Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #796

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. mars 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Erindisbréf fjallskilanefndar

    Lagt fram erindisbréf fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhepps, máli sem vísað var til bæjarráðs á 307. fundi bæjarstjórnar 15. mars sl.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að endurskoða erindisbréf fjallskilanefndar í samráði við Tálknafjarðarhrepp.

      Málsnúmer 1311071 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Félag lesblindra á Íslandi - styrkbeiðni.

      Lagt fram tölvubréf dags. 13. mars sl. frá Félagi lesblindra á Íslandi með beiðni um styrk vegna ráðstefnu um vanlíðan lesblindra barna og fullorðinna.
      Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

        Málsnúmer 1703034

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Jón Kr. Ólafsson - styrkbeiðni.

        Lagt fram bréf dags. í mars 2017 frá Jóni Kr. Ólafssyni með beiðni um styrk vegna tónleikahalds í Kaupmannahöfn í byrjun maí nk.
        Bæjarráð samþykkir 50.000 kr. styrk til fararinnar og bókist styrkurinn á 05089-9990.

          Málsnúmer 1703040

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2017.

          Lagt fram bréf ódags. frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 24. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16:00.
          Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.

            Málsnúmer 1703033

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerð stjórnar.

            Lagt fram fundarboð á málþing Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið verður föstudaginn 31. mars nk. á Ísafirði um svæðisskipulag Vestfjarða.
            Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og skrifstofustjóra að sækja ráðstefnuna.

              Málsnúmer 1702050 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Vesturbyggð - endurskoðun á aðalskipulagi.

              Lögð fram skýrslan „Vesturbyggð-endurskoðun á aðalskipulagi“ dags. 6. mars sl. frá Landmótun sf. með tímaáætlun og kostnaðaráætlun vegna endurskoðunar á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, máli sem vísað var til bæjarráðs á 307. fundi bæjarstjórnar 15. mars sl.
              Bæjarráð samþykkir framlagðar tíma- og kostnaðaráætlanir fyrir endurskoðun aðalskipulags Vestfjarða og vísar fjármögnun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

                Málsnúmer 1703028 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.

                Lagt fram kauptilboð í Stekka 21 frá Stekkabóli ehf. að upphæð 16 millj.kr.
                Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
                Lagt fram tölvubréf frá forstöðumanni tæknideildar með kostnaðaráætlun að skipta um festingar á handriði sundlaugar í íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð.
                Bæjarráð samþykkir að fara í framkvæmdirnar.
                Lagt fram drög ásamt fylgiskjali að endurnýjun gildandi vátryggingarsamnings við VÍS með framlengingu hans til 31. desember 2021.
                Bæjarráð samþykkir að framlengja gildandi vátryggingarsamning við VÍS til 31. desember 2021.
                Lagt fram tölvubréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 2. febrúar sl. þar sem tilkynnt er um að lánsumsókn Vesturbyggðar vegna ársins 2017 hefur verið samþykkt.
                „Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 302.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 að fjárhæð 100 milljónir króna, til að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 120 milljónir króna, framkvæmdir og endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði 59 milljónir króna og framkvæmdir við vatnsveitur og fráveitu 23 millj.kr. sbr. lög um um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
                Jafnframt er Friðbjörgu Matthíasdóttur starfandi bæjarstjóra Vesturbyggðar kt. 060269-4329, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

                  Málsnúmer 1701012 19

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Vesturbyggð.

                  Lagt fram yfirlit kostnaðar vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði á árinu 2016.
                  Bæjarráð samþykkir að veita styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði fyrir ferðamenn á árinu 2017 og felur bæjarstjóra að semja við Westfjords Adventures í kjölfar auglýsingar.

                    Málsnúmer 1702052 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fiskeldisnám og rannsóknir.

                    Lagt fram minnisblað dags. 13. mars sl. frá fundi haldinn í Reykjavík um fiskeldisnám og rannsóknir á sunnanverðum Vestfjörðum.
                    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Smára Haraldsson á grundvelli fyrirliggjandi samnings um verkstjórn hans fyrir verkefninu „Fiskeldisnám og rannsóknir á sunnanverðum Vestfjörðum“ og vísar fjármögnun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

                      Málsnúmer 1703011 8

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Orkustofnun - efnistaka Björgunar ehf. í Fossfirði, beiðni um umsögn.

                      Lagt fram bréf dags. 10. mars sl. frá Orkustofnun með beiðni um umsögn vegna umsóknar Björgunar ehf um leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni í Fossfirði við Arnarfjörð.
                      Bæjarráð leggur áherslu á að haft verði samráð við eigendur aðliggjandi lands um efnistökuna og að hún samræmist samþykktri nýtingaráætlun Arnarfjarðar.

                        Málsnúmer 1703031

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Sögufélag Barðastrandarsýslu - beiðni um afnot af grunni.

                        Lagt fram tölvubréf dags. 17. mars sl. frá verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð með beiðni f.h. verkefnahóps á afnotum af gömlum grunni fyrirhugaðs þvottahúss/efnalaugar við Aðalstræti, Patreksfirði fyrir verkefnið „Stapar ljóðlistarverk“.
                        Bæjarráð gerir ekki athugsemd við nýtingu hússgrunnsins.

                          Málsnúmer 1703042 3

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Til kynningar

                          12. Allsherjar-og menntamálanefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um orlof húsmæðra.

                          Lagt fram tölvubréf dags. 10. mars sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál.
                          Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar framkomnu frumvarpi um afnám laga um orlof húsmæðra enda lögin barns síns tíma og eru ekki í anda þess jafnréttis sem skal ríkja um jafnan rétt kvenna og karla í þjóðfélaginu.

                            Málsnúmer 1703032

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Allsherjar- og menntamálanefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um útlendinga.

                            Lagt fram tölvubréf dags. 16. mars sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl.), 236. mál.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1703039

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Umhverfis- og samgöngunefnd - beiðni um umsögn, frumvarp til laga um samgöngur.

                              Lagt fram tölvubréf dags. 15. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 233. mál.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1703038

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Efnahags- og viðskiptanefnd - beiðni um umsögn. frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

                                Lagt fram tölvubréf dags. 14. mars sl. frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál.
                                Lagt fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1703037

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10