Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #377

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. desember 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
 • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 377. fundar miðvikudaginn 14. desember 2022 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 9 málsnr. 2211076 - Umsögn um lögbýli - Seftjörn II, liður 10 málsnr. 2210023 - Hóll, Bildudal Deiliskipulag íbúabyggðar og liður 11 málsnr. 2212008 - Umdæmisráð barnaverndar verði bætt inná dagskrá fundarins, dagskrárliðir 9 - 11 færast niður um þrjá liði og verða númer 12 - 14. Jafnframt verði teknar inn tvær fundargerðir til kynningar, liður 15. málsnr. 22120002F - Hafna- og atvinnumálaráð nr. 44 og liður 16. málsnr. 2212001F - Skipulags og umhverfisráð nr. 101.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

  Málsnúmer 2209029 14

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

  Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2023 ásamt 3ja ára áætlun 2024-2026.

  Rekstur A - og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 252 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 170 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 81,6 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 317,9 millj.kr. Fjárfestingar eru 452 millj.kr., afborganir langtímalána 182 millj.kr. og lántökur 320 millj.kr.

  Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 104,6 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 124 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 19,8 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 148 millj. kr. Fjárfestingar eru 315,8 millj.kr. og afborganir langtímalána 133,7 millj.kr.

  Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð.

  Í tilviki Vesturbyggðar á þetta við um eftirtalin samrekstrarverkefni:

  - Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
  - Fjórðungssamband Vestfirðinga
  - Náttúrustofa Vestfjarða

  Áætlanir framangreindra rekstrareininga fyrir árin 2023 til 2026 um rekstur, efnahag og sjóðsstreymi liggja ekki fyrir og því hafa áhrif þeirra ekki verið verið færð í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Þegar samþykktar fjárhagsáætlanir framangreindra rekstrareininga liggja fyrir á viðeigandi formi er fyrirhugað að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023 til 2026.

  Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóra, ÁS og GE.

  Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.

   Málsnúmer 2206023 7

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Fjárhagsáætlun 2023 - gjaldskrár

   Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2023. Gjaldskrár eru óbreyttar frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

   Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

   Forseti bar staðfestingu gjaldskránna upp til atkvæðagreiðslu.

   Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2023.

    Málsnúmer 2209059 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

    Lagður fyrir viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn var tekin fyrir á 953. fundi bæjarráðs þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

    Viðaukinn er lagður fyrir vegna verkefna sem ekki næst að klára á fjárhagsárinu 2022 í hafnarsjóði og verður gert ráð fyrir á áætlun sveitarfélagsins á árinu 2023. Fjárhæðin sem færist yfir á næsta fjárhagsár er 17 m.kr. Í viðaukanum er jafnframt leiðrétt fyrir verkefnum sem styrkveitingar fengust í fiskeldissjóði. Í vatnsveitu er verkefni uppá 5,5 m.kr. frestað en það mun ekki klárast á árinu en á móti færist styrkur frá fiskeldissjóði. Færð er styrkfjárhæð uppá 900 þ. á móti kostnaði uppá sömu upphæð vegna hönnunar á gönguleið fyrir ofan leikskólann Araklett á Patreksfirði að öðru leiti verður verkefnið klárað á árinu 2023 og styrkur færður á móti, gert er ráð fyrir því í áætlun 2023. Bætt er við fjármagni til kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal uppá 3,5 m.kr. Útgjaldaaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum sem eru umfram áætlun 2023_mv.

    Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 17 m.kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé í A hluta.

    Til máls tóku: Forseti og ÁS.

    Bæjarstjórn smþykkir viðaukann samhljóða.

     Málsnúmer 2201042 13

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Siðareglur kjörinna fulltrúa

     Siðareglur kjörinna fulltrúa voru samþykktar árið 2013 og hafa haldið gildi sínu síðan. Í upphafi hvers kjörtímabils skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglurnar sbr. 1. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011.

     Bæjarráð tók málið fyrir á 953. fundi sínum og taldi siðareglur kjörinna fulltrúa í Vesturbyggð ekki þarfnast endurskoðunar og lagði því til við bæjarstjórn að siðareglurnar haldi gildi sínu.

     Til máls tók: Forseti

     Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs og telur siðareglur kjörinna fulltrúa í Vesturbyggð ekki þarfnast endurskoðunar.

     Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 2211061 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum

      Lögð fram samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar.

      Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

      Bæjarstjórn staðfestir samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar.

