Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. maí 2022 og hófst hann kl. 17:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022
Varaforseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan yfirkjörstjórnar og kjörstjórna í Vesturbyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.
Yfirkjörstjórn
Hafdís Rut Rudolfsdóttir
Ólafur Steingrímsson
Rafn Hafliðason
Varamenn
Geir Gestsson
Inga Hlín Valdimarsdóttir
Davíð Rúnar Gunnarsson
Kjörstjórn Barðaströnd
María Úlfarsdóttir
Edda Kristín Eiríksdóttir
Ólafur Gestur Rafnsson
Varamenn
Hákon Bjarnason
Ólöf Guðrún Þórðardóttir
Þórhildur Jóhannesdóttir
Kjörstjórn Bíldudal
Ólafía Björnsdóttir
Silja Baldvinsdóttir
Erla Rún Jónsdóttir
Varamenn
Lára Þorkelsdóttir
Jóna Runólfsdóttir
Sigurmundur Freyr Karlsson
Kjörstjórn Patreksfirði
Þóra Sjöfn Kristinsdóttir
Hrönn Árnadóttir
Símon Símonarson
Varamenn
Eiður Thoroddsen
Anna Stefanía Einarsdóttir
Kristján Arason
Til máls tók: Varaforseti
Samþykkt samhljóða
2. Ársreikningur Vesturbyggðar 2021
Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2021.
Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 1.765 millj. kr., þar af voru 1.425 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 11,5% á milli ára. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 85 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 10 millj. kr. Rekstrarafkoman ársins 2020 var jákvæð um 10 milljónir og eykst því um 75 milljónir á milli ára.
Fjárfest var á árinu fyrir 165 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2021 uppá 175 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 195 millj. kr.
Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 2.721 millj. kr. í árslok 2021. Skuldir A hluta námu í árslok 2021 1.858 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.255 millj. kr.
Skuldaviðmið var 93% í árslok 2021 og hafði lækkað um 10% frá árinu 2020.
Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 466 millj. kr. í árslok 2021 og var eiginfjárhlutfall 17%.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 284 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 129 millj. kr. en var 58,6 millj. kr. árið áður.
Til máls tók: Varaforseti
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
3. Samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum
Lögð fram bókun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps frá 64. fundi nefndarinnar 3. maí sl. þar sem rætt var um bágborið ástand vega á sunnanverðum Vestfjörðum.
Varaforseti leggur fram eftirfarandi tillög að bókun. Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun samráðsnefndar um ástand vega á svæðinu. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að taka málið alvarlega og bregðast tafarlaust við ástandinu og upplýsa íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um þær aðgerðir sem farið verði í til að bæta ástand veganna.
Til máls tóku: Varaforseti, MJ, JG og bæjarstjóri.
Samþykkt samhljóða
4. Skólastefna Vesturbyggðar
Lögð fram endurskoðuð skólastefna Vesturbyggðar.
Í upphafi árs var skipaður starfshópur sem sá um endurskoðun skólastefnu Vesturbyggðar frá 2014, í hópnum sátu Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Davíð Valgeirsson og sviðsstjóri fjölskyldusviðs og bæjarstjóri störfuðu með hópnum en Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ársgarði stýrði verkefninu. Haldnir voru fundir með starfsfólki skólanna, lagðir fyrir spurningalistar og haldinn opinn fundur með íbúum um endurskoðun stefnunnar. Lagt var upp með að ná breiðri sátt um áherslur og að stefnan næði yfir skólamál sveitarfélagsins en jafnframt íþróttir, félagsmál og menningu barna í sveitarfélaginu.
Samkvæmt stefnunni er það markmið Vesturbyggðar að starfrækja grunn, leik og tónlistarskóla sem standast ýtrustu gæðakröfur á hverjum tíma þar sem allir leggjast á eitt um að stuðla að fjölbreyttu og metnaðarfullu skólastarfi. Vellíðan barna er í fyrirrúmi og skóla- og félagsstarf byggir á að rækta styrkleika nemenda kerfisbundið. Mikil áhersla er lögð á uppbyggjandi samskipti við nemendur, foreldra og á milli starfsfólks. Leitað verði fjölbreyttra leiða til þess að koma til móts við nemendur og foreldra óháð búsetu og lögð áhersla á að tengja saman skólastarf, íþróttir, tómstundir og félagslíf.
Einnig er lögð fram tillaga að aðgerðaráætlun á grundvelli stefnunnar sem unnin verður áfram í samráði við fræðslu- og æskulýðsráð.
Til máls tók: Varaforseti
Samþykkt samhljóða
5. Stefnumótun í ferðaþjónustu
Lögð fram ferðamálastefna Vesturbyggðar þar sem unnin hefur verið framtíðarsýn ferðamála í sveitarfélaginu til næstu fimm ára ásamt aðgerðaráætlun. Skipaður var starfshópur sem í sátu Friðbjörg Matthíasdóttir, Gunnþórunn Bender og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, Vestfjarðastofa stjórnaði verkefninu í samstarfi við menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar.
