Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #331

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. febrúar 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 331. fundar miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Guðrún Eggertsdóttir sat fundinn í fjarveru Friðbjargar Matthíasdóttur og Jörundur Garðarsson sat fundinn í fjarveru Jóns Árnasonar.
Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að áfram verði haldið með endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar í samræmi við bókun bæjarstjórnar frá 307. fundi sem haldinn var 15. mars 2017 en þá bókaði bæjarstjórn eftirfarandi undir 8. lið fundarins:

Lögð fram tíma- og verkáætlun um vinnslu endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Vesturbyggðar og felur forstöðumanni tæknideildar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða

    Málsnúmer 1703028 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Auðshaugur. Umsókn um stofnun lóðar.

    Erindi frá Valgerði Ingvadóttur og Bjarna S. Kristjánssyni. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Auðshaugs, Barðaströnd (landeignarnr. 139779). Nýstofnuð lóð skal bera heitið Auðnar og er að stærð 5.041 m2.

    Til máls tóku: Forseti, MJ, GE, bæjarstjóri og ÁS.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar.

      Málsnúmer 1902044 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Skipurit Vesturbyggð

      Gerður Björk Sveinsdóttir, fundarritari vék af fundi undir liðnum. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri tók við ritun fundarins.

      Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs um tillögu að nýju skipuriti fyrir Vesturbyggð sem áætlað er að taki gildi 1. maí 2019. Bæjarstjóra falið að innleiða breytingarnar, endurnýja erindisbréf og vinna breytingar á samþykktum um stjórn Vesturbyggðar til samræmis við nýtt skipurit. Þá skuli auglýsa starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs laust til umsóknar.

      Til máls tóku: Forseti og GE.

      Samþykkt með sex atkvæðum. GE sat hjá við atkvæðagreiðslu.

        Málsnúmer 1811002 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Byggðakvóti - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018-19

        Bókun bæjarráðs 1. liður frá 861. fundi borin upp til samþykktar.

        "a) Ákvæði b. lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2018. b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi sveitarfélags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 25 þorskígildistonn á hvert fiskiskip. c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019"

        Til máls tóku: Forseti, MJ, ÁS, ÞSÓ og GE.

        MJ og ÞSÓ lýsa yfir vanhæfi.

        Bókun bæjarráðs samþykkt með þremur atkvæðum, IMJ, JG og MÓÓ greiddu atkvæði með, ÁS greiddi atkvæði á móti og GE sat hjá við atkvæðagreiðslu.

        Lagt fyrir bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. febrúar 2019 þar sem tillögum að sérreglum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er hafnað.
        Sveitarfélaginu er veittur frestur til 22. febrúar nk. til þess að gera athugasemdir við ákvörðun ráðuneytisins.

        Forseti leggur til að Bæjarstjóra verði falið að senda athugasemdir sveitarfélagsins í samráði við bæjarráð við ákvörðun ráðuneytisins innan tilskilins frests.

        MJ og ÞSÓ lýsa yfir vanhæfi.

        Samþykkt með þremur atkvæðum, IMJ, JG og MÓÓ greiða atkvæði með, GE og ÁS sitja hjá.

          Málsnúmer 1810030 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Tjaldsvæði

          Tillaga 863. fundar bæjarráðs frá 12. febrúar, um breytingar á gjaldskrá tjaldsvæða þannig að stakt gjald verði 1.500 í stað 1.700 og gjald fyrir afnot af þvottavél verði 1.000 í stað 1.350. Forseti leggur fram breytingartillögu þannig að stakt gjald verði 1.600 og gjald fyrir afnot af þvottavél verði 1.000

          Forseti ber breytingartillögunar til atkvæða.

          Tillagan samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1902036 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Náttúrustofa Vestfjarða - samningur um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða

            Lagður fram samingur milli Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.

            Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd Vesturbyggðar.

            Samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1902071

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerð

              7. Bæjarráð - 861

              Fundargerð 861. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. janúar. Fundargerðin er í 1 lið.

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Málsnúmer 1901010F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              8. Bæjarráð - 862

              Fundargerð 862. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. janúar. Fundargerðin er í 18 liðum.

              Til máls tóku: Forseti, MÓÓ, GE og MJ.

              Fundargerðin lögð fram til kynningar.

              Málsnúmer 1901011F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              9. Bæjarráð - 863

              Fundargerð 863. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. febrúar. Fundargerðin er í 22 liðum.

              Til máls tóku: Forseti, ÁS, MÓÓ, GE, bæjarstjóri og MJ.

              Fundargerðin lögð fram til kynningar.

              Málsnúmer 1902001F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              10. Menningar- og ferðamálaráð - 3

              Fundargerð 3. fundar menningar- og ferðamálaráðs sem haldinn var 12. febrúar. Fundargerðin er í 5 liðum.

              Fundargerðin lögð fram til kynnningar.

              Málsnúmer 1901006F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              11. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 18

              Fundargerð 18. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 29. janúar. Fundargerðin er í 2 liðum.

              Dagskrárliður 1 á fundi nefndarinnar var tekin fyrir á 863. fundi bæjarráðs, þar sem lögð var fram bókun fjallskilanefndar vegna fjallskilakostnaðar fyrir árið 2018. Afgreiðslu málsins var frestað og hefur ekki verið lokið.

              Fundargerðin lögð fram til kynningar.

              Málsnúmer 1901009F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              12. Skipulags og umhverfisráð - 56

              Fundargerð 56. fundar skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 18. febrúar. Fundargerðin er í 6 liðum.

              Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, GE.

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Málsnúmer 1902005F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              13. Hafna- og atvinnumálaráð - 5

              Fundargerð 5. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 18. febrúar. Fundargerðin er í 9 liðum.

              Til máls tóku: Forseti, MÓÓ, GE, bæjarstjóri, ÁS og JG.

              Fundargerð lögð fram til kynningar

              Málsnúmer 1902002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:34