Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #22

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. maí 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi og Árni Traustason byggingarfulltrúi, Ása D. Finnbogadottir og Barði Sæmundsson eru viðstödd í gegnum fjarfundarbúnað.

    Magnús Jónsson fjarv., Gísli Æ. Ágústsson í h.st.
    Eydís Þórsdóttir fjarv., Gunnar S. Eggertsson í h.st.

    Guðmundur V. Magnússon víkur fund un

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi - klæðning.

    Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Vesturbyggðar. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu á Íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð, Patreksfirði. Fyrirhugað er að klæða með lerki hluta af þjónustubyggingu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Ginga teiknistofu, dags. 14.sept 2014.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

      Málsnúmer 1605038

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Umsagnarbeiðni, endurnýjun rekstrarleyfis Lokinhamrar Bíldudal.

      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um endurnýjun á gistileyfi í flokki III fyrir Lokinhamra ehf., kt.550305-1350, dags. 10.05.16 að Hafnarbraut 2, Bíldudal. Sótt er um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki III, að hámarki 40 gestir.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfis.

        Málsnúmer 1605046 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fyrirspurn, bílastæði Mikladalsvegur 7

        Erindi frá Gunnþórunni Bender f.h. Westfjords Adventures. Í erindinu er sótt um leyfi til að nýta kant vegar gegnt Mikladalsvegi 7 undir bílaleigubíla, en félagið hefur tímabundið flutt starfsemi sína að Mikladalsvegi 7, Patreksfirði. Í erindinu er þess getið að starfsemi félagsins verði ekki á þessum stað sumarið 2017.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir þessa tímabundnu ráðstöfun.

          Málsnúmer 1605045

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi - Lyfti- og inngönguhurð.

          Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Kikafells ehf. Sótt er um byggingarleyfi fyrir innkeyrslu- og inngönguhurð á norðausturgafl hússins "við Patrekshöfn 140247". Aðkoma verður um nýja götu sem deiliskipulag hafnarsvæðisins gerir ráð fyrir. Erindinu fylgja útlits og afstöðumyndir unnir af Ginga teiknistofu, dags. 21.05.2016.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um samþykki annarra eigenda að húsinu. Skipulags- og umhverfisráð vill þó árétta að ekki er á fjárhagsáætlun þessa árs að byggja upp veg líkt og deiliskipulag gerir ráð fyrir.

            Málsnúmer 1605044

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um byggingarleyfi

            Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Leiknis Thoroddsen. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingu á Aðalstræti 112a, Patreksfirði. Geymsla og baðherbergi verða sameinuð, útihurð að geymslu sem og bílskúr lokað og glugga breytt á NA-hlið. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Ginga teiknistofu, dags. 20.05.2016.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

              Málsnúmer 1605043

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umgengnismál í Vesturbyggð

              Málið rætt og ákveðið að halda aukafund um málefni er snúa að umgegni í sveitarfélaginu.

                Málsnúmer 1605042 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi - Bílskúr.

                Erindi frá Símoni Bjarnasyni, Hafnarbraut 16 Bíldudal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 60 m2 bílskúr við Hafnarbraut 16, Bíldudal. Erindinu fylgir grunn-, útlits og afstöðumynd unnin af Tækniþjónusta Vestfjarða dags. 15.05.2016

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis að undangenginni grenndarkynningu.

                  Málsnúmer 1605041

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um byggingarleyfi - Utanhússklæðning

                  Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Sigríðar I. Birgisdóttur. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir utanhússklæðningu á Brunna 11, Patreksfirði. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Ginga teiknistofu, dags. 20.05.2016.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                    Málsnúmer 1605040

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fyrirspurn, Iðngarðar hafnarsvæði.

                    Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Jóns Árnasonar Aðalstræti 83, Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir að fá að sameina tvær lóðir á Vatneyri og byggja þar Iðngarða. Erindinu fylgir snið og afstöðumynd, unnin af Ginga teiknistofu dags. 20.05.2016.

                    Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu. Ráðinu þykir nýting svæðisins ónæg með þessu fyrirkomulagi og bendir á deiliskipulag hafnarsvæðis varðandi nýtingu svæðisins.

                      Málsnúmer 1605039 3

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Ósk um leyfi til niðurrifs.

                      Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni, Haga Barðarströnd. Í erindinu er sótt um leyfi til niðurrifs á matshlutum 05,06,07 og 09 í landi Grænhóls, landnr 139801. Um er að ræða tvö fjós, fjárhús og bílskúr.

                      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

                        Málsnúmer 1604037

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Fyrirspurn - Iðnaðarhúsnæði Mikladal.

                        Erindi frá Ginga teiknistofu f.h. Bílaverkstæðisins Smur og dekk ehf. og Aksturs og köfunar ehf. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 14.mars síðastliðinn var tekin fyrir fyrirspurn varðandi lóðina, Mikladalsveg 11, sem fékk jákvæða afgreiðslu er varðaði áform fyrirtækjanna um að byggja 480m2 iðnaðar- og verkstæðishús að Mikladalsvegi 11. Lóðin er skráð 1200 m2 en þörf er á stærri lóð vegna óska um 30 m athafnasvæði og möguleika á stækkun. Nú er sótt um stækkun á lóð við Mikladalsveg 11, heildarlóðarstærð er því um 2763,5 m2. Ennfremur er sótt um leyfi til að byrja jarðvinnu á lóðinni þ.e. jöfnun lóðar og fleygun þar sem grunnt er á klöpp.

