Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Bæjarstjórn

Bæjarstjórn #342

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. nóvember 2019 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 342. fundar miðvikudaginn 25. nóvember 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll í hennar stað sat fundinn Esther Gunnarsdóttir. Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Brunavarnaráætlun 2019 - 2024

Slökkviliðsstjóri mætti á fund bæjarstjórnar og kynnti vinnu við brunavarnaráætlun Vesturbyggðar og athugasemdir frá Mannvirkjastofnun vegna slökkviliðsins á Patreksfirði og Bíldudal.

    Málsnúmer 1903195

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Erindisbréf nefnda Vesturbyggðar

    Erindisbréf fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fræðslu- og æskulýðsráðs, bæjarráðs, ungmennaráðs, velferðarráðs, öldrunarráðs, menningar- og ferðamálaráðs, skipulags- og umhverfisráðs og hafna- og atvinnumálaráðs lögð fyrir til samþykktar.

    Til máls tóku: Forseti og RH.

    Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfin samhljóða og vísar þeim til kynningar til ráða og nefnda.

      Málsnúmer 1911109 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

      Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 884. fund bæjarráðs. Viðaukinn hljóðar uppá 7.043.000 með virðisaukaskatti en 5.680.000 þegar búið er að leiðrétta fyrir skattinum og er vegna viðhaldsframkvæmda við ekjubrú við Brjánslækjarhöfn. Viðaukanum er mætt með framlagi frá Vegagerðinni uppá 5.680.000.

      Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé né hefur hann áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

      Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

        Málsnúmer 1903392 13

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

        Lögð fyrir tillaga að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030. Formaður bæjarráðs bar upp tillögu þar sem lagt er til við bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur til að vinna að gerð aðalskipulags.

        Til máls tóku: Forseti, ÞSÓ og ÁS.

        Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur bæjarráði að skipa í hópinn.

          Málsnúmer 1903024 13

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Fjárhagsáætlun 2020

          Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2020-2023.

          Til máls tóku: RH og ÁS.

          Bæjarstjórn harmar þær erfiðu en nauðsynlegu niðurskurðaraðgerðir sem leiddu til uppsagna nýverið.
          Fráfarandi starfsmönnum eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og er þeim óskað velfarnaðar.

          Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 og 4ra ára áætlun 2020-2023 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 17:00.

            Málsnúmer 1904046 18

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár Vesturbyggðar

            Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2020.

            Gjaldastuðlar á árinu 2020 eru eftirfarandi:

            Útsvarshlutfall 14,520%
            Fasteignaskattur A-flokkur 0,450%
            Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
            Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
            Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,400%
            Vatnsgjald annað húsnæði 0,500%
            Fráveitugjald 0,400%
            Lóðaleiga 3,750%

            Bæjarstjórn vísar gjaldskrám 2020 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 17:00.

              • Hafnarsjóður Vesturbyggðar Gjaldskrá 2020.pdf
              • Umhverfisgjöld Vesturbyggð Gjaldskrá 2020.pdf
              • Vatnsgjald Vesturbyggð Gjaldskrá 2020.pdf
              • Slökkvilið í Vesturbyggð Gjaldskrá 2020.pdf
              • Hunda og kattahald Gjaldskrá 2020.pdf
              • Gatnagerðagjald Vesturbyggð Gjaldskrá 2020.pdf
              • Fráveita Vesturbyggð Gjaldskrá 2020.pdf
              • Byggingaleyfis- og þjónustugjöld Vesturbyggð Gjaldskrá 2020.pdf
              • Nefndarlaun2020.pdf
              • Gjaldskrá 2020_yfirlitsskjal.pdf

              Málsnúmer 1911099 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Hafnarbraut 10A. Umsókn um lóð.

