Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #374

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. september 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
  • Hlynur Freyr Halldórsson (HFH) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 374. fundar miðvikudaginn 21. september 2022 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Friðbjörn Steinar Ottósson varaforseti setti fundinn í fjarveru forseta og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Jón Árnason boðaði forföll í hans stað situr fundinn Tryggvi Baldur Bjarnason. Ásgeir Sveinsson boðaði forföll í hans stað situr fundinn Valdimar Bernódus Ottósson. Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Hlynur Halldórsson.

Varaforseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 8 málsnr. 2207003 - Balar 2 - deiliskipulag og liður 9. málsnr. 2204042 - Fjósadalur deiliskipulag sorpsöfnunarsvæði verði tekið út af dagskrá í ljósi þess að skipulags- og umhverfisráð frestaði málunum á 98. fundi sínum sem haldinn var 19. september sl. dagskrárliðir 10 - 20 færast upp um tvo liði og verða númer 8 - 18. Jafnframt er borið undir fundin að fundargerð menningar- og ferðamálaráðs nr. 23 verði tekin inná fundinn til kynningar og verði nr. 19 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Lagt fyrir erindi Skipulagsstofnunar, dags. 5. júlí 2022, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að strandsvæðaskipulagi Vestfjarða, sem unnið er á grundvelli laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Kynnt eru drög að umsögn Vesturbyggðar um tillöguna.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leggja lokahönd á drögin og senda Skipulagsstofnun fyrir hönd bæjarstjórnar.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál

Lögð fram bókun af 947. fundi bæjarráðs frá 19. september sl. þar sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki framkoman tillögu um að kaupa sérútbúið tilbúið húsnæði, svokallaðar ævintýraborgir, til þess að fjölga leikskólaplássum við Araklett. Húsnæðinu er ætlað að auka aðbúnað fyrir börn og starfsfólk og fjölga leikskólaplássum um 20. Um er að ræða 144 m2 húsnæði sem yrði staðsett við norðurhlið leikskólalóðar. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í febrúar 2023. Heildarkostnaður er áætlaður í kringum 80 milljónir króna, en auk þess þarf að huga að húsbúnaði og viðbótarstöðugildum við leikskólann. Endanleg hönnun húsnæðisins hefur ekki verið kláruð og því er um áætlun að ræða.

Til máls tóku: varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir að húsnæðið sé keypt og jarðvinna á leikskólalóðinni sé unnin ásamt því að viðauki við fjárhagsáætlun 2022 verði samþykktur.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Lögð fram drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni ásamt viðauka I og viðauka II sem innihalda erindsbréf fyrir valnefnd og upplýsingar um þóknun ráðsmanna.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarstjóra verði falið að vinna að framgangi málsins og í undirrita samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, fyrir hönd Vesturbyggðar, ásamt viðaukum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykktum sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs, og leggja þá fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

Lagðir fyrir viðaukar 3 og 4 við fjárhagsáætlun. Viðauki 3 var tekin fyrir á 946. fundi bæjarráðs þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmdar uppá 3,3 milljónir við íbúðirnar Sigtún 59 og Sigtún 67 sem eru í eigu Fasteigna Vesturbyggðar. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað tónlistarskólaskólastjóra vegna aukins launakostnaðar við tónlistarskólann.

Viðauki 4 var tekin fyrir á 947. fundi bæjarstjórnar það sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar. Viðaukinn er lagður fyrir vegna áætlana um ævintýraborgir sem reisa á við leikskólann Araklett á Patreksfirði vegna aukins fjölda leikskólabarna. Viðaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum en raun útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar - ágúst eru um 64 milljónum yfir áætlun. Kostnaðurinn sem til fellur vegna verkefnisins á árinu 2022 eru 35 milljónir. Útsvarstekjur eru hækkaðar um sömu tölu á móti til að mæta útgjaldaaukanum.

Til máls tók: Varaforseti

Viðauki 3 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður neikvæð um 78,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 48,1 milljón. Handbært fé í A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 34,2 milljónir. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 44,6 milljónir.

