Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #953

Fundur haldinn í fjarfundi, 12. desember 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2023 og 3 ára áætlun 2024-2026.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3 ára áætlun 2024-2026 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 14. desember nk.

    Málsnúmer 2206023 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2023 - gjaldskrár

    Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2023.

    Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

      Málsnúmer 2209059 5

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

      Lagður fyrir viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna verkefna sem ekki næst á klára á fjárhagsárinu 2022 í hafnarsjóði og verður gert ráð fyrir á áætlun sveitarfélagsins á árinu 2023. Fjárhæðin sem færist yfir á næsta fjárhagsár er 17 m.kr. Í viðaukanum er jafnframt leiðrétt fyrir verkefnum sem styrkveitingar fengust í fiskeldissjóði. Í vatnsveitu er verkefni uppá 5,5 m.kr. frestað en það mun ekki klárast á árinu en á móti færist styrkur frá fiskeldissjóði. Færð er styrkfjárhæð uppá 900 þ. á móti kostnaði uppá sömu upphæð vegna hönnunar á gönguleið fyrir ofan leikskólann Araklett á Patreksfirði að öðru leiti verður verkefnið klárað á árinu 2023 og styrkur færður á móti, gert er ráð fyrir því í áætlun 2023. Bætt er við fjármagni til kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal fyrir 3,5 m.kr. kaupa á leiktækjum fyrir Patreksfjörð og Bíldudal uppá 3,5 m.kr. Útgjaldaaukanum er mætt með hækkun á útsvarstekjum sem eru umfram áætlun 2023_mv.

      Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Handbært fé í A og bæ hluta hækkar um 17 m.kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé í A hluta.

      Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar í bæjarstjórn.

        Málsnúmer 2201042 13

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Siðareglur kjörinna fulltrúa

        Siðareglur kjörinna fulltrúa voru samþykktar árið 2013 og hafa haldið gildi sínu síðan. Í upphafi hvers kjörtímabils skal sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til að endurskoða siðareglurnar sbr. 1. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011.

        Bæjarráð telur siðareglur kjörinna fulltrúa í Vesturbyggð ekki þarfnast endurskoðunar og leggur því til við bæjarstjórn að siðareglurnar haldi gildi sínu.

          Málsnúmer 2211061 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir - UST202209-125

          Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 1. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

          Bæjarráð tekur undir tillögu frá 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, frá 1. desember sl. um að Vesturbyggð tilnefni Þórkötlu S. Ólafsdóttur sem aðalmann í vatnasvæðanefnd og Tálknafjarðarhreppur tilnefni Ólaf Þór Ólafsson sem varamann hennar.

          Bæjarráð vísar tilnefningu í vatnasvæðanefnd til staðfestingar í bæjarstjórn.

            Málsnúmer 2211021 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Ósk um styrk-samstarf vegna væntanlegt útibús á Vestfjörðum

            Lagt er fram bréf ADHD samtakanna, dags. 17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk til ADHD samtakanna til starfsemi útibús ADHD samtakanna á Vestfjörðum.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að kalla eftir samtali við ADHD samtökin um mögulegt samstarf.

              Málsnúmer 2211050

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Fjármögnun svæðisskipulags fyrir Vestfirði

              Lagt er fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 18. nóvember 2022, þar sem lagt er fram mat á kostnaði og beiðni um fjárhagslegan stuðning árin 2023-2026 við gerð svæðisskipulags vestfirskra sveitarfélaga. Á 67. fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti var ályktað um að hafin yrði gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði. Svæðisskipulagið myndi marka meginstefnu og langtímaframtíðarsýn í umhverfis- og byggðamálum Vestfjarða, þar sem hagsmunir sveitarfélaganna fari saman til að stuðla að uppbyggingu Vestfjarða sem landfræðilegri, hagrænni og félagslegri heild sem styrki byggðaþróun á Vestfjörðum til framtíðar.