              Tekið fyrir erindi Guðlax ehf. vegna umsóknar um lóð að Hafnarbraut 10A á Bíldudal til sameiningar við lóð Hafnarbrautar 8. Ráðið frestaði afgreiðslu málsins á 64. fundi sínum. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 66. fundi ráðsins 11. nóvember 2019 að lóðinni að Hafnarbraut 10A verði skipt niður í tvennt og hún sameinuð við lóðirnar að Hafnarbraut 8 og Hafnarbraut 10.

              Bæjarstjórn samþykkir erindið.

                Málsnúmer 1910060 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Dufansdalur efri - umsókn um framkvæmdaleyfi, heimreið.

                Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi í Dufansdal Efri. dags. 12. september 2019. Umsækjendur eru Þórarinn K. Ólafsson og Arnhildur Ásdís Kolbeins. Skipulagsfulltrúi hafði áður stöðvað framkvæmdir.

                Sótt er um leyfi til að gera heimreið sunnan Dufansdalsár í landi Dufansdals Efri. Lengd vegarins er 2,2 km og breidd um 4 m. Um er að ræða malarpúða án þess að rutt sé fyrir veginum áður eða annað ónauðsynlegt jarðrask gert. Meðalhæð malarpúða fyrir þjöppun er a.m.k. 50 cm sem myndar burðarlag vegarins sem undirlag undir fínna efni. Að mestu er fylgt hæðum og lægðum í landinu. Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd, ásamt leiðarlýsingu og lýsing á staðarháttum og efnistöku í heimreiðina og samþykki Vegagerðarinnar vegna tengingar heimreiðar við Bíldudalsveg.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 66. fundi sínum 11. nóvember 2019 umsóknina fyrir sitt leyti og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samkvæmt bókun skipulags og umhverfissráðs er framkvæmdaraðila bent á að við framkvæmdir skal gæta þess að gengið sé vel frá landinu eftir að efnistöku lýkur og að gengið sé vel frá vegfláum þannig að vegurinn verði sem minnst áberandi í landinu. Þá telur skipulags- og umhverfisráð það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins.

                Þá var lögð fram umsókn um þátttöku í skógrækt dags. 29. júlí 2019 og tekur bæjarstjórn undir leiðbeiningu skipulags- og umhverfisráðs að þau áform eru einnig tilkynningarskyld til sveitarfélagsins í flokki C. skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

                Til máls tóku: Forseti og ÁS.

                Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

                  Málsnúmer 1909054 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Stekkar 7. Nýr lóðarleigusamningur.

                  Tekið fyrir erindi frá Oddi Guðmundssyni dags 7. nóvember 2019. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi vegna Stekka 7, Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning er sýnir lögun lóðar.
                  Skipulags- og umhverfisráð lagði til í 66. fundi sínum, 11. nóvember 2019 að breytingin verði samþykkt.

                  Bæjarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn og felur byggingafulltrúa að ljúka afgreiðslu erindisins.

                    Málsnúmer 1911062 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Bíldudalshöfn. Endurbygging og lenging hafskipabryggju, framkvæmdaleyfi.

                    Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dags. 8. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar. Sótt er um leyfi til endurbyggingar hafskipabryggju og tengingu hafskipabryggju við stórskipakant við Bíldudalshöfn. Meðfylgjandi erindinu eru yfirlitsuppdráttur, afstöðmynd og frekari hönnunargögn.

                    Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og samþykkti hafna- og atvinnumálaráð á 14. fundi sínum og skipulags- og umhverfisráð á 66. fundi sínum, fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2010 á grundvelli aðalskipulags.

                    Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

                      Málsnúmer 1911069 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

                      Tekið fyrir erindi frá Arctic Protein hf. dags. 7. nóvember 2019. Í erindinu er sótt um 100 m2 lóð undir aðstöðu fyrir 270 m3 tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar. Erindi fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða framkvæmd unnin af 11 mávar teiknistofu dags. 7. nóvember 2019. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti á 14. fundi sínum að leigja lóðina undir meltutank. Þá taldi hafna- og atvinnumálaráð ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins sjálfs. Vandað skal til frágangs við endabúnað og staðsetja skal lögn í samráði við hafnarstjóra.

