindinu fylgir samþykki landeiganda í Hringsdal og Hvestu og Vegagerðarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 96. fundi sínum að að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi þegar jákvæð umsögn Minjavarðar liggur fyrir sem og landeigenda Grænuhlíðar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Skipulags- og umhverfisráð kallar eftir hnitsetningu á lagnaleiðinni þegar verkinu er lokið.
Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ofangreindum fyrirvörum.
4. Aðalstræti 9 - umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings
Erindi frá Óskari H. Gíslasyni og Fanney S. Gísladóttur, dags. 5. maí 2022. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 9, Patreksfirði þar sem lóðarmörkum er breytt á milli Aðalstrætis 7 og 9, ný lóðarmörk eru 1,35m frá húsvegg Aðalstrætis 7. Erindinu fylgir undirritað samkomulag milli lóðarhafa.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.
5. Aðalstræti 7 - umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings
Erindi frá Helga P. Pálmasyni og Sólveigu Á. Ísafoldardóttur, dags. 6. maí 2022. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalstræti 7, Patreksfirði þar sem lóðarmörkum er breytt á milli Aðalstrætis 7 og 9, ný lóðarmörk eru 1,35m frá húsvegg Aðalstrætis 7. Erindinu fylgir undirritað samkomulag milli lóðarhafa.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínumað endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.
6. Dalbraut 1 - umsókn um byggingarleyfi
Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Dalbraut 1 á Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt frá 10. maí til 10. júní 2022 með auglýsingu á heimasíðu Vesturbyggðar sem og send sérstaklega til lóðarhafa við Tjarnarbraut 2, Dalbraut 4 og 7, Hafnarbraut 6 og 8 og Smiðjustíg 1.
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga og engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að heimilt verði að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.
Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að veita byggingarheimild án deiliskipulagsgerðar skv. 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.
7. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun Íslands en tillagan var send til umsagnar til Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti að lóðin að Bjarkargötu 9 yrði felld út af skipulaginu, með það í huga að sú lóð verði nýtt undir lítið fjölbýli, að öðru leyti lagði ráðið til að tillagan yrði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Breyting á deiliskipulag ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra
Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi ofanflóðavarnargarða eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2022. Engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynning hefur farið fram skv. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að grenndarkynningin yrði samþykkt og óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð samþykkir grenndarkynninguna og óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
9. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Ein athugasemd barst frá Rækjuveri á auglýsingatíma og fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni en tillagan var send til umsagnar til Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.
Skipulags- og umhverfisráð vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs á 96. fundi sínum og bókaði eftirfarandi um málið:
Í athugasemd Rækjuvers ehf. er farið fram á að Vesturbyggð felli niður tillögu um lóðirnar Strandgötu 14A og 14B, og ennfremur tillögu um stækkun lóðarinnar Strandgötu 10-12 í átt að verksmiðjuhúsi Rækjuvers og að lóðarmörkum Strandgötu 14A. Ennfremur verði fallið frá götulagningu nánast upp að vegg verksmiðjuhúss Rækjuvers sjávarmegin.
Farið er fram á, að sjávarmegin við verksmiðjuhúsið verði a.m.k. 15-20 m. breitt athafnasvæði.
Í skipulaginu er ekki verið að stækka lóðina að Strandgötu 10-12 í átt að Rækjuver heldur er verið að minnka lóðina í átt að Rækjuveri og stofna tvær nýjar lóðir, Strandgötu 14A og 14B á því svæði sem áður tilheyrði Strandgötu 10-12. Lóðarmörk húss Rækjuvers ehf. sjávarmegin að Strandgötu eru við vegg hússins. Ráðið getur ekki fallist á að útbúa plan á svæðinu í stað byggingalóða en á landfyllingunni skapast hinsvegar tæplega 2200m2 plan/geymslusvæði.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt.
Hafna- og atvinnumálaráð tók undir bókun skipulags- og umhverfisráðs. Hafna- og atvinnumálaráð getur ekki séð að skipulagning nýrra iðnaðarlóða í grennd við Rækjuver ehf. hafi nokkur áhrif á starfsemi Rækjuvers ehf. Ekki eru áformaðar breytingar á vegi sem liggur neðan við Rækjuver.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti tillöguna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. Balar 2 - deiliskipulag
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2, uppdráttur og greinargerð dagsett 22. júní 2022. Skipulagið er unnið af Landhönnun slf.
Um er að ræða óbyggða lóð við Bala þar sem gert er ráð fyrir fjölbýli á tveimur hæðum fyrir allt að 15 íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna með 4 greiddum atkvæðum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. JG sat hjá við atkvæðagreiðslu og lætur bóka að hún hafi talið æskilegra að deiliskipulagið hafi tekið mið af núverandi fjölbýlishúsi við Bala 4-6 og væri samsíða því húsi, líkt og önnur fjölbýlishús á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.
11. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Hóls, Bíldudal, uppdráttur og greinargerð dagsett 9. júní 2022.
