Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #166

Fundur haldinn í fundarsal félagsheimilis Patreksfjarðar, 13. september 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar Krossholt/langholt

    Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela í sér að bætt verði inn opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og gólfvöll. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 1203094 7

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag Krossholt Langholt

      Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Krossholt/Langholt, greinargerð dags. 1.6.2012 og uppdráttur dags. 6.9.2012. Íbúafundur var haldinn 12. september sl. og fram komu athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að gerðar verði breytingar til samræmis við þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Breytingarnar fela m.a í sér að bætt verði inn skírari skilmálum inn fyrir núverandi hús, opnu svæði til sérstakra nota s.s. tjaldsvæði og gólfvöll. Einnig að landamerkjalínur verði lagaðar. Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Málsnúmer 1110041 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag Patrekshöfn

        Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 12. júní til 31 júlí 2012.
        Alls bárust þrjár athugasemdir við auglýst deiliskipulag og umsagnir bárust frá Húsafriðunarnefnd og Siglingastofnun.
        Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
        Helgi Páll Pálmason og Sólveig Ásta Jóhannsdóttir, dags 5. júlí 2012.
        Efni athugasemdar:
        Aðkoma bifreiða að Aðalstræti 7 verði áfram um Túngötu að þ.e. ekið frá Þórsgötu að húsinu.
        Viðbrögð við athugasemd:
        Gerð hefur verið breyting á uppdrætti þar sem aðkoma er sýnd frá Þórsgötu að Aðalstræti 7. Teknir eru út byggingareitir fyrir bílskúra við Aðalstræti vegna garðveggs við Aðalstræti 5-9 sem eru settir undir hverfisvernd. Gerð er grein fyrir kvöð um aðkomu á uppdrætti og greinargerð.
        Sigurður Viggósson fh. Odda hf, dags. 19. júlí 2012.
        Efni athugasemdar:
        Oddi hf óskar eftir stækkun byggingareits við fiskvinnsluhús félagsins við Patrekshöfn, bæði til vesturs, norðvesturs og austurs eins og mögulegt er.
        Jafnframt er óskað eftir leigu lóða við fasteignir félagsins á hafnarsvæðinu, bæði við Eyrargötu og Oddagötu.
        Viðbrögð við athugasemd:
        Byggingarreitur Odda hf er stækkaður til vesturs, norðvesturs og austurs og fer að hluta til yfir bílastæði fyrir rekstaraðila sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði þar áfram þar til að stækkun byggingar verði að veruleika en stæðum mun fækka um 11. Lóðamörk verða einnig stækkuð.
        Sæmundur Jóhannsson, dags 12. júlí 2012.
        Efni athugasemdar:
        Mótmælt er fyrirhuguðum byggingareit við Vatnskrók 1 og 2.
        Viðbrögð við athugasemd:
        Byggingarreitur er felldur út.
        Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
        Húsafriðunarnefnd, dags. 6. júní 2012.
        Efni umsagnar:
        Húsafriðunarnefnd mælist til þess að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu verði tekið tillit mats á varðveislugildi húsa á hafnarsvæðinu, með hverfisvernd.
        Einnig verði horft til varðveislugildi annarra þátta í umhverfinu, svo sem steyptu garðveggjanna við Aðalstræti.
        Viðbrögð við umsögn:
        Í greingerð og á uppdrætti er gerð grein fyrir hverfisvernd á hafnarsvæðinu í samræmi við húsakönnun sem lauk á árinu 2012. Sett er hverfisvernd á einar átta byggingar við Aðalstræti og á Vatneyri sem og á garðvegg við Aðalstræti 5-9.
