Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #894

Fundur haldinn í fjarfundi, 21. apríl 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ)
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2019

Lögð fram drög að ársreikningi Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2019.
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu atrið í ársreikningnum og svaraði spurningum nefndarmanna.
Bæjarráð vísar ársreikningi 2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Málsnúmer 2004028 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Flýting framkvæmda vegna áhrifa Covid-19

    Lagt fram yfirlit sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Sviðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir yfirlitið og svaraði spurningum bæjarráðs.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjórum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

      Málsnúmer 2004023

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Ástand vega í Vesturbyggð

      Bæjarráð vekur athygli á úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum sem gefin var út í júlí 2019. Þar kemur fram að Bíldudalsvegur er 100% ónýtur vegur. Vegurinn kemur óvenju illa undan vetri og er gríðarleg slysahætta á mörgum stöðum vegarins. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að flýta vegaframkvæmdum á þessari leið, en hluti er þegar á samgönguáætlun. Ef fram fer sem horfir má búast við auknu álagi á veginn með tilliti til stóraukinna þungaflutninga bæði innan svæðis sem og til og frá svæðinu. Hafa ber í huga að tvö framleiðslufyrirtæki í Vesturbyggð eru skilgreind sem kerfislega og efnahagslega mikilvægar einingar, Arnarlax ehf. og Oddi ehf. Fjöldi starfsfólks þarf að komast til og frá vinnu og því þurfa samgöngur milli þéttbýlisstaða að vera greiðar, þar sem búseta starfsfólks er dreifð yfir sunnanverða Vestfirði. Ein af forsendum þess að atvinnurekstur af þessum toga geti þrifist og að svæðið skuli skilgreint sem eitt atvinnusvæði eru góðar og greiðfærar samgönguleiðir.

      Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á stjórnvöld að taka þessu máli alvarlega og að ástandi vega í Vesturbyggð og á sunnanverðum Vestfjörðum verði veitt aukin athygli og brugðist verði við ástandi veganna af miklum krafti. Í Vesturbyggð þarf að huga að jarðgangnaframkvæmdum svo tengja megi þéttbýliskjarna sunnanverða Vestfjarða saman með viðunandi hætti með jarðgöngum um Hálfdán (500 m.yfir sjávarmáli) og Mikladal (369 m. yfir sjávarmáli). Þá þurfa vegir til og frá sunnanverðum Vestfjörðum að vera greiðfærir til þess að íbúar geti sótt nauðsynlega þjónustu og hægt sé að koma vörum til og frá svæðinu. Í því samhengi er viðeigandi að ítreka mikilvægi þess að áform um veglagningu um Gufudalssveit, upp úr Arnarfirði og Dynjandisheiði verði flýtt.

        Málsnúmer 2002094 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Frestun á greiðslum fasteignagjalda vegna Covid-19

        Lagt fram minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. apríl 2020 vegna heimildar sveitarfélaga til að fresta greiðslu fasteignaskatta ásamt drögum að verklagsreglum Vesturbyggðar.

        Bæjarráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum. Afgreiðslu vísað til bæjarstjórnar.

          Málsnúmer 2004021 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Hlutverk Fasteigna Vesturbyggðar ehf.

          Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Fasteigna Vesturbyggða ehf. dags. 17. apríl 2020 ásamt samþykktum og stofnskjölum félagsins frá árinu 2003. Í minnisblaði framkvæmdastjóra er óskað eftir því hver framtíðarsýn bæjarstjórnar Vesturbyggðar skuli vera fyrir félagið og hver skuli vera tilgangur þess.

          Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að vinna að frekari tillögum í samræmi við umræður á fundinum.

            Málsnúmer 2003063 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Tilraunaverkefni í húsnæðismálum - Aðalstræti 63, Patreksfirði

            Lögð fram drög að samkomulagi Vesturbyggðar við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um verkefni til að rjúfa stöðnun í húsnæðismálum í Vesturbyggð vegna ráðstöfunar á Aðalstræti 63, á Patreksfirði í tilraunaverkefni í húsnæðismálum á landsbyggðinni.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

              Málsnúmer 2003047

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Ráðning leikskólastjóra Arakletti

              Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna ráðningar leikskólastjóra á leikskólanum Arakletti dags. 17. apríl 2020. Bæjarráð tekur undir tillögu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mælir með ráðningu viðkomandi. Vísar málinu til bæjarstjórnar.

