Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #355

Fundur haldinn í fjarfundi, 9. desember 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 355. fundar miðvikudaginn 9. desember kl. 17:00.

Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2021 ásamt 3ja ára áætlun 2022-2024.

Rekstur A - og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 80 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 110 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um 29,5 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 40 millj.kr. Fjárfestingar eru 251 millj.kr., afborganir langtímalána 179 millj.kr. og lántökur 416 millj.kr.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er neikvæður um 67 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 76 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 144 millj. kr. Veltufé til rekstrar er um 71 millj. kr. Fjárfestingar eru 138 millj.kr., afborganir langtímalána 118 millj.kr. og lántökur 390 millj.kr.

Til máls tók: Forseti

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2005091 14

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2021 - gjaldskrár Vesturbyggðar

    Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2021. Gjaldskrár eru óbreyttar frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Til máls tók: Forseti

    Forseti bar staðfestingu gjaldskránna upp til atkvæðagreiðslu.

    Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2021.

      Málsnúmer 2011019 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

      Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2020 sem lagður var fyrir á 910. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Viðaukinn er lagður fram vegna verkefna sem ekki verður farið í á árinu 2020 en gert var ráð fyrir í áætlun. Viðbótarfjárfesting í varmadælum þar sem styrkir frá orkustofnun koma að hluta til á móti og hækkun á launakostnaði í fræðslumálum.

      Rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður neikvæð um 1,1 milljón. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður 112,9 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 24 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 9,7 milljón og verður 62,9 milljónir.

      Til máls tók: Forseti

      Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukann.

        Málsnúmer 2005022 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

        Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust við forkynningu á endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030. Á 79. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 7. desember s.l. var endurskoðað aðalskipulag tekið fyrir eftir forkynningu, eftirfarandi var bókað á fundinum:

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gera þær breytingar á skipulagsgögnum sem fram koma í samantektinni.

        Á fundi skipulagshóps sem haldinn var 5. desember voru lagðar til eftirfarandi breytingar á skipulagsgögnum hvað varðar Vestfjarðaveg og Bíldudalsveg.

        Í samráði við Vegagerðina og m.t.t. niðurstöðu umhverfismats og álits Skipulagstofnunar var ákveðið að setja inn eftirfarandi veglínur inn í aðalskipulagið.

        Bíldudalsvegur (63)
        Á Bíldudalsvegi er það aðalveglína X. Vikið er frá veglínu X á eftirfarandi stöðum:
        Reykjafjörður veglína Q.
        Trostansfjörður veglína Z.

        Vestfjarðavegur (60), um Dynjandisheiði
        Frá núverandi framkvæmdakafla við Þverdalsá að sveitarfélagsmörkum
        er það veglína F.

        Vestfjarðavegur (60), um Vatnsfjörð
        Veglína A1 fylgi núverandi Vestfjarðavegi fyrir Vatnsfjörð og að Hótel Flókalundi, þar taki við veglína A2 sem þveri ósa neðan Pennu. Í stað þess að fara upp Penningsdalinn utan til við Pennu frá veglínu A2 verði hringtorg á ósunum innan til við Pennu með afleggjurum til Hótels Flókalundar og svo áfram upp Penningsdalinn.

        Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að fyrrgreindar veglínur verði samþykktar.

        Til máls töku: Forsti og FM.

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill þakka öllum þeim íbúum og hagsmunaaðilum sem skiluðu athugasemdum og ábendingum vegna forkynningar á skipulagstillögunni kærlega fyrir þeirra góðu ábendingar og tillögur sem bárust um skipulagstillöguna.

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs sem og bókun bæjarráðs frá 898. fundi ráðsins þann 14. júlí 2020 þar sem lagst er gegn þverun Vatnsfjarðar og staðfestir hér með að ofangreindar veglínur verði sýndar í aðalskipulagi Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 2002127 17

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

          Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 1. desember 2020 um breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðarsvæðis I10, Seftjörn, þar sem gerðar eru athugasemdir um umfang uppbyggingar og starfseminnar skv. breytingu á aðalskipulagi, þar sem það endurspegli ekki umhverfismat áætlunarinnar, lagfæra þurfi þann efnisgalla á breytingunni.