        Siglingastofnun, dags. 29. maí 2012.
        Efni umsagnar:
        Sjóvarnir: Merkingar á deiliskipulagsuppdrætti, "sjóvörn" (sjóvörn sem komin er) og "tillaga að sjóvörn", er í nokkru ósamræmi við túlkun Siglingastofnunar á sjóvörn sjá meðfylgjandi kafla um Patreksfjörð úr yfirlitsskýrslu Siglingastofnunar um sjóvarnir árið 2011. Sjóvörn er á um 140 m kafla í kverkinni vestan við Oddann og frá suðurenda hafskipabryggju að kverkinni austan Vélsmiðjunnar. Þessar varnir voru byggðar i nokkrum áföngum, síðasti 2004. Vesturbyggð hefur óskað eftir að tengja sjóvörn sem komin er sunnan á eyrinni við grjótvörn Vegagerðarinnar meðfram Strandvegi. Þar gæti við vissar aðstæður flætt sjór inn á eyrina. Styrking grjótvarnar á um 40 m kafla vestan a Oddanum er áætluð 2014 í tillögu til þingsályktunar a samgönguáætlun 2011 -2014. Oddinn telst ytra mannvirki Patrekshafnar og grjótvörn þar því hafnargerð. Frágangur fláa meðfram sjávarborði innan hafnar er að mati Siglingastofnunar ekki sjóvörn.
        Hafnarmannvirki: í greinargerð, kafla 3, er talin ýmis starfssemi og búnaður við höfnina. Þar vantar að nefna upptökubraut fyrir smábáta sem gerð var 1997 og staðsett er við Þórsgötu nálægt Oddanum. Tillaga um trébryggju í kvosinni gegnt Þórsgötu 14 er ekki heppileg lausn til að skapa aukið viðlegupláss að mati Siglingastofnunar. Kanturinn nýtist ekki til fulls þar sem hann myndar kverk við innri hafnarbakka og aðkoma auk þess þröng vegna flotbryggju fyrir framan. Hugsanlega mætti koma þarna upp útivistaraðstöðu og almenningstorgi þó staðurinn virðist nokkuð aðkrepptur. Bent er á að koma mætti upp viðlegu fyrir minni báta, t.d. í Vatnskrók eða við garða sem eru fram í höfnina út frá Þórsgötu.
        Flóðahætta: Í greinargerð er ekki nefnd hætta á sjávarflóðum á eyrinni en að mati Siglingastofnunar er rétt að hún sé höfð í huga og í skilmalum fyrir lóðir verði kveðið á um lágmarks gólfkóta. Aftakaflóðhæð er áætluð +2,6 m (bæjarkerfi) +0,5 m öryggishæð. Lagt er til að gólfkótar sáu ekki hafðir lægri en +3,2 m.
        Viðbrögð við umsögn:
        Umfjöllun í greinargerð varðandi sjóvarnir hefur verið breytt. Ekki er lengur sýnd tillaga að sjóvörn þar sem í umsögn kemur fram að sú vörn hafi verið fyrir hendi.
        Bætt hefur verið við umfjöllun um upptöku í greinargerð og gert grein fyrir henni á skýringaruppdrætti. Bætt hefur verið við í greinargerð og á uppdrætti umfjöllun um nýja flotbryggju við garð sem liggur út frá Þórsgötu og greint frá því að trébryggja í kverkinni sé eingöngu ætluð til útivistar.
        Bætt var við í greinargerð umfjöllun um sjávarflóð og sett inn í þá umfjöllun að gólfkótar séu ekki hafðir lægri en +3,2m.
        Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á auglýstri tillögu eru ekki vegna formlegra athugasemda heldur óskir hagsmunaaðila á svæðinu um aukið byggingarmagn. Til að koma til móts við þær óskir voru gerðar eftirfarandi breytingar á greinargerð og uppdrætti.
        - Stækkun lóðar og byggingarreits á iðnaðarlóð við Oddagötu.
        - Stækkun lóðar og byggingarreits á Vatneyri þ.e. við núverandi Vöruafgreiðslu.
        - Bætt er við núverandi flotbryggju við nyrsta garðinn sem gengur út frá Þórsgötu.
        Tillagan tekin fyrir og byggingarfulltrúa falið að ganga frá tillögunni til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt hafnar- og bæjarstjórnar.