Viðauki 4 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta hækkar um 35 milljónir og verður neikvæð um 43,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta hækkar um 35 milljónir og verður 83,1 milljón. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Innri persónuverndarstefna Vesturbyggðar uppfærð 14.07.2022 - Dattacalabs

Lögð fyrir uppfærð innri persónuverndarstefna Vesturbyggðar dags. 14. júlí 2022 til samþykktar. Bæjarráð tók stefnuna fyrir á 946. fundi sínum þar sem hún var samþykkt og vísað áfram til bæjarstjórnar til samþykktar.

Til máls tók: Varaforseti,

Bæjarstjórn samþykkir stefnuna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Sameining bókasafna í Vesturbyggð

Lagt fyrir erindi frá forstöðumanni bókasafna Vesturbyggðar þar sem lagt er til að Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði og Bókasafnið á Bíldudal verði formlega sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Bókasafnið verður áfram með útibú á Bíldudal og Patreksfirði en með sameiningu verður rekstur og utanumhald einfaldari. Nú þegar hefur útlánaþáttur bókasafnanna verið sameinaður sem gerir notendum kleift að fá safngögn að láni á hvoru safninu sem er, burtséð frá búsetu viðkomandi, og skila á hvoru safninu sem er.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 946. fundi sínum þar sem tekið var vel í erindið og óskað afstöðu menningar- og ferðamálaráðs. Menningar og ferðamálaráð tók málið fyrir á 23. fundi sínum þar sem tekið var undir rök forstöðumanns og lagt til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að bókasöfnin verði sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir og sameina Héraðsbóksafn V-Barðastrandarsýslu og Bóksafnið á Bíldudal undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Íbúðasvæði við Hól á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30. ágúst 2022. Fyrir liggur umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðstofnun Íslands og Minjastofnun. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 98. fundi ráðsins að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti,

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Hjallar 12. Umsókn um lóð.

Erindi frá Karen Ó. Pétursdóttur og Magnúsi Árnasyni, dags 14.09.2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Hjöllum 12 til byggingar einbýlishúss.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 98. ráðsis þar sem lagt var til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og tekur fram að Grenndarkynna þurfi byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Aðalstræti 124A - úthlutun lóðar.

Lagt fyrir erindi frá Ísak Ó. Óskarssyni, dags. 16.08.2022. Í erindinu er óskað eftir heimild bæjarstjórnar fyrir því að byggingarlóðin að Aðalstræti 124A verði framseld til Friðriks Ólafssonar.

Skipulags- og umhverfisráð gerði ekki athugasemd við framsal lóðarinnar á 98. fundi ráðsins og vísaði málinu áfram til bæjarstjórnar sbr. 4.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

Til máls tók: Varaforseti,

Bæjarstjórn samþykkir framsal lóðarinnar sbr. 4. gr. reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Ytri-Bugur, Langholt. Umsókn um lóð.

Lagt fyrir erindi frá Val Sæþór Valgeirssyni, dags. 25.08.2022. Í erindinu er sótt um frístundalóðina að Ytri-Bug á Barðaströnd.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt en vekur athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að svæðinu skv. deiliskipulagi.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar en vekur athygli umsækjenda á því að unnið er að lausn á aðkomu að svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Skipan starfshóps fiskeldissveitafélaga á Vestfjörðum um skiptingu tekna fiskeldissjóðs

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfirðnga, dags. 19. september 2022, þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélagsins á fulltrúa í starfshóp fiskeldissveitarfélaga á Vestfjörðum um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs. Á 67. Fjórðungsþingi Vestfirðinga var samþykkt að stofna starfshópinn.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipa Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar í starfshópinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

12.

Lögð fram til kynningar fundargerð 945. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 30. ágúst 2022. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð fram til kynningar fundargerð 946. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 13. september 2022. Fundargerðin er í 15 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð fram til kynningar fundargerð 80. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 14. september 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15.

Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar velferðarráðs, fundurinn var haldinn 1. september 2022. Fundargerðin er í 4 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16.

Lögð fram til kynningar fundargerð 947. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 19. september 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17.

Lögð fram til kynningar fundargerð 98. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 19. september 2022. Fundargerðin er í 11 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18.

Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 19. september 2022. Fundargerðin er í 2 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19.

Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 13. september 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:54