                Málsnúmer 2004029 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Patreksskóli - skóladagatal 2020-2021

                Lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs af 60. fundi ráðsins 15. apríl 2020 vegna breytinga á skóladagatali leikskóladeildar Patreksskóla.

                Bæjarráð staðfestir dagatal leikskóladeildar með fyrirvara um breytingar á sumarlokun 2021 og lokun um jól og áramót. Leikskóladeild lokar á milli jóla og nýjárs.

                  Málsnúmer 2003007 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Sumarlokanir í leikskólum - ósk um breytingu á dagatali

                  Lagt fram bréf skólastjórnenda leik- og grunnskóla í Vesturbyggð dags. 3. mars 2020 þar sem óskað er eftir breytingum á skóladagatali. Einnig er lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs af 60. fundi ráðsins 15. apríl 2020 um málið, þar sem lagt er til að lokað verði milli jóla og nýárs 2020-2021. Ráðið telur óæskilegt að breyta sumarlokun 2020 en að skoða þurfi vel sumarlokun 2021 með tilliti til nýrra kjarasamninga.

                  Bæjarráð samþykkir lokun leikskóla og leikskóladeildar á milli jóla og nýárs en tekur undir bókun fræðslu- og æskulýsðsráðs um að ekki skuli breyta sumarlokun 2020.

                    Málsnúmer 2004003 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Hitaveita fyrir Bíldudal

                    Lagður fram tölvupóstur dags. 10. apríl 2020 frá Ragnar Sæ Ragnarssyni f.h. Varmaorku ehf. vegna nýtingar jarðhitavatns til húshitunar á Bíldudal og í nágrenni. Í erindinu er horft til borunar eftir vatni í Dufansdal. Í erindinu er óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar til verkefnisins.

                    Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarstjórnar.

                      Málsnúmer 2004030 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      11. Umhverfisvottun Vestfjarða

                      Lagt fram til kynningar bréf Vestfjarðastofu dags. 2. apríl 2020 þar sem tilkynnt er um að gengið hafi verið frá umhverfisvottun sveitarfélaga fyrir árið 2019 á Vestfjörðum.

                        Málsnúmer 2004010

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Framtíð Breiðafjarðar, erindi

                        Lagt fram til kynningar bréf Breiðafjarðarnefndar dags. 30 mars 2020 vegna athugasemda við kynningarfundi Breiðafjarðarhefndar um framtíð Breiðafjarðar og framgöngu, yfirlýsingar og stefnu nefndarinnar.

                          Málsnúmer 1909035 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

                          Lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur milli Vesturbyggðar og Suðurverk hf. um ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Urðir, Hólar og Mýrar.

                            Málsnúmer 2004026 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fjárfestingar ár 2019

                            Lagt fram til kynningar bréf Vesturbyggðar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 8. apríl 2020 vegna fjárfestinga og eftirlit með framvindu þeirra á árinu 2019.

                              Málsnúmer 2002220 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Fjárhagsáætlun 2020

                              Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 6. apríl 2020 vegna gerð viðauka og jafnvægi í rekstri vegna breytinga á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 með lögum nr. 25/2020 um breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

                                Málsnúmer 1904046 18

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Smávirkjanir á Vestfjörðum

                                Lögð fram til kynningar frumúttekt Verkís á smávirkjanakostum á Vestfjörðum sem unnin var fyrir Vestfjarðastofu.

                                  Málsnúmer 2004014

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Frestun aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

                                  Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 7. apríl 2020 um frestun aðalfundar Lánasjóðs 2020.

                                    Málsnúmer 2004015

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Breyting 13. gr. sveitarstjórnarlaga - ákvæði til bráðabirgða

                                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 2. apríl 2020 vegna breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 með lögum nr. 25/2020 um breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

                                      Málsnúmer 2004004

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      19. 880. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                                      Lögð fram til kynningar fundargerð 880. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 27. mars 2020.

                                        Málsnúmer 2004001

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30