                      Til máls tóku: Forseti, ÁS og MJ.

                      Bæjarstjórn samþykkir útleigu lóðarinnar undir meltutank.

                        Málsnúmer 1911070 5

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Til kynningar

                        12. Fasteignir Vesturbyggðar - 72

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 72. fundar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 17. október 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.

                        Til máls tóku: Forseti, MJ og JÁ.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 12.1. #1903071 – Langtíma viðhaldsáætlun - FV
                        • 12.2. #1909034 – Endurskoðun á gjaldi vegna húsaleigu
                        • 12.3. #1909032 – Samþykktir endurskoðun - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.
                        • 12.4. #1909033 – Endurmat fasteigna í Fasteignum Vesturbyggðar ehf.
                        • 12.5. #1910174 – Tilraunaverkefni um húsnæðismál á landsbyggðinni
                        • 12.6. #1903076 – Húsnæðisáætlun

                        Málsnúmer 1909006F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        13. Bæjarráð - 883

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 883. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 22. október 2019. Fundargerðin er í 28 liðum.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 13.1. #1903162 – Rekstur og fjárhagsstaða 2019.
                        • 13.2. #1910109 – 19100040 - Framlög til stjórnmálasamtaka 2018
                        • 13.3. #1910034 – Úrsögn úr stjórn NAVE - Þórir Sveinsson
                        • 13.4. #1910171 – Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020
                        • 13.5. #1910018 – Tímabundið áfengisleyfi vegna krúttmagakvölds í Félagsh. Pfj - Kolbrún Matthíasdóttir
                        • 13.6. #1910045 – Vinnustofa Hringvegur 2, samantekt
                        • 13.7. #1910022 – Niðurfelling Ytri-Múlavegar nr. 6143-01 af vegskrá
                        • 13.8. #1910017 – Tekjustofn sveitarfélag nr. 4-1995 og sveitarstjórnarlög nr. 138-2011
                        • 13.9. #1910010 – Fundargerð aðalfundar EBÍ
                        • 13.10. #1910119 – Ágóðahlutagreiðsla 2019
                        • 13.11. #1910013 – Mál nr. 16 breytingar á lögum um grunnskóla, nr. 91-2008
                        • 13.12. #1910178 – Staða framkvæmda ársins 2019
                        • 13.13. #1910009 – Mál nr. 22 um rannsóknir á þunglyndi eldri borgara - umsögn
                        • 13.14. #1910011 – Mál nr. 26 breyting á lögum um virðisaukaskatt
                        • 13.15. #1910113 – Mál nr. 35, orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega
                        • 13.16. #1910108 – Mál nr. 53, lög um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86.2011
                        • 13.17. #1910110 – Mál nr. 41, búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
                        • 13.18. #1910012 – Mál nr. 101, skráning einstaklinga
                        • 13.19. #1910117 – Mál nr. 116, upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál
                        • 13.20. #1910007 – Mál nr. 122 um ráððstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta
                        • 13.21. #1910033 – Fundargerð nr. 874 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
                        • 13.22. #1904046 – Fjárhagsáætlun 2020
                        • 13.23. #1910175 – Haustþing Fjórðungssambands Vestfjarða 25. -26. október 2019
                        • 13.24. #1910070 – Fjárhagsáætlun Vestfjarðastofu ár 2020
                        • 13.25. #1904081 – Ljósleiðari Barðaströnd - vinnuskjöl
                        • 13.26. #1910024 – Úttekt á Slökkviliði Vesturbyggðar 2019
                        • 13.27. #1910002 – Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs
                        • 13.28. #1903020 – Gamla smiðjan á Bíldudal

                        Málsnúmer 1910011F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        14. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 56

