Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #366

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. desember 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 366. fundar miðvikudaginn 15. desember 2021 kl. 17:00. Fundurinn fór fram í fjarfundi.

Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Jörundur Garðarsson boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Davíð Þorgils Valgeirsson.

Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, bætt verði við einu máli á dagskrá sem verði liður 8 málsnr. 2112006 - Verðskrá Póstsins. Dagskrárliðir 8 - 11 verða dagskrárliðir 9-12.

Samþykkt samhljóða.

Þar sem um fjarfund er að ræða er fund­urinn ekki opinn almenn­ingi en upptaka frá fund­inum verður sett inn á heima­síðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2021. Bæjarráð tók viðaukann fyrir á 932. fundi ráðsins 7. desember 2021, en í bókun ráðsins var ekki gerð rétt grein fyrir frestun framkvæmda á Bíldudalshöfn, þar sem sagði að frestunin næmi nettó 17,6 m.kr.

Fjárfestingar á Bíldudalshöfn eru lækkaðar um 50,5 m.kr og framlag ríkis þar á móti um 38,2 m.kr. Nettó nemur lækkun fjárfestingar á Bíldudalshöfn 12,3 m.kr. Lækkunin kemur til vegna þess að ekki tókst að ljúka framkvæmdum við Bíldudalshöfn á árinu 2021 og er gert ráð fyrir framlagi til að ljúka framkvæmdum á árinu 2022. Þá eru lántökur í eignarsjóði lækkaðar um 99 m.kr. og framlög úr jöfnunarsjóði eru hækkaðar um 27,5 m.kr. sem er í samræmi við áætlanir jöfnunarsjóðs.

Þetta hefur þau áhrif á fjármagnskostnaður lækkar um 2,8 m.kr og afskriftir hafnarmannvirkja um 246 þ.kr.

Viðaukinn lækkar handbært fé í A og B hluta um 57,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða í A hluta batnar um 30,3 m.kr. og í A og B hluta um 30,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða í A hluta verður neikvæð uppá 110,6 m.kr. en jákvæð uppá 6,6 m.kr. í A og B hluta.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð

Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð. Samþykktin hefur ekki tekið breytingum á milli umræðna og heilbrigðisnefnd Vestfjarða hefur verið tilkynnt um samþykktina í samræmi við 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 sbr. 1. tl. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bæjarstjóra falið að undirrita samþykktina og ganga frá birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjárhagsáætlun 2022-2025

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2022 ásamt 3ja ára áætlun 2023-2025.

Rekstur A - og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 157 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 113 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 44 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 206 millj.kr. Fjárfestingar eru 288 millj.kr., afborganir langtímalána 167 millj.kr. og lántökur 250 millj.kr.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er neikvæður um 2,2 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 80 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 82 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 28 millj. kr. Fjárfestingar eru 131 millj.kr. og afborganir langtímalána 120 millj.kr.

Gert er ráð fyrir breytingum á fasteignagjöldum m.a. vegna þeirrar miklu hækkunar sem orðið hefur á fasteignamati í Vesturbyggð sem hækkar um 15,2% á milli ára. Til að bregðast við því gerir fjárhagsáætlunin 2022 ráð fyrir breytingum á gjaldstuðlum fasteignagjalda, lóðaleiga fyrir íbúðarhúsnæði lækkuð úr 3,75% í 1%, vatns- og fráveitugjald á íbúðarhúsnæði lækkað og gjalddögum fjölgað úr 9 í 11 gjalddaga á ári.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2022 - gjaldskrár Vesturbyggðar

Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2022. Gjaldskrár eru óbreyttar frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku: Foreti og FM.

Forseti bar staðfestingu gjaldskránna upp til atkvæðagreiðslu.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2022.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Sameining sveitarfélaga - könnun á hagkvæmni

Lögð fram lokaskýrsla RR Ráðgjöf um Könnun á sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps. Markmið skýrslunnar er að veita íbúum í Vesturbyggð og bæjarstjórn forsendur til að taka afstöðu ti þess hvort æskilegt sé fyrir Vesturbyggð að leita eftir viðræðum við Tálknafjarðahrepp um sameiningu sveitarfélaganna.

