Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #364

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. október 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 364. fundar miðvikudaginn 20. október 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. Jón Árnason boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Davíð Þorgils Valgeirsson. Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Lögð fram beiðni Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, bæjarfulltrúa dags. 13. október 2021 um leyfi frá störfum í nefndum og ráðum Vesturbyggðar til og með 18. janúar 2022. Forseti leggur fram tillögu um að María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi taki sæti sem aðalmaður í hennar stað í bæjarráði og verði formaður, aðalmaður í samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps og stjórn Fasteigna Vesturbyggðar á meðan leyfinu stendur. Þá taki Jörundur Garðarson sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Vesturbyggðar og varamaður í bæjarráði.

Til máls tók: Forseti.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2005004 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

    Lagður er fyrir viðauki 7 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021 ásamt minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust stjórn Byggðasamlagsins fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr.

    Viðaukanum er mætt með hækkunum framlaga jöfnunarsjóðs sem nemur sömu fjárhæð með vísan í uppfærða áætlun jöfnunarsjóðs sem birt var í júní 2021. Bæjarstjórn tók málið fyrir á 363. fundi sínum þar sem því var vísað til gerðar viðauka og bæjarráð samþykkti viðaukan á 928. fundi sínum 21. september 2021 og vísaði honum til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

    Til máls tók: Forseti

    Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

      Málsnúmer 2103010 15

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs

      Lagðar fyrir uppfærðar úthlutunarreglur styrkja menningar- og ferðamálaráðs. Ráðið tók breytingarnar fyrir á 17. fundi ráðsins 14. september sl. þar sem breytingar voru gerðar á 4., 8., 9. og 11. gr. reglnanna. Bæjarráð samþykkti breyttar úthlutnarreglur á 928. fundi ráðsins 21. september 2021.

      Til máls tók: Forseti.

      Bæjarstjórn staðfestir uppfærðar úthlutunarreglur Menningar- og ferðamálaráðs.

        Málsnúmer 1910002 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Húsnæðissjálfseigarstofnun á landsbyggðinni

        Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2021 varðandi hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem starfi á landsbyggðinni. Í erindinu er óskað eftir afstöðu sveitarstjórna á landsbyggðinni um hugmyndina og upplýsi sambandið um afstöðuna fyrir lok október nk. Bæjarráð tók jákvætt í hugmyndina á 929. fundi ráðsins 12. október 2021 og fól bæjarstjóra að vinna drög að svari sem liggja hér fyrir fundinum.

        Til máls tók: Forseti

        Bæjarstjórn samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda umsögnina til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

          Málsnúmer 2110001 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Járnhóll, Bíldudal. Deiliskipulagsbreyting.

          Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal, dags. 27. september 2021. Breytingin snýr að stækkun svæðisins niður að Bíldudalsvegi þar sem bætt er við átta lóðum. Einnig eru gerðar breytingar á lóðum 10-16 þar sem þær eru stækkaðar og bætt er við aðkomuvegi að lóð 14. Tillagan er í samræmi við afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í endurskoðuðu aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillöguna á 89. fundi ráðsins 14. október 2021.

          Til máls tók: Forseti.

          Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 2110022 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

            Lögð fyrir lýsing á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Hóls við Bíldudal, dags. 22. september 2021. Skipulagssvæðið er alls 5,2 ha og er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum með blönduðum húsagerðum. Lágreist byggð rað-, par- og einbýlishúsa með aðkomu frá Bíldudalsvegi. Tillagan er í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 89. fundi ráðsins 14. október 2021 að íþróttasvæðið við Völuvöll verði innan deiliskipualgssvæðisins og samþykkti að öðru leyti skipulagslýsinguna.

            Til máls tók: Forseti.

            Bæjarstjórn tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisráðs að íþróttasvæðið við Völuvöll verði innan deiliskipulags svæðis og samþykkir skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 2110023 13

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Breyting á Aðalskipulagi ísafjarðarbæjar 2008-2020. Kynning á skipulagslýsingu -landfylling á Eyrinni, Ísafirði

              Lagt fyrir erindi frá Ísafjarðarbæ, dags. 11. október 2021 þar sem óskað er umsagnar um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingarnar gera ráð fyrir nýrri landfyllingu norðan Fjarðarstrætis á Skutulsfjarðareyri. Megin hluti landfyllingarinnar verður skilgreindur sem íbúðarbyggð en einnig verða í skipulagsvinnunni skoðaðir möguleikar á að hafa þar skólabyggingu og minni háttar þjónustu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 89. fundi sínum 14. október 2021 og gerði ekki athugasemdir við framlagða lýsingu.

              Til máls tók: Forseti.

              Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og gerir ekki athugasemd við aðalskipulagið

                Málsnúmer 2110016 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Reikningsskil sveitarfélaga - breyting á reglugerð 1212-2015

                Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 11. október 2021 vegna breytingar á reglugerð vegna reikingsskila sveitarfélaga nr. 1212/2015. Með breytingunni er sveitarfélögum skylt að færa inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags, miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, vegna byggðasamlaga, sameignarfélaga, sameignarfyrirtækja og annara félagaforma sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags.

                Til máls tók: Forseti

                  Málsnúmer 2102072 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Bréf ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

                  Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4. október 2021 þar sem tilkynnt er um nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Breytingarnar taka mið að lögum nr. 96/2021 um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Einnig er lögð fram uppfærð fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaginu skv. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga. Þá er í bréfinu tilgreint að ekki verði tekin ný ákvörðun á grundvelli 131. gr. sveitarstjórnarlaga um heimildir til að víkja frá ákveðnum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, m.a. vegna fjarfunda vegna Covid-19 faraldursins.

                  Til máls tók: Forseti

                  Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

                  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra ásamt tveimur bæjarfulltrúum að leiða vinnu við breytingar á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar. Lagt er til að forseti bæjarstjórnar og Friðbjörg Matthíasdóttir komi að undirbúningi breytinganna.

                  Með vísan til 14. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum og 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 leggur forseti til að bæjarstjórn heimili hér með að nota megi fjarfundabúnað og halda rafræna fundi í sérstökum tilvikum í samræmi við skilyrði sveitarstjórnarlaga. Þá leggur forseti til að formaðar verði vinnureglur fyrir kjörna fulltrúa og nefndarmenn varðandi þátttöku á rafrænum fundum á vegum sveitarfélagsins sem lagðar verði fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

                  Samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 2110004 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fundargerð

                    10. Menningar- og ferðamálaráð - 17


                    11. Bæjarráð - 928


                    12. Almannavarnarnefnd - 4

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar almannavarnarnefndar, fundurinn var haldinn 30. september 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

                    Til máls tók: Forseti

                    Málsnúmer 2109007F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    13. Bæjarráð - 929


                    14. Skipulags og umhverfisráð - 89


                    15. Hafna- og atvinnumálaráð - 33


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:44