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 56. fundar Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjaðarhrepps, fundurinn var haldinn 22. október 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 14.1. #1909044 – Listasafn Vestur-Barðastrandarsýslu
                        • 14.2. #1811134 – Minjasafn Egils Ólafssonar - Fjárhagsáætlun 2019
                        • 14.3. #1903282 – Viðhald á árinu 2019
                        • 14.4. #1910133 – Minjasafn Egils Ólafssonar - Fjárhagsáætlun 2020

                        Málsnúmer 1909009F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        15. Skipulags og umhverfisráð - 65

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 65. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 29. október 2019. Fundargerðin er í 2 liðum.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 15.1. #1910059 – Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar
                        • 15.2. #1903024 – Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

                        Málsnúmer 1910012F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        16. Almannavarnarnefnd - 1

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 1. fundar almannavarnarnefndar, fundurinn var haldinn 4. nóvember 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 16.1. #1910203 – Kosning formanns
                        • 16.2. #1910204 – Hlutverk almannavarnanefndar
                        • 16.3. #1910205 – Aðgerðastjórn skipan og hlutverk
                        • 16.4. #1910206 – Æfing almannavarna

                        Málsnúmer 1910014F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        17. Skipulags og umhverfisráð - 66

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 66. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. nóvember 2019. Fundargerðin er í 12 liðum.

                        Til máls tóku: Forseti, ÁS, MJ, ÞSÓ og EG.

                        Bæjarstjórn Vesturbyggðar óskar eftir kynningu frá Orkubúi Vestfjarða á Helluvirkjun í Vatnsfirði.

                        Lagt fram til kynningar.

                        • 17.1. #1909054 – Dufansdalur efri - umsókn um framkvæmdaleyfi, heimreið.
                        • 17.2. #1911067 – Orkubú Vf. umsókn um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði
                        • 17.3. #1911070 – Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.
                        • 17.4. #1911072 – Erindisbréf nefnda - Skipulags- og umhverfisráð.
                        • 17.5. #1910016 – Framkvæmdir við Sauðlauksdalskirkju.
                        • 17.6. #1903076 – Húsnæðisáætlun
                        • 17.7. #1910060 – Hafnarbraut 10A. Umsókn um lóð.
                        • 17.8. #1911057 – Laugarnes, Barðaströnd. Sundlaugarhús.
                        • 17.9. #1911059 – Litli Kambur, Seftjörn. Ósk um breytingu á lóð.
                        • 17.10. #1911062 – Stekkar 7. Nýr lóðarleigusamningur.
                        • 17.11. #1911069 – Bíldudalshöfn. Endurbygging og lenging hafskipabryggju, framkvæmdaleyfi.
                        • 17.12. #1910196 – Umsókn um stöðuleyfi. Brautarholt.

                        Málsnúmer 1910007F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        18. Bæjarráð - 884

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 884. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. nóvember 2019. Fundargerðin er í 23 liðum.

                        Til máls tóku: Forseti, MÓÓ og RH.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 18.1. #1903392 – Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar
                        • 18.2. #1911050 – Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir grunnskólakrakka
                        • 18.3. #1911064 – Umsagnarbeiðni vegna árshátíðar Arnarlax í Baldurshaga Bíldudal
                        • 18.4. #1910216 – Styrkir úr húsfriðunarsjóði 2020, umsókn
                        • 18.5. #1911053 – Breytingar á póstnúmerum, réttindi og þjónusta þegna sveitarfélagsins
                        • 18.6. #1910229 – Tilkynning um aflúsun í Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði
                        • 18.7. #1910232 – Sameiningar sveitarfélaga
                        • 18.8. #1911051 – Mál nr. 66 - Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138-2011
                        • 18.9. #1911054 – Mál nr. 328 - ávana- og fíkniefni
                        • 18.10. #1910226 – Mál nr. 230, grunnskólar (ritfangakostnaður)
                        • 18.11. #1910214 – Mál nr. 29, um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga)
                        • 18.12. #1911073 – Erindisbréf nefnda - Bæjarráð
                        • 18.13. #1910215 – Mál nr. 49, Breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011
                        • 18.14. #1910180 – Mál nr. 148 - Stefnumótandi áætlun sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaráætlun 2019-2023
                        • 18.15. #1911052 – Mál UMH19110026 - Breyting á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi
                        • 18.16. #1910230 – Nr. 875 fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
                        • 18.17. #1911058 – Tilnefning í samstarfshóp um undirbúning friðlýsingar
                        • 18.18. #1910235 – Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020
                        • 18.19. #1910231 – Rekstarstyrkur fyrir ár 2020 - Samtök um kvennaathvarf
                        • 18.20. #1911001 – Ósk um styrk vegna Leikhópsins Lotta 27.02.2020
                        • 18.21. #1910188 – Aðstoð við húsnæði
                        • 18.22. #1911008 – Ósk um styrk fyrir jólaballi fyrir pólsk börn og fjölskyldur
                        • 18.23. #1910227 – Krúttmaginn 2019, ósk um styrk vegna leigu á FHP