Framtíðarsýn ferðamála í Vesturbyggð er að sveitarfélagið er áfangastaður einstakrar upplifunar sjávar og sands, vatns og vellíðunar allt árið um kring. Ferðaþjónusta hefur jákvæð áhrif, skapar verðmæti fyrir íbúa og ýtir undir vernd og sjálfbæra nýtingu núttúruauðlinda svæðisins. Í aðgerðaráætlun er lögð áhersla á sjáfbæra ferðaþjónustu sem snýr að náttúru og menningu. Tilgangur stefnunnar og aðgerðaráætlunarinnar er að gefa sveitarfélaginu og ferðaþjónum gott tæki til að vinna með og huga að í frekari uppbyggingu ferðamála í Vestubyggð.
Til máls tók: Varaforseti og FM
FM lagði fram tillögu um að stefnan sé til næstu tveggja ára í stað fimm.
Bæjarstjórn samþykkir stefnuna og að gildistími hennar verði til tveggja ára
6. Skólamötuneyti á Bíldudal
Lögð fram drög að útboðslýsingu á þjónustu við mötuneyti Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku á Bíldudal. Bæjarráð tók drögin fyrir á 940. fundi sínum 3. maí 2022 og samþykkti drögin fyrir sitt leyti og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Varaforseti leggur til að drögin verði samþykkt og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs ljúki við útboðslýsingu og auglýsi útboð á þjónustu mötuneytis á Bíldudal.
Til máls tók: Varaforseti
Samþykkt samhljóða
7. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði
Frá síðasta fundi bæjarstjórnar hefur starfshópur um verkefnið fundað nokkrum sinnum með fulltrúum framkvæmdasýslunnar, heilbrigðisráðuneytisins og heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir hefur tilkynnt að fallið hefur verið frá hugmyndum um hönnunarsamskeppni. Endurskoðuð hefur verið rýmisáætlun fyrir viðbótarrými fyrir félagsstarf aldraðra. Næsti fundur starfshópsins með framkvæmdasýslu, heilbrigðisráðuneyti og heilbrigðisstofnun Vestfjarða um breytingar á frumathugun fyrir verkefnið mun fara fram 31. maí nk.
Til máls tók: Varaforseti og FM
Samþykkt samhljóða
8. Áform Arnarlax um byggingu sláturhúss á Patreksfirði
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu Vesturbyggðar og Arnarlax vegna uppbyggingar sláturhús á Patreksfirði. Samkvæmt viljayfirlýsingunni áformar Arnarlax að byggja sláturhús á lóð á Vatneyri en gert er ráð fyrir að Straumnes (Kaldbakur) og móttökusvæði fyrir úrgang víki af lóðinni. Þá er gert ráð fyrir uppsetningu biðkvía og framtíðaruppbyggingu stórkipakannts við Patrekshöfn. Áætlað er að sláturhúsið sjálft verði um 9.500 m2 og þar verði til framtíðar unnt að slátra allt að 80.000 tonnum af eldisfiski. Þá er í yfirlýsingunni mælt fyrir um gerð langtímasamnings um aflagjöld og samkomulag um ógreidd aflagjöld.
Til máls tóku: Varaforseti, bæjarstjóri og JG.
Varaforseti leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun. Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að nú liggi fyrir skýr áform Arnarlax um framtíðarslátrun eldisfisks á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem nú þegar er árlega slátrað 23.000 tonnum af eldisfisk. Bæjarstjórn fagnar þeirri miklu framtíðarfjárfestingu sem Arnarlax áformar að ráðast í á næstu árum með byggingu sláturhús á Patreksfirði. Bæjarstjórn staðfestir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Vesturbyggðar.
JG leggur fram eftirfarandi bókun og gerir grein fyrir atkvæði sínu.
"Ég get ekki samþykkt viljayfirlýsingu um flutning laxasláturhússins, stærsta vinnustaðarins á Bíldudal til Patreksfjarðar. Þetta er slíkt stórmál að það mun hafa miklar afleiðingar fyir Bíldudal þegar til lengri tíma er litið. Ég sit hjá við atkvæðagreiðslu"
Bókun varaforseta samþykkt með 6 atkvæðum, JG situr hjá við atkvæðagreiðslu.
9. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum
Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að almenningssamgöngur verði boðnar út en núverandi samningur við rekstraraðila rennur út í haust. Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur boðaði til fundar 6. maí sl. með fyrirtækjum og stofnunum á sunnanverðum Vestfjörðum til að fara yfir verkefnið og mögulega þátttöku aðila á svæðinu inn í verkefni. Áhugi var að halda verkefninu áfram enda um mikilvæga þjónustu á milli byggðakjarna er að ræða.
Til máls tók: Varaforseti,
Varaforseti leggur til að almenningssamgöngur verði boðnar út að nýju í samstarfi við Tálknafjarðahrepp, Arnarlax og Vegagerðina.
Samþykkt samhljóða
10. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu á 95. fundi sínum 10. maí sl. og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst.
Til máls tók: Varaforseti,
Bæjarstjórn staðfestir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð
Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 3. maí 2022. Fundargerðin er í 19 liðum.
Til máls tók: Varaforseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 40. fundar velferðarráðs, fundurinn var haldinn 3. maí 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Varaforseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 64. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 3. maí 2022. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Varaforseti
Lögð fram til kynningar fundargerð 95. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 9. maí 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Varaforseti
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 371. fundar miðvikudaginn 11. maí kl. 17:00. Fundurinn fór fram í Brellum, fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Patreksfirði. Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. María Ósk Óskarsdóttir varaforseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.