Málsnúmer 2306039
27. júní 2023 – Menningar- og ferðamálaráð
Ræddar voru mögulegar umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2023.
31. ágúst 2023 – Menningar- og ferðamálaráð
Samkvæmt verkferli Vesturbyggðar við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hefur menningar- og ferðamálaráð það hlutverk að rýna og gera tillögu til bæjarráðs um verkefni sem Vesturbyggð sækir um í sjóðinn fyrir. Ráðið notast við matrixu við kortlagningu á mögulegum verkefnum fyrirframgreindum af menningar- og ferðamálafulltrúa. Matsþættir matrixunnar eru byggðir á áherslum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Hverju og einu verkefni voru gefin stig skv. matsþáttum matrixunnar. M.t.t. heildarmats ráðsins leggur það til við bæjarráð að sótt verði um fyrir verkefnunum Laugerneslaug, skógræktarsvæðið á Bíldudal og útsýnispallur á Strengfelli, með fyrirvara um samþykki landeigenda og er menningar- og ferðamálafulltrúa falið að leita samþykkis þeirra.
12. september 2023 – Bæjarráð
Bæjarráð þakkar fyrir góða vinnu og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í þau verkefni sem hún metur í samráði við Vestfjarðastofu að falli reglum sjóðsins og séu líkleg til að hljóta styrk.