Fundur haldinn í fjarfundi, 19. september 2022 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Kristján Finnbogason (KF) varamaður
- Gunnar Sean Eggertsson (GSE) varamaður
- Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
Almenn erindi
1. Bylta, Bíldudal - uppsetning á póstboxi.
Erindi frá Íslandspósti ohf, dags. 13.09.2022. Í erindinu er sótt um leyfi til að staðsetja Póstbox við íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal. Póstbox eru sjálfvirkar afgreiðslustöðvar, þar sem viðskiptavinir geta bæði tekið á móti og sent pakkasendingar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin, nákvæm endanleg staðsetning og frágangur Póstboxins skal ákveðin í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
2. Umsókn um vinnubúðir, Borgarverk, Mikladal.
Tekin fyrir umsókn Borgarverks, dagsett 9. september 2022 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir vinnubúðir vegna vegagerðar í Mikladal. Með umsókninni fylgir afstöðumynd, grunnmynd og útlit vinnubúða.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir ekki umbeðna staðsetningu þar sem ráðið telur vinnubúðirnar ekki samræmast annarri notkun svæðsins. Ráðið leggur til við Borgarverk að vinnubúðirnar verði settar upp á plani við gamla íþróttavöllinn í Mikladal á stöðuleyfi til 12 mánaða.
3. Ytri-Bugur, Langholt. Umsókn um lóð.
Erindi frá Val Sæþór Valgeirssyni, dags. 25.08.2022. Í erindinu er sótt um frístundalóðina að Ytri-Bug á Barðaströnd.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt en vekur athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að svæðinu skv. deiliskipulagi.
4. Dalbraut 15. Umsókn um breytta aðkomu - bílastæði.
Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi.
Erindi frá Matthíasi K. Guðmundssyni, dags. 13.09.2022. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að útbúa innkeyrslu að Dalbraut 15, Bíldudal. Erindinu fylgir teikning er sýnir aðkomuna.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin með fyrirvara um samþykki lóðarhafa að Dalbraut 13. Breytingar á gangstétt verða á kostnað lóðarhafa og í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.
5. Olís ehf. Sjálfsafgreiðslustöð Patreksfirði.
Erindi frá Olís ehf. Í erindinu er óskað eftir afstöðu Skipulags- og umhverfisráðs til þess að félagið setji upp sjálfsafgreiðslustöð á Patreksfirði ofan við Barðastrandarveg nr. 62 neðan við Geirseyrarmúlann.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og leggur til að endanleg staðsetning verði ákveðin m.t.t. ásættanlegrar fjarlægðar frá kirkjugarði og nýrrar aðkomu að Patreksfirði. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að leggja fyrir Vegagerðina tillögu að breyttri aðkomu.
6. Aðalstræti 124A - úthlutun lóðar.
Erindi frá Ísak Ó. Óskarssyni, dags. 16.08.2022. Í erindinu er óskað eftir heimild bæjarstjórnar fyrir því að byggingarlóðin að Aðalstræti 124A verði framseld til Friðriks Ólafssonar.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við framsal lóðarinnar og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar sbr. 4.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða.
7. Hjallar 12. Umsókn um lóð.
Erindi frá Karen Ó. Pétursdóttur og Magnúsi Árnasyni, dags 14.09.2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Hjöllum 12 til byggingar einbýlishúss.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur.
8. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða
Með bréfi dagsett 5. júlí 2022 óskaði Skipulagsstofnun eftir umsögn Vesturbyggðar um tillögu að Strandsvæðaskipulagi á Vestfjörðum.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa í samráði við formann ráðsins að koma tillögum að umsögn ráðsins til bæjarstjóra sem undirbýr umsögn sveitarfélagsins fyrir fund bæjarstjórnar.
9. Fjósadalur deiliskipulag sorpsöfnunnarsvæði
Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 9. maí 2022. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Fyrir liggur einnig undarskriftarlisti og athugasemdir frá íbúum við Hóla og Mýrar. Haldinn var fundur með íbúum Hóla og Mýra þann 12. september þar sem farið var yfir athugasemdir íbúa.
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur byggingarfulltrúa að kalla eftir staðbundnu hættumati frá Veðurstofu Íslands fyrir svæðið. Í ljósi ábendinga er bárust á auglýsingatíma er sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að láta taka prufuholur til að kanna jarðvegsaðstæður á svæðinu.
10. Balar 2 - deiliskipulag
Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Bala 2 á Patreksfirði. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30. ágúst 2022. Fyrir liggur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt athugasemdum sem bárust við tillöguna og mögulegum viðbrögðum við athugasemdunum.
Skipulags- og umhverfisráð fer fram á að deiliskipulagið lýsi betur efnisvali, þakgerð og útliti byggingar. Lóðin og húsið verður áberandi í landslagi og götumynd svæðisins því er mikilvægt að vandað verði til verka við lokahönnun á byggingunni. Hámarksfjöldi íbúða verði takmarkaður við 13 íbúðir og að miðað verði að meðaltali við 1,5 bílastæði fyrir hverja íbúð. Skipulags- og umhverfisráð fer fram á að skilgreindir verði sérafnotafletir á lóð fyrir íbúðir á neðri hæð og svalir á efri hæðum. Þá þarf að gera grein fyrir fyrirkomulagi sorpgeymslna á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir að endurbætt tillaga verði send aftur til ráðsins fyrir endanlega afgreiðslu.
11. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.
Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Íbúðasvæði við Hól á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30. ágúst 2022. Fyrir liggur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðstofnun Íslands og Minjastofnun. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15