Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #929

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. október 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ) varamaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Loftlagsstefna Vesturbyggðar 2021-2031

Rætt um vinnslu loftalagsstefnu Vesturbyggðar 2021 - 2031. Í samræmi við 5. gr. c. laga um loftlagsmál nr. 70/2012 skulu sveitarfélög setja sér loftlagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að málinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 7. október 2021 vegna þátttöku og framlaga til stafræns samstarfs sveitarfélaga 2022. Samkvæmt erindinu eru verkefnin stafrænir innviðir, sameiginleg þjónustuþróun og deiling og uppsetning opinna stafrænna lausna á stafraen.sveitarfelog.is. Áætlaður kostnaður Vesturbyggðar til þátttöku í verkefninu eru 838.782 kr. fyrir árið 2022.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2022-2025.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Úttekt á slökkviliði á sunnanverðum Vestfjörðum

Lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 30. september 2021 vegna úttektar á slökkviliði Vesturbyggðar sem fram fór 9. september sl. Markmið úttektarinnar var að staðreyna hvort framkvæmd starfs slökkviliðsins væri í samræmi við lög um brunavarnir, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og koma á framfæri leiðbeiningum til bæjarstjórnar Vesturbyggðar um það sem betur mætti fara eftir því sem við á.

Bæjarráð vísar til þess að málefni slökkviliða á sunnanverðum Vestfjörðum er til skoðunar og er skýrsla HMS mikilvægt gagn í þeirri vinnu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Húsnæðissjálfseigarstofnun á landsbyggðinni

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september sl. varðandi hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) sem starfi á lansdbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Í erindinu er óskað eftir afstöðu sveitarstjórna á landsbyggðinni um hugmyndina og upplýsi sambandið um afstöðuna fyrir lok október nk.

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur bæjarstóra að vinna drög að svari til sambands íslenskra sveitarfélaga sem lagt verði fyrir á næsta fund bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2021

Lagður fram tölvupóstar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna úthlutunar framlaga úr fiskeldissjóði 2021. Óskað hefur verið eftir rökstuðningi vegna úthlutunarinnar.

Bæjarráð gerir alvarlega athugasemd við úthlutun úr fiskeldissjóði 2021. Af fimm umsóknum Vesturbyggðar var þremur synjað og tvær lækkaðar verulega. Þá gerir bæjarráð athugasemd við að aðeins minnihluti tekna í sjóðnum rennur til sveitarfélaga á Vestfjörðum en Vesturbyggð hefur staðið í innviðauppbyggingu vegna fiskeldis síðan árið 2010. Þá ítrekar bæjarráð fyrri umsagnir sveitarfélagsins þar sem athugasemdir hafa verið gerðar um fyrirkomulag við útdeilingu tekna vegna gjaldtöku af fiskeldi í gegnum fiskeldissjóð. Í umsögnum sveitarfélagsins hefur ítrekað verið bent á að, í samræmi við álit nefndar um stefnu í auðlindamálum sem og tillögur í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 21. ágúst 2017, að stærstum hluta gjaldsins ætti að vera ráðstafað til þeirra landsvæða sem hafa aðkomu að fiskeldi í sjókvíum, eða 85% af innheimtu gjaldi. Ljóst er af úthlutun fiskeldissjóðs 2021 að útdeiling tekna af gjaldtöku af fiskeldi í sjó sé ekki í samræmi við fullyrðingar í greinagerð laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð nr. 89/2019, þar sem kom fram að samhliða uppbyggingu fiskeldis munu kröfur um innviðauppbyggingu og þjónustu í viðkomandi sveitarfélögum aukast. Þannig má gera ráð fyrir auknum útgjöldum ef efla þarf samfélagsþjónustu við íbúa og bæta samgöngur. Tekjustofnar sveitarfélaga eru takmarkaðir og því mikilvægt að þær tekjur sem falla til á grundvelli laganna renni til sveitarfélaganna þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fer fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu er einna mest.

Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur komandi ríkisstjórn til að endurskoða fyrirkomulagið og tryggja í auknara mæli að þær tekjur sem skapast verði sannarlega eftir þar sem fiskeldið og verðmætasköpunin fer fram.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Breyting á reglugerð um jöfnunarsjóð til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Lagt fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 6. október 2021 vegna birtingar á drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018 í samráðsgátt stjórnvalda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna drögin og senda umsögn um drögin í samráðsgátt ef tilefni er til.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

7. Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 4. október 2021, þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Skýrsla um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 24. september sl. þar sem vakin er athygli á skýrslu um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í borgum og bæjum. Skýrslan er framlag og afurð samstarfs borga og bæja víðsvegar um heim á vettvangi samningsins um leiðir til þess að efla og varðveita líffræðilega fjölbreytni í og við borgir og bæi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bréf ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4. október 2021 þar sem tilkynnt er að á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, hafi ráðuneytið gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hafi ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41