Í deiliskipulaginu eru skilgreindar 56 íbúðir, 24 einbýli, 6 parhús, 4 raðhúsum og einu fjölbýli fyrir 6 íbúðir. Gert er ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum á bæjarlandi en innan lóða er lagt til leysa ofanvatn af þökum eins og hægt er. Fyrir liggur fornleifaskráning fyrir svæðið.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að tillagan verði samþykkt og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Aðalstræti 133. Umsókn um lóð.
Erindi frá Þormari Jónssyni, dags. 4.júlí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Aðalstræti 133, Patreksfirði.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að úthlutunin yrði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir að Þormari Jónssyni verði úthlutuð byggingarlóðin að Aðalstræti 133, Patreksfirði.
13. Langholt 3. Umsókn um lóð.
Erindi frá Silju B. Ísafoldardóttur og Þórði Sveinssyni, dags. 26.júní 2022. Í erindinu er sótt um smábýlalóðina að Langholti 3, Krossholtum.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að úthlutunin yrði samþykkt og vakti athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að svæðinu skv. deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar en vekur athygli umsækjenda á því að unnið er að lausn á aðkomu að svæðinu sbr. bókun 1. fundarliðar.
14. Urðargata 21 - umsókn um lóð.
Þórkatla S. Ólafsdóttir vék af fundi.
Erindi frá Oddi Þ. Rúnarssyni, dags. 23. maí 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Urðargötu 21b með það í huga að nýta gamla miðlunartankinn sem er á lóðinni sem undirstöðu.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 96. fundi sínum að úthlutunin yrði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir að Oddi Þ. Rúnarssyni verði úthlutuð byggingarlóðin að Urðargötu 21b, Patreksfirði.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kom aftur inn á fundinn.
15. Veiðileyfi í Vesturbotni - Lúsasmit og heisufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum
Erindi frá Evu D. Jóhannesdóttur, verkefnastjóra Rorum, dags. 8.júlí. Í erindinu er óskað eftir leyfi Vesturbyggðar til að stunda veiðar inní Vesturbotni að landi Vesturbyggðar í Patreksfirði. Tilgangur veiðanna er að kanna lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Evu D. Jóhannesdóttur, verkefnastjóra Rorum verði heimilt að veiða lax inní Vesturbotni að landi Vesturbyggðar í Patreksfirði.
16. Könnun um innleiðingu hringrásarhagkerfis
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra Sveitarfélga, dags. 11. júlí 2022. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið svari könnun um innleiðingu hringrásarhagkerfis, sem unnin er í tengslum við verkefnið - Samtök um hringrásarhagkerfi - sem sambandið hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þær miklu breytingar sem framundan eru, m.a. vegna nýrra lagaákvæða um úrgangsmál sem taka gildi 1. janúar 2023.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að svara könnuninni.
17. Ósk um umsögn - Aðalskipulag Reykhólahrepps
Tekið fyrir erindi frá Reykhólahrepp með tölvupósti, dags. 11.júlí, þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um tillögu að aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034.
Bæjarráð vísar erindinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs.
18. Flutningur verkefna frá Bæjartúni hses. til Brákar hses.
Erindi frá framkvæmdarstjóra Brákar hses, dags. 7.júlí 2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki Vesturbyggðar vegna flutnings verkefna frá Bæjartúni hses. yfir til Brákar hses.
Bæjarráð samþykkir að fyrirhuguð framkvæmdaverkefni, sem Bæjartún hses hefur aðkomu að í Vesturbyggð, færist yfir til Brákar hses.
Bæjarráð felur Gerði Sveinsdóttur, staðgengli bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. Vesturbyggðar.
Til kynningar
19. Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.júli þar sem fulltrúum sveitarfélaga er boðið á upplýsinga- og samráðsfund á Teams 31. ágúst kl. 08:00-09:00.
Samband íslenskra sveitarfélaga fékk á síðasta ári styrk úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021.
Á fundinum verður farið yfir framgang og stöðu innleiðingar í þáttökusveitarfélögunum og rætt um möguleika til áframhaldandi stuðnings og samstarfs.
20. Fundargerðir nr. 910 og 911 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 910. og 911. fundum stjórnar.
21. Styrkvegir 2022 umsóknir
Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar, dags. 24. júní. Í erindinu er tilkynnt um fjárveitingu til styrkvega árið 2022 þar sem Vesturbyggð fær 5 millj. úthlutað.
22. Samráð á skipulagsstigi vegna samgangna
Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dags. 12. júlí. Í erindinu er vakin athygli á mikilvægi samráðs á skipulagsstigi vegna samgangna enda séu góðar samgöngur og umferðaröryggi hagsmunir allra.
Þá er vakin athygli á leiðbeiningum sem heita "Vegir og Skipulag" sem er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með leiðbeiningunum er ætlað að stuðla að skilvirku samráðsferli og leitast við að lágmarka óvissu um ábyrgð og skyldur aðila.
23. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa
Geir Gestsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram til kynningar fundargerð 3. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 6. júlí 2022. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15