Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #357

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. febrúar 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 357. fundar miðvikudaginn 17. febrúar 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Lánasjóður sveitarfélaga - Lántökur ársins 2021

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2021 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 416 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2021 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2021 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir lántökuna á árinu 2021 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2021, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánartiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Jafnframt er Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2102012 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

    Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn lóð 1, dags. 9. júlí 2020, breytt 29. janúar 2021.

    Til máls tók: Forseti.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 2004024 12

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deilskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn lóð 1, dags. 25. febrúar 2020, breytt 11. janúar 2021.

      Til máls tók: Forseti.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Málsnúmer 2004019 12

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035

        Lögð fram tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan samanstendur af greinargerð aðalskipulags, forsendur og umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:75.000, þéttbýlisuppdrætti af Patreksfirði og Bíldudal í mælikvarðanum 1:10.000.

        Tillagan var forkynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga í nóvember 2020 og einnig kynnt á íbúafundi sem fór fram með rafrænum hætti þann 9. febrúar 2021.

        Til máls tók: Forseti.

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að lengja tímabil aðalskipulagsins skv. tillögunni til 2035. Einnig samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar að auglýsa tillöguna.

        Bæjarstjórn hvetur íbúa og hagsmunaaðila til að kynna sér tillöguna vel og senda inn athugasemdir ef einhverjar eru.

          Málsnúmer 2002127 17

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

          Iða Marsibil Jónsdóttir forseti víkur af fundi og afhendir fundarstjórnina til varaforseta Maríu Ósk Óskarsdóttur

          Lagt fram erindi frá Arnarlax ehf, dags. 26. janúar 2021. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði ofan við Völuvöll, Bíldudal. Samkvæmt umsókninni er um gámaeiningar að ræða fyrir allt að 40 manns með alrými, eldhúsi o.fl. Húsnæðið er hugsað til 3-5 ára. Samkvæmt umsókninni hefur reynst erfitt að manna vaktir í sláturhúsi fyrirtækisins vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar, þar sem starfsmennirnir hafa verið búsettir í öðrum þéttbýliskjörnum, en vaktir í sláturhúsi eru áætlaðar frá 04:00 - 22:00.

          Svæðið við Völuvöll, er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota og samræmist sú landnotkun ekki áætlunun umsækjenda. Í endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem nú er í vinnslu verður svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði. Um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 81. fundi sínum 15. febrúar sl. og bókaði eftirfarandi:

          "Í ljósi þess mikla húsnæðisvanda sem skapast hefur á Bíldudal í kjölfar fjölgunar íbúa, tekur skipulags- og umhverfisráð jákvætt í erindi Arnarlax um aðstöðu fyrir tímabundna búsetu á fyrirhuguðu íbúðasvæði (skv. tillögu að aðalskipulagi 2018-2035) við Völuvöll. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vandað verði til verka við ásýnd og uppsetningu aðstöðunnar og að náið samráð verði við bæjarfélagið um útfærsluna sem skal ekki vera hugsuð til lengri tíma en þriggja ára.

          Skipulags- og umhverfisráð metur sem svo að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við bæjarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

          Endanlegt leyfi verði ekki veitt fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi við fyrirtækið um skilyrði fyrir svæðinu."

          Til máls tók: Varaforseti.

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar að undirbúa óverulega breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skv. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem svæðið verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

          Samþykkt samhljóða.

          Iða Marsibil Jónsdóttir tekur aftur við stjórn fundarins.

            Málsnúmer 2102001 8

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum

            Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum fyrir þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarstjóri fór yfir vinnu starfshópsins sem unnið hefur að málinu. Um er að ræða fyrsta þjóðgarðinn á Vestfjörðum og innan marka hans er friðlandið í Vatnsfirði og tvö náttúruvætti, Dynjandi og Surtrabrandsgil sem áður hafa verið friðlýst. Það land sem verður innan marka þjóðgarðsins er allt í eigu ríkisins. Markmið friðlýsingarinnar skv. skilmálunum er að vernda og varðveita þetta einstaka svæði til framtíðar. Í skilmálunum er þó sérstaklega tekið tillit til núverandi nýtingar innan svæðisins sem og nauðsynlegrar innviðauppbyggingar m.a. veglagning um Dynjandisheiði.

            Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

            Bæjarstjórn fagnar áformunum og tekur undir bókun bæjarráðs að mörg tækifæri séu fólgin í stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá beri drög að friðlýsingaskilmálum þess merki að tekið hafi verið tillit til athugasemda og ábendinga íbúa og hagsmunaaðila þegar áform um stofnun þjóðgarðsins voru kynnt.

            Við áframhaldandi undirbúning fyrir stofnun þjóðgarðsins leggur bæjarstjórn áherslu á að gætt verði að nauðsynlegri innviðauppbyggingu innan marka þjóðgarðsins. Þá verði ekki settar íþyngjandi takmarkanir við framtíðarorkuöflun innan marka þjóðgarðsins, viðhald og endurnýjun raflína og orkumannvirkja verði ekki takmörkuð sem og uppbygging samgöngumannvirkja, m.a. á Dynjandisheiði.