          Til máls tók: Forseti

          Bæjarstjórn samþykkir að endurauglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.

            Málsnúmer 2004024 12

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

            Lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 1. desember 2020 um breytingu á deiliskipulag fyrir Seftjörn, lóð 1 í Vatnsfirði, þar sem gerðar eru athugasemdir um umfang uppbyggingar og starfseminnar skv. deiliskipulaginu, þar sem það endurspegli ekki umhverfismat áætlunarinnar, lagfæra þurfi þann efnisgalla á tillögunni.

            Til máls tók: Forseti

            Samþykkt að endurauglýsa deiliskipulag skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna efnisgalla og senda endurnýjaða tillögu aftur til umsagnaraðila.

              Málsnúmer 2004019 12

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

              Lögð fram breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, vegna íbúðarsvæðis við Hafnarbraut, Bíldudal. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 28. október 2020. Breytingin felst í breyttri afmörkun á íbúðarsvæði við Hafnarbraut og það stækkað niður fyrir Hafnarbraut yfir á landfyllingu. Opið svæði til sérstakra nota Ú7 minnkar sem því nemur. Skipulags- og umvherfisráð tók málið fyrir á 79. fundi ráðsins þar sem bókað var að gera þurfi breytingu á tillögunni til samræmis við það deiliskipulag sem til umfjöllunar er á 8. lið dagskrárinnar.

              Til máls tók: Forseti

              Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.

                Málsnúmer 2010079 6

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Deiliskipulag - íbúðarsvæði við Hafnarbraut, Bíldudal

                Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 9 á Bíldudal, dags. 4. desember 2020. Um er að ræða deiliskipulag fyrir 10 íbúða hús. Unnið er samtímis að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 79. fundi ráðsins þar sem bókað var að gera þyrfti betur ráð fyrir því hvernig aðkomu að húsinu frá Hafnarbraut verði háttað m.t.t. frekari uppbyggingar á svæðinu, þá þurfi að skilgreina bílastæði á uppdrætti. Endurskoða þarf texta varðandi fornminjar og laga uppdrátt sem sýnir gildandi aðalskipulag. Lagði skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að svæðið umhverfis lóðina verði fullmótað á auglýsingartíma deiliskipulagsins, svo skýrt sé hverjir nýtingarmöguleikar svæðisins séu til framtíðar m.t.t. endurskoðaðs aðalskipulags 2018-2030 sem var í forkynningu til 22. nóvember 2020.

                Til máls tók: Forseti og FM

                Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð með fyrrgreindum athugasemdum skipulags- og umhverfisráðs í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.

                  Málsnúmer 2010080 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður

                  Lagt fram bréf Breiðafjarðarnefndar, dags. 23. nóvember sl., ásamt samantekt og niðurstöðum nefndarinnar eftir upplýsingaöflun og samráð um framtíð Breiðafjarðar. Hafna- og atvinnumálaráð og bæjarráð fjölluðu um samantektina og niðurstöðu á síðustu fundum ráðanna og var hafnastjóra og bæjarstjóra falið að skila umsögn um samantektina. Einnig voru lögð fram drög að umsögn um samantektina og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar.

                  Til máls tók: Forseti

                  Bæjarstjórn samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ljúka við umsögnina.

                    Málsnúmer 2011075 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fundargerð

                    10. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 25

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 2. desember 2020. Fundargerðin er í 2 liðum.

                    Málsnúmer 2011005F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    11. Hafna- og atvinnumálaráð - 26


                    12. Bæjarráð - 910

                    Lögð fram til kynningar fundargerð 910. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 3. desember 2020. Fundargerðin er í 24 liðum.

                    Málsnúmer 2011012F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    13. Skipulags og umhverfisráð - 79


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48