Í skýrslunni eru greindir styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri Vesturbyggðar ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að mikið samstarf er nú þegar milli sveitarfélaganna tveggja og myndi það gera sameiningarferlið skilvirkara og aukin von um samlegð. Þá geti sameining þessara tveggja sveitarfélaga leitt til betri yfirsýnar yfir innviði á sunnanverðum Vestfjörðum og tækifæri til nýtingar þeirra. Þá kom fram á íbúafundi sem haldinn var í Vesturbyggð í tengslum við vinnslu skýrslunnar að meirihluti þátttakenda vildu að Vesturbyggð myndi hefja sameiningaviðræður við Tálknafjarðahrepp.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að óska eftir samtali við sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps um mögulega útfærslu á sameiningamöguleikum með vísan til niðurstaðna skýrslunnar.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

Lagt fram erindi Tálknafjarðarhrepps dags. 26. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum, þ.e. öllum nema Ísafjarðabæ.

Bæjaráð tók erindið fyrir á 932. fundi ráðsins 7. desember 2021. Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið telji ótímabært að hefja viðræður við öll þau sveitarfélög sem tilgreind eru í erindinu. Á grundvelli skýrslu um hagkvæmni sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, sé sveitarfélagið tilbúið til viðræðna um eitt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð tók undir það að með auknum fjölda byggðakjarna verði til sterkari eining og líst vel á hugmyndir um að komið verði á fót heimastjórnum sambærilegum og í Múlaþingi. Vísaði bæjarráð erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps til að ræða sameiningavilja þessara tveggja sveitarfélaga, þegar niðurstöður óformlegrar könnunar Tálknafjarðahrepps liggur fyrir.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Innkaupareglur og innkaupastefna Vesturbyggðar

Lögð fram uppfærð innkaupastefna Vesturbyggðar ásamt innkaupareglum sveitarfélagsins en þær voru síðast uppfærðar árið 2012. Við vinnslu stefnunnar og reglnanna var stuðst við fyrirmynd að innkaupastefnu og innkaupareglum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt stefnum og reglum sambærilegra sveitarfélaga.

Samkvæmt innkaupastefnu Vesturbyggðar er það stefna sveitarfélagsins að innkaup stuðli að hagkvæmni í rekstri og hvetji um leið til nýsköpunar og framsækinnar þróunar í atvinnulífi, með virðingu fyrir umhverfi og samfélagi. Þá er tilgangur innkaupareglna Vesturbyggðar að stuðla að vönduðum, hagkvæmum og vistvænum innkaupum og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem sveitarfélagið kaupir. Innkaupareglunum er ætlað að vera til fyllingar og nánari útfærslu við ákvæði laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir innkaupastefnu Vesturbyggðar og innkaupareglur sveitarfélagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Verðskrá Póstsins

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs af 932. fundi 7. desember sl. og gerir alvarlegar athugasemdir við breytta verðskrá Póstsins sem tók gildi 1. nóvember 2021 í kjölfar breytinga á lögum um póstþjónustu í júní 2021. Með breytingunni er ekki lengur kveðið á um niðurgreiðslu ríkissjóðs af hluta þess kostnaðar sem fellur til við að koma pósti til hinna dreifðari byggða á landsbyggðinni. Breytt verðskrá Póstsins mun hafa verulega neikvæð áhrif á íbúa í Vesturbyggð með mikilli hækkun kostnaðar vegna póstsendinga.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur til þess að vinnu starfshóps um 1. gr. póstlaga nr. 98/2019 verði hraðað sem kostur er, þannig að sem fyrst verði brugðist við þeirri miklu mismunun sem íbúar á landsbyggðinni þurfa að sæta vegna hækkunar kostnaðar vegna póstsendinga. Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að gerðar verði viðunandi breytingar þannig að tryggt verði að allir landsmenn fái notið póstþjónustu og greiði fyrir hana viðunandi verð, hvort sem það verði með flutningsjöfnun eða öðrum leiðum til að draga úr þeirri mismunun sem íbúar á landsbyggðinni þurfa nú að sæta með hærri póstkostnaði.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir bókunina samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

9.

Lögð fram til kynningar fundargerð 62. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 25. nóvember 2021. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10.

Lögð fram til kynningar fundargerð 932. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 7. desember 2021. Fundargerðin er í 14 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð fram til kynningar fundargerð 74. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 8. desember 2021. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12.

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 13. desember 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40