                        Málsnúmer 1911002F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        19. Skipulags og umhverfisráð - 67

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 67. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 13. nóvember 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 19.1. #1903024 – Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

                        Málsnúmer 1911004F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        20. Hafna- og atvinnumálaráð - 14

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 14. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 18. nóvember 2019. Fundargerðin er í 11 liðum.

                        Til máls tóku: Forseti, MJ og RH.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 20.1. #1911069 – Bíldudalshöfn. Endurbygging og lenging hafskipabryggju, framkvæmdaleyfi.
                        • 20.2. #1910052 – Nr. 415 fundur stjórnar Hafnasambands Íslands
                        • 20.3. #1910218 – Nr. 416 fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands
                        • 20.4. #1911071 – Bíldudalshöfn. Dælulögn fyrir meltu.
                        • 20.5. #1907063 – Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.
                        • 20.6. #1911070 – Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.
                        • 20.7. #1911083 – Uppsetning 30 þús lítra gasolíutanks við Eyrargötu Patreksfirði
                        • 20.8. #1911096 – Atvinnumál í Vesturbyggð.
                        • 20.9. #1911095 – Ábendingar varðandi atvinnumál.
                        • 20.10. #1907104 – Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.
                        • 20.11. #1911094 – Erindisbréf nefnda - hafna- og atvinnumálaráð

                        Málsnúmer 1911006F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        21. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 21

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 21. fundar Fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 19. nóvember 2019. Fundargerðin er í 3 liðum.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 21.1. #1907126 – Fjallskil 2019
                        • 21.2. #1908004 – Reglur um óskilafé
                        • 21.3. #1911093 – Tilkynningar um óskilafé

                        Málsnúmer 1911003F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        22. Bæjarráð - 885

                        Lögð er fram til kynningar fundargerð 885. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 20. nóvember 2019. Fundargerðin er í 9 liðum.

                        Til máls tóku: Forseti og ÁS.

                        Lagt fram til kynningar

                        • 22.1. #1904046 – Fjárhagsáætlun 2020
                        • 22.2. #1911099 – Fjárhagsáætlun 2020 - gjaldskrár Vesturbyggðar
                        • 22.3. #1911097 – Efnisvinnsla - Taglið.
                        • 22.4. #1911086 – Skógræktarfélag umsókn um styrk vegna sjálfboðaliða
                        • 22.5. #1911091 – Mál nr. 319, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
                        • 22.6. #1911076 – Hringsdalur í Arnarfirði - lúsameðhöndlun
                        • 22.7. #1911090 – Vatnsgjald sveitarfélaga - Mál SRN19040044
                        • 22.8. #1911092 – Mál nr. 320, almannatrygginar almennar íbúðir
                        • 22.9. #1911079 – Mál nr. 317, þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

                        Málsnúmer 1911007F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:26


                        Vesturbyggð

                        Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

                        +354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


                        2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

                        2018 Vefur ársins

                        2020 Jafnlaunavottun