Hoppa yfir valmynd

Upplýsingastefna Vesturbyggðar 2021

Málsnúmer 2011014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 5. nóvember 2020, þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur við vinnslu upplýsingastefnu fyrir Vesturbyggð á árinu 2021 með það að markmiði að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar. Samhliða því verði settar verklagsreglur og leiðbeiningar um birtingu gagna sem og notkun samfélagsmiðla. Þá er lagt til að aukin verði notkun samfélagsmiðla og myllumerkja til að koma upplýsingum betur á framfæri við íbúa sem og kynna betur daglega starfsemi sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að farið verði af stað með vinnu við upplýsinastefnu fyrir Vesturbyggð.
6. júlí 2021 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað dags. 28. júní sl. unnið af bæjarstjóra Vesturbyggðar ásamt drögum að upplýsingastefnu Vesturbyggðar.

Bæjarráð tekur undir orð bæjarsstjóra sem fram koma í minnisbaðinu þar sem teyminu eru færðar bestu þakkir fyrir fagleg og góð vinnubrögð við gerð að drögm að upplýsingastefnu.

Bæjarráð felst jafnframt á þá tímalínu sem er lögð fram, en hún er eftirfarandi:

- Júlí og ágúst, bæjarráð og fastanefndir Vesturbyggðar taka drögin til umfjöllunar og skila ábendingum og athugasemdum til bæjarstjóra.
- September, Uppfærð drög í samræmi við athugasemdir lagðar fyrir bæjarráð.
- Október, Bæjarstjórn Vesturbyggðar fjallar um drögin og staðfestir upplýsingastefnuna, hún birt á heimasíðu sveitarfélagsins og kynnt starfsmönnum.
12. ágúst 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. 28. júní 2021. Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar.

Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og gerir ekki athugasemd við drögin.
16. ágúst 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lögð fram drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. 28. júní 2021. Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar.

Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar drögunum og þakkar undirbúningsteyminu vel unnin störf. Hafna- og atvinnumálaráð ítrekar mikilvægi þess að leiðbeiningar séu skýrar varðandi birtingu fylgiskjala með fundargerðum á heimasíðu sveitarfélagsins.
31. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lögð fram drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. 28. júní 2021. Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar.

Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal vera traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.

Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.
8. september 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lögð fram drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar og fræðslu- og æskulýðsráð telur að fyrirhuguð birting undirgagna með fundargerðum verði til bóta.
14. september 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð fram til umjöllunar drög að upplýsingarstefnu Vesturbyggðar 2021 en henni var vísað til nefnda af bæjarráði. Ráðið fagnar gerð upplýsingastefnunnar og hefur engu við að bæta.
15. september 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. ágúst 2021. Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir undirbúning við gerð stefnunnar og tilgang með setningu hennar.

Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi sveitarfélagsins. Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal samkvæmt stefnunni vera traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir upplýsingastefnuna