Fundur haldinn í fjarfundi, 23. maí 2023 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Sviðssstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inná fundinn. Farið var yfir þau verkefni sem eru efsta á baugi.
Málsnúmer 2305039 2
2. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Sviðssstjóri fjölskyldusviðs kom inná fundinn. Farið var yfir þau verkefni sem eru efst á baugi.
Málsnúmer 2305038 2
3. Áskoranir til Bæjarstjórnar frá Félagi eldri borgara í V-Barð.
Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara í V-Barð. með áskorunum til bæjarstjórnar í þremur liðum.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því áfram til öldurnarráðs Vesturbyggðar sem gerir tillögur að breytingum á gjaldskrá fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Málsnúmer 2305023
4. Erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnasvæði.
Lagt fram erindi frá Halldóri Árnasyni varaformanni Strandveiðifélagsins Króks varðandi skipulag á hafnarsvæði á Patreksfirði.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því áfram til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráði og skipulags- og umhverfisráði.
Málsnúmer 2305030 3
5. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Skjaldborg lokahóf
Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 16. maí 2023 um umsögn Kristínar Andreu Þórðardóttur vegna tækifærisleyfis fyrir Heimildarmyndahátíðina Skjaldborg.
Bæjarráð gerir ekki athugaasemd við veitingu leyfisins.
Málsnúmer 2305033
6. Golfkennsla barna - styrkbeiðni
Lögð fyrir styrkbeiðni dags. 19. maí 2023 þar sem Golfklúbbur Patreksfjarðar óskar eftir styrk vegna golfkennslu barna á grunnskólaaldri í lok maí.
Bæjaráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vera í samskiptum við umsækjanda vegna styrks í uppsetningu á golfhermi. Erindi vísað áfram til kynningar í Fræðslu- og æskulýðsráð.
Málsnúmer 2305041
Til kynningar
7. Mál nr. 497 um frumvarp til laga um breytingu á kosningarlögum, nr.112-2021 ( lækkun kosningaaldurs). Ósk um umsögn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis dags. 17. maí sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr.112-2021 (lækkun kosningaaldurs).
Málsnúmer 2305037
8. Bréf til sveitarstjórna um skipulag skógræktar í landinu
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 04. maí sl. frá Vinum Íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar í landinu.
Málsnúmer 2305015
9. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 143. fundar Heilbirgðisnefndar ásamt ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Málsnúmer 2302031 3
10. Mál nr. 1028 um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Ósk um umsögn.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis dags. 05. maí sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Málsnúmer 2305016
11. Ársreikningur 2022, BsVest. og aðalfundarboð.
Lagður fram til kynningar ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða fyrir árið 2022 ásamt fundarboði á aðalfund sem haldinn verður miðvikudaginn 31. maí nk.
Málsnúmer 2305017
12. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Málsnúmer 2301036 11
13. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2023
14. Ársfundur og ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða 2022
Lagt fram til kynningar, fundarboð á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 19. maí s.l. í Bolungarvík.
Málsnúmer 2303006 2
15. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 9. maí 2023. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.
Málsnúmer 2203080 8
16. Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023
Lagt fram til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem sent var öllum sveitarfélögum varðandi almennt eftirlit á árinu 2023.
Málsnúmer 2305021
17. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023
18. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar
Lagðar fram til kynningar fundargerðir samráðshóps vegna sameiningarviðræðna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Málsnúmer 2302039 8
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05