       Málsnúmer 2201018 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir - UST202209-125

       Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 1. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

       Bæjarráð tók málið fyrir á 953. fundi sínum þar sem tekið var undir tillögu frá 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, frá 1. desember sl. um að Vesturbyggð tilnefni Þórkötlu S. Ólafsdóttur sem aðalmann í vatnasvæðanefnd og Tálknafjarðarhreppur tilnefni Ólaf Þór Ólafsson sem varamann hennar.

       Bæjarráð vísaði tilnefningu í vatnasvæðanefnd til staðfestingar í bæjarstjórn.

       Til máls tók: Forseti

       Bæjarstórn staðfestir tilnefninguna sem gerð var á 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

        Málsnúmer 2211021 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Endurnýjun kjarasamningsumboð og samkomulag um launaupplýsingar

        Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin endurnýi fullnaðarumboð Sambandsins til kjaraviðræðna auk þess að veita Sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins.

        Bæjarráð tók málið fyrir á 953. fundi sínum þar sem lagt var til við bæjarstjórn að endurnýja fullnaðarumboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kjaraviðræðna.

        Til máls tók: Forseti

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar veitir Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjaraviðræðana.

        Samþykkt samhljóða.

         Málsnúmer 2211070 2

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Umsögn um lögbýli - Seftjörn II

         Erindi frá Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar, dags. 22.11.2022. Í erindinu er óskað umsagnar Vesturbyggðar varðandi fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörðinni Seftjörn II. Umsóknin er í samræmi við staðfest aðalskipulag.

         Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 101. fundi sínum þar sem það gerði ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Ráðið veitti jákvæða umsögn um umsóknina og lagði þá ákvörðun fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

         Til máls tók: Forseti

         Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs.

          Málsnúmer 2211076 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

          Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 21. nóvember 2022 ásamt leiðréttum skipulagsgögnum þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

          Gerðar voru breytingar á skipulagsgögnum sem fela í sér eftirfarandi atriði:
          Fjölbýlishús var fellt úr skipulagi í stað þess var einu parhúsi í 2. áfanga breytt í fjögurra íbúða raðhús og einu þriggja íbúða raðhúsi breytt í fjögurra íbúða raðhús. Ástæða breytingarinnar var sú að ekki var gert ráð fyrir fjölbýli samkvæmt aðalskipulagi en einnig var byggingareitur fyrir fjölbýli felldur út þar sem hann var innan 50 metra fjarlægðarmarka frá Litlueyrará. Íbúðum innan svæðisins fækkaði um eina við þessa breytingu en verða eftir breytingu 58.
          Felldur var út reitur um hreinsistöð þar gert er ráð fyrir rotþróm við hvert hús, þegar byrjað verður á 2. áfanga þá skal koma fyrir hreinsistöð sem þjóna skal öllu hverfinu. Kallar það á breytingu á deiliskipulagi sem og á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035.
          Stígakerfi breytt á því svæði þar sem áður var gert ráð fyrir byggingarreit fyrir fjölbýli.
          Kafli um veitukerfi uppfærður m.t.t. breytinga.

          Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 101. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

          Til máls tók: Forseti

          Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða deiliskipulagið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

           Málsnúmer 2110023 13

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Umdæmisráð barnaverndar

           Á 374. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 21. september sl. voru lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni ásamt viðaukum. Á fundinum var bæjarstjóra falið að vinna að framgangi málsins og undirrita samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni fyrir hönd Vesturbyggðar.

           Nú er lögð fram tillaga að nýjum samningi um umdæmiráðið. Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að undirrita samning um umdæmisráð landsbyggðar hvort sem ákveðið verði að ganga til samninga á grundvelli hins nýja samnings, nefnd leið 1 eða samningsins sem lagður var fram á 374. fundi bæjarstjórnar, nefnd leið 2.

           Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri

           Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 2212008 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fundargerð

            12. Bæjarráð - 953

            Lögð fram til kynningar fundargerð 953. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. desember 2022. Fundargerðin er í 28 liðum.

            Til máls tók: Forseti

            Málsnúmer 2211006F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            13. Menningar- og ferðamálaráð - 25

            Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 6. desember 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.

            Til máls tók: Forseti

            Málsnúmer 2211004F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            14. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 66

            Lögð fram til kynningar fundargerð 66. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 1. desember 2022. Fundargerðin er í 8 liðum.

            Til máls tóku: Forseti, GE og bæjarstjóri.

            Málsnúmer 2212004F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            15. Hafna- og atvinnumálaráð - 44


            16. Skipulags og umhverfisráð - 101

            Lögð fram til kynningar fundargerð 101. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 13. desember 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.

            Til máls tók: Forseti

            Málsnúmer 2212001F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:05