Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #956

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. febrúar 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Formlegar sameiningaviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Á fundi verkefnastjórnar um óformlegar sameiningaviðræðnur Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem haldinn var 1. febrúar sl. var samþykkt samhljóða að vísa tillögu um að hefja formlegar sameiningaviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar til sveitarstjórna sveitarfélaganna. Verði tillagan samþykkt er óskað eftir því að hvort sveitarfélag tilnefni þrjá sveitarstjórnarfulltrúa í samstarfsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að skipa sex fulltrúa í samstarfsnefnd, þ.e. þrír frá hvoru sveitarfélagi, sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í samræmi við 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Stefnt skuli að því að samstarfsnefndin skili áliti sínu til sveitarstjórna í maí næstkomandi með það fyrir augum að formleg kynning tillögunnar hefjist í ágúst og að kjördagur verði fyrir lok árs 2023. Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu nánari verkáætlun og tímaramma.

Tillaga þessi er lögð fram í kjölfar óformlegra viðræðna fulltrúa sveitarfélaganna og samráðs við innviðaráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn skipi fulltrúa Vesturbyggðar til setu í samstarfsnefndinni.

    Málsnúmer 2302039 9

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

    Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar. Viðaukinn er lagður fyrir vegna kostnaðar við aðstöðu fyrir dagforeldra á Patreksfirði áamt kostnaðar til að tryggja dagforeldri lágmarkstekjur óháð fjölda barna. Reglur um dagforeldra á Patreksfirði voru lagðar fyrir á 27. fundi fræðslu og æskulýðsráðs og er viðaukinn í samræmi við þær. Kostnaður við verkefnið eru áætlaðar að hámarki 3,9 milljónir og er lagt til að launakostnaður á Arakletti verði lækkaður á móti þar sem ekki þarf að ráða inn viðbótarstarfsfólk fyrr en seinna á árinu en áætlun gerði ráð fyrir að það yrði gert í upphafi árs.

    Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

    Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Málsnúmer 2302026 10

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Borgað þegar hent er í byrjun árs 2023 - meðhöndlun úrgangs

      Lagðar verða fram tillögur að breytingum á samþykktum um meðhöndlun úrgangs á milli umræðna í bæjarstjórn.

      Bæjarráð leggur til að gerðar verði breytingar á samþykktum Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs milli umræðna í bæjarstjórn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fyrir tillögur fyrir bæjarstjórn að breytingum á samþykktunum, til að auka möguleika íbúa til að lækka hjá sér kostnað vegna úrgangsmála. Breytingarnar fela í sér sérreglur fyrir fjölbýlishús þ.e íbúðarhúsnæði með tveimur íbúðum eða fleiri, um samnýtingu sorpíláta, breytingu á fjölda og stærð sorpíláta, sem og heimild til undanþágu á sorpíláti fyrir lífúrgang ef íbúi stundar sannanlega heimajarðgerð.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa íbúafundi til að fara yfir úrgangsflokkun og kynna þær breytingar sem hafa tekið gildi á árinu 2023.

        Málsnúmer 2301004 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Samningur um áætlunarflug um Bíldudalsflugvöll

        Samningstími útboðs Vegagerðarinnar á áætlunarflugi til og frá Bíldudal rennur út 31. október 2023 með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Vilji er til að fara yfir verkefnið.

        Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort flugreksturinn sé í samræmi við útboð, hver nýting flugsæta er og hvort möguleiki sé á að fjölga ferðum eða flugsætum.

          Málsnúmer 2011035

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

          Kynnt er uppfærð frumathugun vegna Hjúkrunarheimilisins á Patreksfirði sem var undirrituð í lok árs 2022.

          Í frumathugninni er m.a. þarfagreining fyrir félagsstarf eldri borgar sem er á vegum sveitarfélagsins. Áætlað rými félagsstarfsins er 270 m2 sem sveitarfélagið mun greiða leigu fyrir, náist samkomulag um leiguverð. Eftir að framkvæmdum lýkur þarf að uppfæra leigusamninga og semja endanlega um leiguverð. Bæjarstjóri fer yfir samskipti við Framkvæmdasýsluna / Ríkiseignir og leggur til næstu skref í þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

          Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna málið fyrir stjórn Vestur - Botns.

            Málsnúmer 2004011 16

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Öryggi vegfarenda á Raknadalshlíð og Kleifarheiði

            Á Raknadalshlíðinni er mikil snjóflóðahætta, en undir hlíðinni keyrir m.a. skólabíll alla virka daga með börn á leið í Patreksskóla. Hlíðin er ekki vöktuð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu og litlar eða engar varnir á því að snjóflóð falli á veginn. Eins er fjarskiptasamband á Raknadalshlíðinni mjög stopult.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því við Veðurstofuna að Raknadalshlíð verði vöktuð hjá ofanflóðavakt. Að leitast verði eftir því við Vegagerðina að fundin verði leið til að verja vegfarendur sem aka undir hlíðinni og að skoðað verði nýtt vegstæði auk þess að leita leiða til að fjarskiptasamband á sunnanverðum Vestfjörðum, þar með á Raknadalshlíðinni verði ásættanlegt.

              Málsnúmer 2302018 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Uppbygging virkjunar í Ósá á Patreksfirði

              Lagt fyrir erindi dags. 24. október 2022 frá Zephyr Iceland. Zephyr Iceland hefur áhyuga á að koma að því að reisa vatnsaflsvirkjun í Ísá sem aðalfjárfestir. Virkjunin gæti framleitt um 10 GWst á ári.

              Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við bréfritara um verkefnið.

                Málsnúmer 2210057

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Erindi varðandi Urðargötu 20, Patreksfirði

                Lagður fram tölvupóstur dags. 2. febrúar 2023 frá Erni Hermanni Jónssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um áform Vesturbyggðar varðandi eignarhlut Vesturbyggðar í Urðargötu 20, Patreksfirði.

                Bæjarráð vísar því til sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs að reiknaður verði út kostnaður við að fjarlægja hæðina af húsinu og að sú upphæð verði grunnur af samtali við eigendur neðri hæðanna.

                  Málsnúmer 2302006

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Umsagnarbeiðni Þorrablót Birkimel

                  Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 2. febrúar 2023 um umsögn Hrefnu Bjarkar Aronsdóttur vegna tækifærisleyfis fyrir Þorrablót í Félagsheimilinu Birkimel.

                  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

                    Málsnúmer 2302005

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    10. Tilkynning um kæru 20-2023 vegna útgefins nýtingarleyfi til nýtingar jarðhita á Krossholti á Barðaströnd

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála dags. 2. febrúar 2023 þar sem tilkynnt er um kæru vegna útgefins nýtingarleyfis vegna nýtingar jarðhita á Krossholtum Barðaströnd. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar er 30 dagar frá dagssetningu tilkynningar.

                      Málsnúmer 2302009 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

                      Lögð fram til kynningar fundargerð 6. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 1. feb 2023. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.

                        Málsnúmer 2203080 9

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

                        Lögð fram til kynnningar fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                          Málsnúmer 2301036 13

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10