Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #77

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. október 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Ósk um staðfestingu landarmerkja, Litla Eyri Bíldudal

Erindi frá Helgu Bjarnadóttur f.h. eigenda jarðarinnar Litlu-Eyrar Bíldudal, dags. 10. september 2020. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu formlegra landmerkja milli Litlu-Eyrar og lands Vesturbyggðar í Bíldudal er liggur að þorpinu á Bíldudal. Erindinu fylgir afrit af afsali dags. 19. feb 1963, afrit af lóðarleigusamningi fyrir Arnarbakka 8 dags. 7. nóv 1984. ásamt lóðarblaði. Þá fylgir erindinu loftmynd með innfærðri(hnitsettri) landamerkjalínu sem gengur skáhallt gegnum(vestur) lóðirnar Arnarbakka 4, 6 og 8 á Bíldudal. Loftmyndin er dags. 15. júní, unnin af Verkís.

Á 892. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 10. mars 2020 var tekið fyrir minnisblað byggingarfulltrúa ásamt drögum að landamerkjayfirlýsingu fyrir mörk jarðanna Litlu-Eyrar og lands í eigu Vesturbyggðar er liggur að fyrrgreindum mörkum.

Ljóst er að nokkuð ber í milli á skilningi málsaðila á landamerkjum og fyrirliggjandi gögnum.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.

    Málsnúmer 2009052

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Aðalskipulagsbreyting - Seftjörn fiskeldi

    Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Seftjörn, lóð 1. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.
    Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
    Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.
    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.

      Málsnúmer 2004024 12

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Deiliskipulag fyrir fiskeldi - Seftjörn.

      Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi, Seftjörn. Tillagan var auglýst frá 28. ágúst til 12. október 2020.
      Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
      Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd. Minjastofnun skilaði ekki inn umsögn fyrir tilskilinn frest.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.

        Málsnúmer 2004019 12

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Umsókn um framkvæmdaleyfi - urðun.

        Tekið fyrir erindi Íslenska kalkþörungafélagsins dags. 9. september 2020. í erindinu er sótt um urðun á óvirku efni ofan við Völuvöll á Bíldudal. Meðfylgjandi umsókninni er yfirlitsmynd og framkvæmdalýsing.
        Um er að ræða urðun á náttúrulegu efni, möl og kalk og verið er að nýta efnið til að ganga frá aflögðu efnistökusvæði. Svæðið sem um ræðir er á svæði sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota en efnismagn og fyrirætlanir samræmast skilmálum aðalskipulagsins.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma í framkvæmdaleyfisumsókninni hvað varðar frágang, tímamörk og efnismagn. Lokafrágangur skal unninn í samráði við Vesturbyggð.

          Málsnúmer 2010029 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Langahlíð 16A. Umsókn um byggingarleyfi.

          Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Lönguhlíð 16a á Bíldudal. Grenndarkynnningin var auglýst 4. september með athugasemdafresti til 4. október 2020. Þrjár athugasemdir bárust við grenndarkynninguna sem beindust að ásýnd hússins og sjónrænum áhrifum. Óskað var umsagnar Veðurstofunnar vegna nálægðar bílastæða við ofanflóðavarnir. Umsögn barst frá Veðurstofunni með bréfi dags. 22. september 2020. Í umsögninni kemur fram að Veðurstofan telur réttast að ekki sé að svo komnu máli reistar nýjar byggingar á A-hættusvæðum undir varnargörðum. Hvort sem er á lóðum ofan núverandi byggðar eða nær varnargörðum en fyrirliggjandi byggð nú stendur. Þannig verði byggðin ekki teygð nær hlíðinni eða nær varnargörðum. Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum í kjölfar atburðanna á Flateyri í janúar sl. og verður hættumat svæðis við varnargarð undir Búðagili endurskoðað í vetur.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fallið verði frá áformum um byggingu íbúðarhús við Lönguhlíð 16a og samþykkir um leið að grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrirhuguð úthlutun lóðar og ný áform um byggingu 10 íbúða íbúðarhúss neðan Hafnarbrautar á núverandi landfyllingu.

          Skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa grenndarkynningargögn.

            Málsnúmer 2008007 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Langahlíð 16B. Umsókn um byggingarleyfi.

            Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Lönguhlíð 16b á Bíldudal. Grenndarkynnningin var auglýst 4. september með athugasemdafresti til 4. október 2020. Þrjár athugasemdir bárust við grenndarkynninguna sem beindust að ásýnd hússins og sjónrænum áhrifum. Óskað var umsagnar Veðurstofunnar vegna nálægðar bílastæða við ofanflóðavarnir. Umsögn barst frá Veðurstofunni með bréfi dags. 22. september 2020. Í umsögninni kemur fram að Veðurstofan telur réttast að ekki sé að svo komnu máli reistar nýjar byggingar á A-hættusvæðum undir varnargörðum. Hvort sem er á lóðum ofan núverandi byggðar eða nær varnargörðum en fyrirliggjandi byggð nú stendur. Þannig verði byggðin ekki teygð nær hlíðinni eða nær varnargörðum. Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum í kjölfar atburðanna á Flateyri í janúar sl. og verður hættumat svæðis við varnargarð undir Búðagili endurskoðað í vetur.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fallið verði frá áformum um byggingu íbúðarhús við Lönguhlíð 16b og samþykkir um leið að grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrirhuguð úthlutun lóðar og ný áform um byggingu 10 íbúða íbúðarhúss neðan Hafnarbrautar á núverandi landfyllingu.

            Skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa grenndarkynningargögn.