            Bæjarstjórn hvetur íbúa og hagsmunaaðila til að skila sínum ábendingum og athugasemdum til umhverfisstofnunar þegar friðlýsingarskilmálarnir verða auglýstir.

              Málsnúmer 2001009 7

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Jarðgangaáætlun Vestfjarða

              Lagt fram minnisblað til sveitarstjórna á Vestfjörðum um Jarðgangaáætlun Vestfjarða dags. 8. janúar 2021, ásamt drögum að jarðgangaáætlun og kynningu af fundi með bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps frá 16. janúar 2021. Óskað er eftir afstöðu Vesturbyggðar til forgangsröðunar jarðgangakosta á Vestfjörðum.

              Til máls tók: Forseti

              Að mati bæjarstjórnar Vesturbyggðar vantar ítarlegri upplýsingar og gögn í drög að Jarðgangaáætlun Vestfjarða. Í drögin vantar upplýsingar um umferðatölur á einstökum vegköflum, slysatíðni, tjón, fjölda lokunardaga, fjölda snjóflóða og svo framvegis. Þá er að mati bæjarstjórnar mikilvægt að lýst verði nánar í drögunum, þeim aðstæðum sem eru á þeim samgönguleiðum sem eru hvað erfiðastar á Vestfjörðum. Á það m.a. við um kafla skýrslunnar um Mikladal, Hálfdán og Kleifaheiði.

              Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir það í minnisblaði Vestfjarðastofu að áhersla verði á heilsárstengingar milli byggðakjarna innan atvinnu- og þjónustusvæða. Bæjarstjórn leggur þó ríka áhersla á að samgöngur innan sveitarfélaga og tenging byggðakjarna verði tryggðar, en sveitarfélagið Vesturbyggð hefur nú starfað síðan 1994 og enn þurfa íbúar sveitarfélagsins að fara um erfiða fjallvegi til að sinna vinnu og sækja þjónustu, allt árið um kring. Það er því krafa bæjarstjórnar að tenging byggðakjarna innan sameinaðra sveitarfélaga verði í forgangi. Þar af leiðandi er mikilvægt að þættir eins og áhrif á búsetu og efnahagslíf verði greindir í skýrslunni.

              Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun sveitarstjórnar Reykhólahrepps um að unnin verði greining á áhrifum samgöngubóta á byggðakjarna og atvinnusvæði á öllum Vestfjörðum og leitað verði fjölþættra lausna í samgöngumálum fyrir landshlutann.

              Er það von bæjarstjórnar Vesturbyggðar að þegar frekari gögn og rannsóknir liggi fyrir verði fullnægjandi forsendur til staðar til að taka afstöðu til forgangsröðunar jarðgangakosta og samgöngubóta á Vestfjörðum. Ákvörðun um forgangsröðun jarðgangakosta á þessum tímapunkti er að mati bæjarstjórnar ótímabær og verður slík ákvörðun aðeins byggð á tilfinningum og geðþóttamati hvers sveitarfélags fyrir sig. Mun slík ákvörðun aldrei skila þeirri mikilvægu samstöðu sem nauðsynlegt er að ná um þetta mikilvæga málefni fyrir Vestfirði í heild sinni.

                Málsnúmer 2101046 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Tónlistarskóli - nýtt námsframboð

                Lögð fram tillaga skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar um töku gjalds fyrir fornám í hljóðfæraleik. Um er að ræða kennslu á blokkflautu, hljómborð og ásláttarhljóðfæri á 6 vikna námskeiði í febrúar og mars, þar sem kennt verður einu sinni í viku. Gjald fyrir námið er 7.000 kr. á hvern nemanda. Fræðslu- og æskulýðsráð staðfesti gjaldið á 69. fundi sínum, 1. febrúar sl.

                Til máls tók: Forseti

                Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða fjárhæð gjaldsins.

                  Málsnúmer 2102009 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerð

                  9. Bæjarráð - 913


                  10. Fræðslu- og æskulýðsráð - 69

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 1. febrúar 2021. Fundargerðin er í 2 liðum.

                  Málsnúmer 2102001F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  11. Fasteignir Vesturbyggðar - 76

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar ehf., fundurinn var haldinn 9. febrúar 2021. Fundargerðin er í 1 lið.

                  Málsnúmer 2102004F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  12. Bæjarráð - 914

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. febrúar 2021. Fundargerðin er í 18 liðum.

                  Málsnúmer 2102003F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  13. Öldrunarráð - 1

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar öldrunarráðs, fundurinn var haldinn 11. febrúar 2021. Fundargerðin er í 3 liðum.

                    Málsnúmer 2102002F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    14. Hafna- og atvinnumálaráð - 28

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 11. febrúar 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

                    Málsnúmer 2102005F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    15. Skipulags og umhverfisráð - 81


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:51