Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #345

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. febrúar 2020 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Nanna Áslaug Jónsdóttir (NÁJ) varamaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 345. fundar miðvikudaginn 19. febrúar kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Magnús Jónsson 2. varaforseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. Friðbjörg Matthíasdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Nanna Áslaug Jónsdóttir. María Ósk Óskarssdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Ramon Flaviá Piera.

Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, að við bætist liður 12 málsnr. 1903137 - Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum, og færast dagskrárliðir 12 - 17 niður um einn dagskrárlið og verða númer 13 - 18.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Tekin fyrir beiðni Maríu Ósk Óskarsdóttur um leyfi frá störfum sem aðalmaður í bæjarstjórn Vesturbyggðar ásamt öðrum störfum sem María gegnir fyrir sveitarfélagið til 1. maí nk.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1905023 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Breyting (3.) á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

    Lögð fram til seinni umræðu skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 3. breyting á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014. Með breytingunni er kveðið á um að skipulags- og umhverfisráð taki fullnaðarákvörðun skv. 3. mgr. 4. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um matskyldu framkvæmdar í flokki C. skv. 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum í þeim tilvikum þar sem sveitarfélagið sjálft er framkvæmdaraðili. Tilgangur breytingarinnar er að samræma samþykkt um stjórn Vesturbyggðar við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, sem breytt var með lögum nr. 96/2019 og öðluðust gildi 1. september 2019.

    Bæjarstjórn samþykkir breytinguna.

      Málsnúmer 2001005 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2020

      Lagt fram bréf dags. 5. febrúar 2020 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 143 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu.

      Bæjarstjórn samþykkir lántökuna.

      Jafnframt er bæjarstjóra Vesturbyggðar, og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

      Samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 2001026 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hvammur. Umsókn um stofnun lóðar.

        Erindi frá Valgeir J. Davíðssyni og Ólöfu Maríu Samúelsdóttur, dags. 12.febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir stofnun 1,0ha lóðar úr landi Hvamms, Barðaströnd, L139820 í Vesturbyggð. Erindinu fylgir mæliblað sem og umsókn.

        Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar.

          Málsnúmer 2002098 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Aðalstræti 105 - Lóð.

          Erindi frá Vesturbyggð, dags. 28.janúar 2020. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamnings og minnkun lóðar við Aðalstræti 105, Patreksfirði. Erindinu fylgir tillaga að breyttri stærð lóðar.

          Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og breytta stærð lóðar.

            Málsnúmer 1911098 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fremri Hvesta - Skógræktaráform

            Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 21.janúar 2020 þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Fremri-Hvestu.
            Bæjastjórn telur að tilkynningin gefi greinargóða lýsingu á framkvæmdinni, áhrifum hennar á umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktun. Gerð hefur verið skráning fornminja á svæðinu og mun framkvæmdin ekki hafa áhrif á þær. Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og er sammála því sem fram kemur í tilkynningunni að hún rýri ekki þau verndarákvæði sem gilda um svæðið og sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

              Málsnúmer 1903107 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Kollsvík, Sjóvörn. Umsókn um framkvæmdaleyfi

              Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dagsett 30. janúar 2020 um sjóvarnir í Kollsvík.

              Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir jákvæð umsögn Minjavarðar. Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisráði og telur að framkvæmdin sé minniháttar og sé til þess fallin að vernda mikilvægar minjar sem eru á svæðinu.

                Málsnúmer 1903139 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Framkvæmdaleyfi. Ofanflóðavarnir Urðir, Hólar og Mýrar, Patreksfirði

                Erindi frá Vesturbyggð, dags. 11.febrúar 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir ofanflóðavörnum við Urðir, Hóla og Mýrar á Patreksfirði. Um er að ræða tvo varnargarða sem staðsettir eru í hlíðinni ofan við byggðina á Patreksfirði. Annarsvegar er leiðigarður, sem ætlað er að leiða flóð framhjá byggð vestan til í bænum, ofan Hóla og Mýra, Mýrargarður og hinsvegar þvergarður með leiðigarðshluta sem staðsettur er ofan Urðargötu og Aðalstrætis, Urðargarður, og tengist núverandi garði ofan við grunnskólann sem ætlað er að stöðva snjóflóð áður en þau ná að byggðinni. Verkið á að vinna á tímabilinu 2020-2023.