          Málsnúmer 1201032 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Matís beiðni um afnot af landi við Þúfneyri

          Í erindinu óskar Lilja Magnúsdóttir kt. 140860-3529 verkefnastjóri f.h Matís ohf. eftir afnotum á landi á Þúfneyri í Patreksfirði . Fyrirhugað er að reisa 9. Kvíar í sjó sem yrðu um 7 m í þvermál hver. Kvígunum er ætlað að fylgja aðstaða staðsett um 150m innan við Þúfneyri. Skipulags -og byggingarnefnd tekur vel í erindið en bendir á að hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem taka mun á staðsetningu fóðurstöðva í Fossfirði og Patreksfirði. Málinu vísað til bæjarráðs.

            Málsnúmer 1208042 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag frístundabyggðar í vesturbotni

            Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
            Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Vesturbotni. Skipulagslýsing var auglýst 28. ágúst sl. og lýsingin send til eftirfarandi umsagnaraðila. Skipulagsstofnun, Veðurstofunni, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Fornleifavernd ríkisins. Umsagnir hafa borist frá öllum aðilum nema Vegagerð. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. laga nr. 123/2010 að undangengnum leiðréttingum umsagnaraðila

              Málsnúmer 1205105 7

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umhverfisráðuneytið varðar urðun í Vatneyrarhlíðum

              Erindi frá umhverfisstofnun dagsett 27. ágúst 2012. Í erindinu vísar umhverfisstofnun í 5. gr. nr. 7/1998. Í Bréfinu kemur fram að vesturbyggð fá ekki undaþágu frá starfleyfi fyrir urðun í vatneyrarhlíðum á meðan unnið er að skipulagsmálum. Starfsleyfi Vesturbyggðar rennur út í desember 2012. Skipulags -og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að flýta skipulagsvinnu eins og kostur er.

                Málsnúmer 1209002 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi Brunnar 8.

                Erindi frá Guðrúnu Eggertsdóttir kt. 130176-5189. Í erindinu óskar Guðrún eftir leyfi til að byggja yfir svalir og síkka glugga í stofu á fasteign sinni að Brunnum 8 fnr. 212-3856. Erindinu fylgja planteikninga fyrir og eftir breytinguna. Einnig fylgja sið -og útlitsteikningar unnar af Kristjáni G. Loftssyni. Kt. 230873-5699. skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.

                  Málsnúmer 1209016 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fjarðarlax svæði fyrir fóðurstöð á Þúfneyri

                  Erindi frá Fjarðarlax ehf. Í erindinu óskar Fjarðalax eftir lóð undir fóðurstöð á Þúfneyri í Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af teiknistofunni Gingi. Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið og bendir á að hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem taka mun á staðsetningu fóðurstöðva í Fossfirði og Patreksfirði. Málinu vísað til bæjarráðs.

                    Málsnúmer 1205070 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma í Ásgarði lnr.139876

                    Umsókn frá Kristinni Guðmundssyni kt. 160748-3709 í umsókninni óskar Kristinn eftir stöðuleyfi fyrir 3 gáma í landi Ásgarðs á Hvallátrum landnúmer. 139876. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu stöðuleyfis til eins árs á meðan umsækjandi aflar gagna til umsóknar um byggingarleyfi. Einnig bendir nefndin á að unnið er að skipulagsmálum á svæðinu.

                      Málsnúmer 1209013

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Beiðni um gerð deiliskipulags við Aðalstræti 100, Patreksfirði

                      Erindi frá Aðalstræti 100 hf. í erindinu óskar Sigurður Viggósson f.h. Aðalstræti 100 eftir leyfi Vesturbyggðar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags í nágrenni við Aðalstræti 100 á Patreksfirði. Skipulags -og byggingarnefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa málið til athugunar.

                        Málsnúmer 1209015

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Umsókn um byggingarleyfi Strandgata 6, Bíldudal

                        Umsókn frá Íslenska Kalkþörungafélaginu kt. 680601-2670. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir breyttu fyrirkomulagi á hurðum og gluggum á fasteign félagsins að Strandgötu 6 á Bíldudal fnr. 212-4970. Erindinu fylgja teikningar unnar af Jon Nordsteien arkitekt. Kt 180156-2132. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um leyfi húsafriðunarnefndar og fullnægjandi hönnunargögn.

                          Málsnúmer 1209021

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Umsókn um byggingarleyfi Breiðavík -stækkun

                          Erindi frá Keeran Ólason kt. Í umsókninni er sótt um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu með veitingasal, eldhúsi og geymslum. Erindinu fylgja teikningar unnar af teiknistofunni Gingi. Skipulags -og byggingarnefnd bendir á að unnið er að skipualgsmálum á svæðinu. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.

                            Málsnúmer 1209024

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Deiliskipulag á Látrabjargi.

                            Drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsvinnu við Látrabjarg lögð fram til kynningar. Málinu frestað

                              Málsnúmer 1203029 9

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Umsókn um byggingarleyfi Aðalstræti 13

                              Erindi frá Valgeiri Ægi Ingólfssyni kt.311066-5799. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir tveimur þakgluggum á suðausturhlið Aðalstræti 13. Patreksfirði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Gunnlaugi Birni Jónssyni arkitekt - GINGI. Erindinu fylgir umsögn húsafriðunarnefndar. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti.

                                Málsnúmer 1209030

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Upplýsingagjöf byggingafulltrúa

                                  Málsnúmer 1111095 6

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30