                        Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að samþykkja erindið.

                          Málsnúmer 1603044 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Umsókn - Lager/geymsluhús

                          Tekin fyrir öðru sinni Fyrirspurn frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf. Skipulags- og umhverfisráð hafnaði á síðasta fundi ráðsins áformum um byggingu 96m2 geymsluhúsnæðis með um 6m mænishæð að Tjarnarbraut 21a, Bíldudal. Teikningar hafa verið endurunnar, hæð húss lækkuð niður í 4,6m og úlit fellt að umhverfinu.

                          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                            Málsnúmer 1603041 3

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Fyrirspurn, Bílskúr Brunnum 5.

                            Fyrirspurn frá Siggeiri Guðnasyni, Brunnum 5 Patreksfirði. Fyrirspurnin er tvíþætt, annars vegar er spurt um hvort leyfi fengist til byggingar bílskúrs við Brunna 5 Patreksfirði en húsið stendur við skilgreint C-hættusvæði. Í framhaldi er spurt ef leyfi fengist til byggingar bílskúrs hvort takmarkanir væru á byggingarefni eða byggingarformi bílskúrsins umfram venjulegar kröfur byggingarreglugerðar vegna ofanflóðahættu.

                            Skv. hættumatskorti VÍ 2003 stendur húsið sjálft ekki á hættusvæði. Skipulags- og umhverfisráð gerir þ.a.l. ekki athugasemdir við að byggður verði bílskúr við húsið án kvaða. Áður en byggingarleyfi verður afgreitt þarf að vinna grenndarkynningu.

                              Málsnúmer 1605027

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Svæði fyrir lausagöngu hunda.

                              Erindi frá H. Báru Erlingsdóttur. Í erindinu er viðruð sú hugmynd hvort að ekki væri hægt að afmarka svæði þar sem lausaganga hunda væri leyfð eins og þekkist víðar á landinu.

                              Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að skoða möguleg svæði og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi ráðinu.

                                Málsnúmer 1605026

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. S.Hermannsson slf. - breytt notun Aðalstrætis 73, fyrirspurn.

                                Erindi tekið fyrir öðru sinni, málinu var frestað á 21.fundi skipulags- og umhverfisráðs Vesturbyggðar þann 12.apríl 2016. Ráðið óskaði þá eftir frekari upplýsingum um nýtingu lóðarinnar og fól byggingarfulltrúa að vinna grenndarkynningu byggða á þeim upplýsingum.

                                Byggingarfulltrúi hefur nú látið vinna grenndarkynningu á fyrirhuguðum áformum. Sjö aðilar af átta gerðu ekki athugasemd við áform S.Hermannssonar um rekstur trésmíðaverkstæðis í umræddri fasteign en fyrir liggur athugasemd um að gert verði mat á hljóðvist frá fyrirhugaðri starfsemi og áhrifum á næsta nágrenni frá einum aðila. Skipulags- og umhverfisráð telur umfang rekstursins ekki gefa tilefni til skoðunar á hávaðamengun frá starfseminni.

                                Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að S.Hermannson reki trésmíðaverkstæði að Aðalstræti 73 en lögð verður rík áhersla á snyrtilega umgengni.

                                  Málsnúmer 1603048 3

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  16. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegan efnistöku.

                                  Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Sigurþór P. Þórissyni vegna efnistöku í svokallaðri Hvalskersklöpp í landi Hvalskers. Stærð efnistökusvæðisins er 2000m2 og magn er áætlað um 12.000 m3. Berg verður losað með sprengingum og unnið í burðarlagsefni. Lögun námunnar skal vega regluleg og gengið verður frá henna sléttri og afvatnaðri, fláar snyrtilegir og lausir við hrunhættu.

                                  Skipulags-og umhverfis ráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram en gera þarf óverulega breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem umrædd náma er ekki skilgreind.

                                    Málsnúmer 1605016

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    17. Vegagerðin - umsókn um framkvæmdaleyfi, Örlygshafnarvegur.

                                    Fyrir liggur umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna byggingar Örlygshafnarvegar 612, Skápadalur - flugvöllur. Vegagerðin áformar að endurbyggja, lagfæra og leggja bundið slitlag á Örlygshafnarveg (612) við Patreksfjörð. Um er að ræða framkvæmd á um 9,1 km löngum kafla á milli Skápadalsár og Patreksfjarðarflugvallar. Framkvæmdakaflinn liggur um lönd Skápadals, Kots, Hvalskers og Sauðlauksdals.

                                    Í aðalatriðum er um að ræða breikkun og styrkingu vegarins, endurnýjun og ný lögn ræsa í stað núverandi brúa yfir Mikladalsá og Skersá ásamt lögn bundins slitlags. Lagningu klæðningar skal vera lokið 1.september 2017 og öllu verkinu fyrir 1.nóvember 2017.

                                    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

                                      Málsnúmer 1605015 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      18. Umsókn um stöðuleyfi

                                      Erindi frá Hauk Má Sigurðarsyni f.h. Ebesiu ehf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir kaffistofugám við bakhlið hússins að Eyrargötu 5, Patreksfirði (Heimsendi veitingahús). Gámurinn verður notaður að hluta til sem geymsla fyrir eldhúsáhöld og umbúðir og að hluta til sem afdrep fyrir starfsmenn Heimsenda í kaffi- og matarhléum, um bráðabirgðaráðstöfun er að ræða. Erindinu fylgir teikning sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu.

                                      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis til 9 mánaða.

                                        Málsnúmer 1605025

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00