Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #81

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn lóð 1, dagsett 9. Júlí 2020 breytt 29. janúar 2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 2004024 12

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

    Tekin fyrir að nýju tillaga að deilskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, dagsett 25. febrúar 2020 breytt 11. janúar 2021.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 2004019 12

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Arnarbakki 5. Umsókn um byggingaráform.

      Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Arnarbakka 5, Bíldudal. Óskað er eftir að fá að reisa 179 m2 parhúsi við Arnarbakka 5, Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt frá 15. janúar 13. febrúar 2021.

      Ábending barst frá húseigendum Arnarbakka 8 þar sem bent var á bílastæðaskort við götuna, jafnframt var bent á að hægt væri að koma nýjum bílastæðum við götuna ef gangstétt á milli Arnarbakka 6 og 8 yrði færð fjær vegi.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna og leggur jafnframt til að fjölgað verði bílastæðum við götuna líkt og kom fram í ábendingu.

        Málsnúmer 2101022 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Balar 13-15, umsókn um byggingaráform.

        Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Bala 13-15, Patreksfirði. Óskað er eftir að fá að reisa 251,8 m2 parhús við Bala 13-15 (hvor íbúð er 125,9m2), Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt frá 15. janúar 13. febrúar 2021.

        Athugasemd barst frá húseigenda að Brunnum 8, Patreksfirði. Gerð er athugasemd um að ekki sé gert ráð fyrir gangstétt á Bölum. Þar sé mikið um börn að leik og gangandi umferð bæði barna og fullorðinna, stór græn svæði og leikvöllur.

        Fyrirhugaðar nýbyggingar að Bölum 9-15 útiloka ekki gerð gangstéttar við götuna og nægilegt pláss er fyrir gangstétt við ofanverða götuna og gerir skipulags- og umhverfisráð tillögu um að hún verði staðsett þar.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.

          Málsnúmer 2101021 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Balar 9-11, umsókn um byggingaráform.

          Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Bala 9-11, Patreksfirði. Óskað er eftir að fá að reisa 251,8 m2 parhús við Bala 9-11 (hvor íbúð er 125,9m2), Patreksfirði. Áformin voru grenndarkynnt frá 15. janúar 13. febrúar 2021.

          Athugasemd barst frá húseigenda að Brunnum 8, Patreksfirði. Gerð er athugasemd um að ekki sé gert ráð fyrir gangstétt á Bölunum. Þar sé mikið um börn að leik og gangandi umferð bæði barna og fullorðinna, stór græn svæði og leikvöllur.

          Fyrirhugaðar nýbyggingar að Bölum 9-15 útiloka ekki gerð gangstéttar við götuna og nægilegt pláss er fyrir gangstétt við ofanverða götuna og gerir skipulags- og umhverfisráð tillögu um að hún verði staðsett þar.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.

          Jón Garðar Jörundsson vék af fundi.

            Málsnúmer 2101020 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

            Erindi frá Arnarlax hf, dags. 26. janúar 2021. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði ofan við Völuvöll, Bíldudal. Skv. umsókn er um gámaeiningar að ræða fyrir allt að 40 manns með alrými með eldhúsi o.fl. Húsnæðið er hugsað til 3-5 ára. Skv. umsókn hefur reynst erfitt að manna vaktir í sláturhúsi vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar þar sem starfsmennirnir hafa verið búsettir í öðrum þéttbýliskjörnum, en vaktir í sláturhúsi eru áætlaðar frá 04:00 - 22:00.

            Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota og samræmist sú landnotkun ekki áætlunun umsækjenda. Í endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem nú er í vinnslu verður svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði. Um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða.

            Í ljósi þess mikla húsnæðisvanda sem skapast hefur á Bíldudal í kjölfar fjölgunar íbúa, tekur skipulags- og umhverfisráð jákvætt í erindi Arnarlax um aðstöðu fyrir tímabundna búsetu á fyrirhuguðu íbúðasvæði (skv. tillögu að aðalskipulagi 2018-2035) við Völuvöll. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna sem skal ekki vera hugsuð til lengri tíma en þriggja ára.

            Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við bæjarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

            Endanlegt leyfi verði ekki veitt fyrir en gengið hefur verið frá samkomulagi við fyrirtækið um skilyrði fyrir svæðinu.

            Jón Garðar Jörundsson kom aftur inn á fundinn

              Málsnúmer 2102001 8

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Patreksfjörður, götunöfn og húsnúmer.

              Byggingarfulltrúi fór yfir götunöfn á Patreksfirði, víða á hafnarsvæðinu eru götunöfn ekki til staðar og þ.a.l. staðföng ekki rétt. Þá er búið að taka Aðalstrætið í sundur á tveimur stöðun, við Litladalsá og Mikladalsá. Utan við Mýrar eru hjallar og ber vegurinn þar ekkert nafn. Við hafnarkantinn á Patrekshöfn standa mörg hús og kanturinn hefur ekkert skilgreint nafn.

              Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi nöfn.

              1. Vegur frá Aðalstræti 1 og niður á hafnarkant beri nafnið Hafnargata.
              2. Vegur upp að hjöllum utan við Mýrar verði Fjósadalur.
              3. Hafnarkantur á Patrekshöfn verði Hafnarbakki.
              4. Vegur á milli Þórsgötu og Eyrargötu verði Oddagata.
              4. Aðalstræti 112a-131 verði Björg.

              Byggingarfulltrúa falið að auglýsa tillögu ráðsins á heimasíðu Vesturbyggðar og óska eftir athugasemdum og kynna á næsta fundi ráðsins, nýjar tillögur eru velkomnar.

                Málsnúmer 2102010 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035

                Fyrir liggur tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan samanstendur af greinargerð aðalskipulags, forsendur og umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:75.000, þéttbýlisuppdrætti af Patreksfirði og Bíldudal í mælikvarðanum 1:10.000.

                Tillagan var forkynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga í nóvember 2020 en einnig kynnt á íbúafundi sem fór fram með rafrænum hætti þann 9. febrúar 2021.

                Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                  Málsnúmer 2002127 17

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  9. Mál nr. 370 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Ósk um umsögn

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 26. janúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

                    Málsnúmer 2101061 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00