                Bæjarstjórn Vesturbyggðar bendir á að þar sem varnargarðarnir beina hugsanlegu flóði niður í höfnina mun það svæði verða lokað fyrir allri umferð ef hættuástand skapast.

                Til máls tóku: 2. varaforseti og bæjarstjóri.

                Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um framkvæmdina frá 29. október 2018 og framkvæmdin er einnig í samræmi við samþykkt deiliskipulag fyrir ofanflóðavarnargarða ofan Urða og Mýra og byggðar neðan þeirra sem staðfest var í b-deild stjórnartíðinda 12. nóvember 2019.

                  Málsnúmer 2002093 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Orkubú Vf. umsókn um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði

                  Vísað er til bókunar skipulags- og umhverfisráðs 11. nóvember 2019 vegna umsóknar Orkubús Vestfjarða um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði. Bæjarstjórn vísar umfjöllun um virkjunarkosti í aðalskipulag Vesturbyggðar til umfjöllunar í vinnuhópi sem vinnur nú drög að aðalskipulagi sveitarfélagsins.

                  Til máls tóku: 2. varaforseti og bæjarstjóri.

                    Málsnúmer 1911067 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

                    Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Á 14. fundi hafna- og atvinnumálaráðs var samþykkt að úthluta Arctic Protein ehf. lóð undir einn tank við hafnarsvæðið á Patreksfirði. Nú er tekin fyrir breytt umsókn þar sem sótt um að setja upp þrjá tanka með möguleika á að bæta þeim fjórða við síðar. Tankarnir verða notaðir undir meltu sem er unnin úr fiski og fiskúrgangi.

                    Til máls tóku: 2. varforseti, ÁS og JÁ

                    Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar svo þrír tankar rúmist innan hennar með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa breytinguna.

                      Málsnúmer 1911070 5

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

                      Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arnarlax hf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Í erindinu er sótt um breytingu á áður samþykktum byggingaárformum við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Óskað er eftir leyfi til að bæta við fjórða tankinum á lóðina.

                      Bæjarstjórna samþykkir erindið með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi Bíldudalshafnar, en skilgreina þarf stærri byggingarreit innan lóðar Strandgögu 10-12 á Bíldudal og auka við skilgreint nýtingarhlutfall og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa breytinguna.

                        Málsnúmer 1907095 8

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.

                        Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 27. desember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63).

                        Til máls tóku: 2. varaforseti og ÞSÓ.

                        Bæjarstjórn Vesturbyggðar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og skýrslan geri fullnægjandi grein fyrir framkvæmdinni. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að haft verði samráð við hagsmunaaðila vegna endanlegs leiðarvals í Vatnsfirði.

                          Málsnúmer 1903137 4

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fundargerð

                          13. Bæjarráð - 889


                          14. Menningar- og ferðamálaráð - 8

                          Lögð er fram til kynningar fundargerð 8. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 11. febrúar 2020. Fundargerðin er í 4 liðum.

                          Málsnúmer 2002001F

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          15. Bæjarráð - 890


                          16. Almannavarnarnefnd - 2

                          Lögð er fram til kynningar fundargerð 2. fundar almannavarnarnefndar, fundurinn var haldinn 13. febrúar 2020. Fundargerðin er í 4 liðum.

                          Til máls tóku: 2. varaforseti og bæjarstjóri.

                          Málsnúmer 2001003F

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          17. Skipulags og umhverfisráð - 69


                          18. Hafna- og atvinnumálaráð - 16


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20