Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #181

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. ágúst 2013 og hófst hann kl. 08:00

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Orkubú umsókn um framkvæmdaleyfi lagning háspennustrengs við flugvöll í Sauðlauksdal

    Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Fyrirhugað er að leggja háspennustreng frá landtaki sæstrangs í Sauðlauksdal að rofahúsi sem ætlunin er að setja um 50 metra frá þjóðvegi. Einnig er ætlunin að leggja tvo strengi og ídráttarrör frá rofahúsinu að flugvallarhúsi.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki landeiganda.

      Málsnúmer 1307051

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Orkubú umsókn um stöðuleyfi fyrir rofahús

      Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir stöðuleyfi fyrir rofahús í Sauðlauksdal í tenglsum við lagningu nýs háspennustrengjar.

      Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en áréttar að leyfi landeigenda verður að liggja fyrir.

        Málsnúmer 1307049

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100

        Tekin fyrir matslýsing vegna deiliskipulags hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 dagsett 12.08.2013 unna af Landmótun. Fyrihuguð deiliskipulagstillaga mun innifela flóðvarnir sem verja eiga byggingar sem standa við Aðalstræti 98-100 og Aðalstræti 110. Um er að ræða gerð tveggja leiðigarða, einn smágarður ásamt fyllingum og skeringum. Byggingar sem á að verja eru innan hættusvæðis C skv. samþykktu hættumati fyrir byggðina en eftir aðgerðina munu þær falla undir hættusvæði A. Samkvæmt viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 falla snjóflóðavarnir undir framkvæmdir er kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum. Vísað er til greina 2.a. um námuiðnað og efnistöku og 11.k. um snjófljóðavarnagarða til varnar þéttbýli í öðrum viðauka laganna. Markmið með deiliskipulaginu er að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér.

        Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010

          Málsnúmer 1308015 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um færslu á ljósastaur við Aðalstræti 83

          Fyrirspurn frá GINGI teiknistofu f.h. eigenda Aðalstrætis 83.
          Óskað er eftir að fá að færa ljósastaur um c.a. 8,5 metra svo verði við horn Aðalstrætis 85.
          Staurinn er steyptur, og lagt er til að hann sé færður t.d. að Pakkhúsinu gegnt Salthúsinu og væru þá öll húsaröðin á eyrinni með samskonar staurum og staurinn sem fyrir er við Pakkhúsið yrði færður að Aðalstræti 85.

          Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið og tekur áhuga íbúa fagnandi er vilja viðhalda hverfisvernd húsanna á eyrinni. Nefndin felur Byggingarfulltrúa að meta möguleikann á að flytja staurana í samráði við Orkubú Vestfjarða.

            Málsnúmer 1308005

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fyrirspurn um að breyta Mikladalsvegi 2a í verkstæði.

            Fyrirspurn frá GINGI teiknistofu um að rífa húsið er stendur við Mikladalsveg 2a og reisa nýtt verkstæðishús að stærð 280m2. Erindið er sent f.h. eiganda lóðarinnar, þeirra Gunnars Sean Eggertssonar og Davíðs Páls Bredesen, Vélaverkstæði Patreksfjarðar ásamt Smur- og dekkjaþjónustunnar.

            Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu og felur byggingarfulltrúa að boða hagsmunaaðila á næsta fund nefndarinnar.

              Málsnúmer 1308017 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaðurinn á Patreksfirði. Dalbraut 14, Bíldudal. Umsögn vegna rekstrarleyfis.

              Erindi frá Sýslumanninum á Patreksfirði. Erindinu fylgir ósk um umsögn vegna umsóknar Þuríðar Hjálmtýsdóttur kt. 030354-2309 um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II í húsnæði að Dalbraut 14, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar.

              Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að svara sýslumanni.

                Málsnúmer 1212053 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Orkubú umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðbyggingar við rafstöðvarhús á Bíldudal, Hafnarteig

                Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir stækkun lóðar við Hafnarteig og byggingu nýrrar aðveitustöðvar á fyrrgreindri lóð. Stækkun stöðvarinnar stafar m.a. af aukinni raforkuþörf Kalkþörungaverksmiðjunnar. Óskað er eftir viðbrögðum Vesturbyggðar við framkvæmdinni sem felur í sér eftirtalin atriði. IA vék af fundi.

                1. Afmörkun lóðarinnar.
                2. Viðbyggingu við aðveitustöðina.
                3. Aðkomuleið niður með Tjarnarbraut 8.
                4. Staðsetning færanlegrar varaaflsvélar norðaustan við aðveitustöðina.
                5. Lagning 66- og 11kV strengja frá spennistöð ofan byggðar og að aðveitustöð við Hafnarteig.

                Skipulags- og byggingarnefnd vísar í samþykkt nefndarinnar á 174. fundi.

                  Málsnúmer 1308018

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.

                  IA kom aftur inn á fundinn. Lögð fram skipulag- og matsslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal. Lýsingin er dagsett 15.08.2013 og er unnin af Landmótun.

                  Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að iðnaðarsvæði I3 verði stækkað til suðurs að hætturmatslínum fyrir tengda starfsemi. Nefndin samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010

                    Málsnúmer 1307062 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00