Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd #173

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. desember 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ármann Halldórsson byggingarfulltrúi

    Almenn erindi

    1. Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla og iðnaðarsv. Bíldudal.

    Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal, Aðalstrætis 100 og nágrennis tekin fyrir. Haldin var kynning fyrir íbúa sl. föstudag þann 7. desember 2012, kl 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræða skapaðist á fundinum og athugasemdir bárust. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Nefndin samþykkir að tillagan þ.e skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006.

      Málsnúmer 1208019 8

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Deiliskipulag urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð , Patreksfirði

      Tillaga af deiliskipulagi þ.e. uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði unnið af Landmótun tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Gerðar voru efnis -og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og meðfylgjandi umhverfisskýrslu og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr.105/2006

        Málsnúmer 1210087 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag Aðalstræti 100 og nágrenni, Patreksfirði

        Tillaga að deiliskipulagi vegna Aðalstrætis 100 og nágrenni, Patreksfirði tekin fyrir. Forsendur deiliskipulagsins eru að finna í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að forminjar verði skráðar inn á uppdrátt og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006 - 2018. Deiliskipulagstillagan skal auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

          Málsnúmer 1210088 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði

          Tillaga að deiliskipulagi vegna Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði tekin fyrir. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða umsögn umsagnaraðila. Nefndin felur byggingarfulltrúa að leita umsagna hlutaðeigandi aðila

            Málsnúmer 1211083 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Nýtt deiliskipulag Hafnarsvæði á Bíldudal 2012/2013

            Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 17. október 2012 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu af hafnarsvæðinu á Bíldudal. Tillagan var til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar, Skrifstofu Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, Patreksfirði og skrifstofu Skipulagsstofnunar Laugavegi 166 á skrifstofutíma frá og með miðvikudeginum 24. október 2012 til og með 7. desember 2012. Athugasemd barst frá Herði Einarssyni kennitölu vantar fyrir hönd Rækjuvers ehf. Skipulags -og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gera drög að svarbréfi í samræmi við það sem rætt var á fundinum vegna athugasemda forsvarsmanna Rækjuvers ehf. og leggja fyrir nefndina á næsta fundi. Málinu frestað.

              Málsnúmer 1210033 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag á Látrabjargi.

              Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsvinnu Látrabjargar og nágrennis tekin fyrir. Gerðar voru efnis og orðalagsbreytingar skipulags -og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana samkvæmt 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 1203029 9

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Orkubú Vestfjarða umsókn um lóð, Hafnarteigur á Bíldudal.

                Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Í erindinu óskar OV eftir lóð og byggingarleyfi við Hafnarteig á Bíldudal. Erindinu fylgir afstöðumynd. Skipulags -og byggingarnefnd óskar eftir viðræðum við forsvarsmann Orkubúsins vegna málsins, málinu frestað.

                  Málsnúmer 1211081 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um stækkun lóðar að Strandgötu 9, Bíldudal.

                  Erindi frá Óttari Ingvarssyni kennitölu vantar fh. Rækjuvers ehf. Í erindinu óskar Óttar eftir stækkun lóðar að Strandgötu 9 lnr. 140580. á Bíldudal um 23 metra til austurs og bendir á að stækkun lóðar sér forsenda þess að starfsemi geti hafist að nýju í húsnæði félagsins. Erindinu fylgir riss. Fyrirhuguð stækkun eins og henni er lýst í erindinu nær yfir Strandgötuna og lóð nr. 140581 staðgreinir 4607-8-84050100 sem eru í leigu til Lás ehf. kt. 460509-0680. Skipulags -og byggingarnefnd hafnar erindinu.

                    Málsnúmer 1211106

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00