              Málsnúmer 2008008 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Leiksvæði á Björgunum

              Lagt fram erindi frá Gunnþórunn Bender f.h. íbúa á Björgunum á Patreksfirði, dags. 25. september 2020. Erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 905. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 30. september 2020. Í erindinu er óskað eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útbúa leiksvæði í götunni enda hafi fjöldi barna aukist mikið undanfarin ár. Þá sé langt fyrir börn að ganga á næsta leiksvæði. Í erindinu er lagt til að leiksvæðið verði á lóð fyrir ofan Aðalstræti 118.

              Bæjarráð tók jákvætt í erindið og fól sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingafulltrúa að vinna að nánari tillögu ásamt fulltrúum íbúa á Björgum.

              Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun bæjarráðs og tekur jákvætt í erindið. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu vegna leiksvæðisins.

                Málsnúmer 2009088 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Hótel Flókalundur. Umsókn um stöðuleyfi

                Erindi frá Pennu ehf. dags. 30. sept 2020. í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20ft aðstöðugám við Hótel Flókalund. Gámurinn er ætlaður sem búningsklefi vegna vegagerðar á Dynjandisheiði. Gámurinn verður staðsettur á plani austan við hótelið.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

                  Málsnúmer 2010001

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Hlíðarvegur 2. Umsókn um stækkun lóðar.

                  Tekið fyrir erindi Vilhelms Snæs Sævarssonar og Guðnýjar Ólafíu Guðjónsdóttur. Erindið er dagsett 21. september 2020 og í því er sótt um stækkun lóðar við Hlíðarveg 2.

                  Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu en samkvæmt Þjóðskrá Íslands er lóðin skráð 600 m2.

                  Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að stækkunin verði samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að nýju lóðablaði lóðar. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem áformin varða einungis hagsmuni sveitarfélagsins og umsækjanda.

                    Málsnúmer 2009067 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Fyrirspurn um byggingarlóð.

                    Erindi frá Guðbjarti G. Egilssyni dags. 10. september 2020. Í erindinu er óskað eftir lóð fyrir u.þ.b. 100m2 stálgrindar atvinnuhúsnæði/geymslu við Rauðakross húsið á Patreksfirði eða á öðrum hentugum stað.

                    Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í erindið en getur því miður að svo stöddu ekki úthlutað lóð við Rauðakrosshúsið þar sem það er skilgreint samkvæmt gildandi aðalskipulagi opið svæði og verður framtíðarnotkun svæðisins endurskoðuð í tengslum við vinnu við gerð nýs aðalskipulags sem nú stendur yfir. Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að skoða mögulegar lóðir í Mikladal með umsækjenda.

                      Málsnúmer 2009060

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Balar, Patreksfirði. Umsókn um lóðir.

                      Tekið fyrir erindi frá Skemman Vatneyri ehf. Erindið er dagsett 9. október 2020. Í erindinu er sótt um lóðir undir tvö parhús við Bala á Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af MarkStofu dags. 6. október 2020.

                      Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

                      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir um leið að grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrirhuguð úthlutun lóðanna og ný áform um byggingu tveggja parhúsa á einni hæð.

                        Málsnúmer 2010043 4

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Járnhóll. Umsókn um lóð fyrir áhaldahús.

                        Erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar dags. 14. október 2020. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Járnhól 10, Bíldudal undir húsnæði og athafnarsvæði þjónustumiðstöðvar Vesturbyggðar á Bíldudal skv. skipulagi.

                        Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt.

                          Málsnúmer 2010044 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Mikladalsvegur - leyfi til færslu á veg.

                          Tekið fyrir erindi frá Gísla Ásgeirssyni. Erindið er dagsett 13. október 2020 og í því er sótt um að færa slóða um 8 metra á um 120 metra kafla á Mikladalsvegi framhjá húsi nr. 11. Meðfylgjandi erindinu er skýringarmynd sem lýsir framkvæmdinni.

                          Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en kallar eftir að frekari upplýsingum. Erindinu er frestað.

                            Málsnúmer 2010039

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Brjánslækur, umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslu- og aðstöðugámum

                            Erindi frá Íslenskum Aðalverktökum, dags. 14. október 2020. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 9 gámum í gamalli námu í landi Brjánslækjar 2. Gámarnir eru ætlaðir undir búnað tengdan framkvæmdum fyrirtækisins við vegagerð við Vestfjarðaveg - Dynjandisheiði. Erindinu fylgir samþykki landeigenda.

                            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.

                              Málsnúmer 2010047

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

                              Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu.

                              Áhersla verði á bætta ásýnd og umgengni á og við auðar lóðir og á opnum svæðum með óskilgreindan tilgang innan þéttbýlis.

                              Unnið verði að bættri ásýnd við gámasvæði og söfnunarsvæði sorps í þéttbýli og dreifbýli.

                              Átak verði gert í nýtingu trjágróðurs til skjóls og fegrunar í þéttbýli.

                              Endurbætur á ónýtum gangstéttum, gangstéttum fjölgað með tilheyrandi götugögnum, það bætir ásýnd og eflir bæjarbrag.

                              Átak verði gert í að fjarlægja ónýtar bifreiðar, ónýtar byggingar, hættuleg mannvirki og ónýt atvinnutæki í byggðakjörnum.

                              Sérstök áhersla verði á bætta umgengni á athafnasvæðum atvinnurekenda í sveitarfélaginu.

                                Málsnúmer 2005091 14

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Til kynningar

                                16. Endurskoðun hættumats undir leiðigörðum

                                Lagt fram til kynningar bréf Veðurstofu Íslands dags. 1. október 2020 þar sem tilkynnt er að endurskoðað verður hættumat undir nokkrum varnargörðum hér á landi, þar á meðal á Bíldudal (Búðargil). Bréfinu fylgir yfirlitskort sem sýnir það svæði sem endurskoðun hættumats mun ná til og ítrekar Veðurstofan að ekki verði byggt á því svæði.

                                  Málsnúmer 2010010 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30