              Bæjarráð tekur vel í hugmyndir um svæðisskipulag og mikilvægi þeirrar vinnu fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum en þar sem ákveðið hefur verið að fresta fjármögnun og skipulagi verkefnisins til næsta árs er afgreiðslu málsins frestað.

                Málsnúmer 2211051

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Áhyggjur af starfsemi slökkviliða

                Lagt er fram bréf aðalvarðstjóra Slökkviliðs Patreksfjarðar, sem barst 22. nóvember sl., varðandi starfsemi slökkviliðsins.

                Lagt fram til kynningar. Bréfið var tekið fyrir á 66. fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 1. desember sl. Á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að ljúka við vinnu við brunavarnaráætlun, um fyrirkomulag á bakvöktum stjórnenda og aðstöðu slökkviliða. Sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps var falið að svara erindi aðalvarðstjóra í kjölfar fundarins. Bæjarstjóri Vesturbyggðar hefur enn fremur fundað með slökkviliðsstjóra og varðstjórum og farið yfir næstu skref í átt að fullgildingu brunavarnaráætlunar.

                  Málsnúmer 2211057

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Endurnýjun kjarasamningsumboð og samkomulag um launaupplýsingar

                  Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir því að sveitarfélögin endurnýi fullnaðarumboð Sambandsins til kjaraviðræðna auk þess að veita Sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins.

                  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýja fullnaðarumboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kjaraviðræðna.

                  Bæjarráð samþykkir að veita Sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sé ítrustu persónuverndarkröfum fylgt.

                    Málsnúmer 2211070 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Rafíþróttafélag á Bíldudal - ósk um styrk

                    Anna Vilborg Rúnarsdóttir vék af fundi.

                    Lögð er fram bréf Rúnars Arnar Gíslasonar, ódags., þar sem óskað er styrk frá sveitarfélaginu í formi aðstöðu, rafmagns og internettengingu, vegna stofnunar rafíþróttafélags á Bíldudals.

                    Bæjarráð tekur vel í beiðnina og felur bæjarstjóra að leita leiða í samráði við starfsfólk sveitarfélagsins og umsækjanda til að verða við beiðninni.

                    Anna Vilborg Rúnarsdóttir kom aftur inná fundinn.

                      Málsnúmer 2211055

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Leyfi til sölu og sýningar á flugeldum - ósk um umsögn

                      Lagður er fram tölvupóstur lögreglustjórans á Vestfjörðum, dags. 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsagnar björgunarsveitarinnar Blakks vegna skoteldasölu og sýningar um komandi áramót.

                      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfanna.

                        Málsnúmer 2211052

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Umdæmisráð barnaverndar

                        Farið er yfir stöðuna við stofnun umdæmisráðs landsbyggða og velferðarþjónustu Vestfjarða sem og stöðu málaflokksins, en ný lagaákvæði um breytingu þjónustunnar taka gildi um áramótin. Gera þarf ýmsar breytingar í stjórnsýslunni, m.a. breytingar á samþykktum um stjórn sveitarfélagsins og erindisbréfi velferðarnefndar.

                        Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs vinna áfram að málinu.

                          Málsnúmer 2212008 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál

                          Kynntar eru nýjar teikningar að tillögu að viðbyggingu við leikskólann Araklett sem samþykkt var á 374. fundi bæjarstjórnar og tekin aftur fyrir á 949. fundi bæjarráðs, en áður en húsnæðið var pantað þurfti að fara með það í teikningu arkitekts. Verið er að bíða eftir tilboði í bygginguna. Bæjarráð tekur vel í þær breytingar sem gerðar hafa verið, en ekki er um að ræða aukningu á fermetrum sem áður hafa verið ákveðnar.

                          Bæjaráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu, en gert er ráð kostnaði við kaupin á árinu 2022 og í fjárhagsáætlun 2023.

                            Málsnúmer 2201050 8

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Bíldudalsskóli - húsnæði

                            Kynnt er frumkostnaðaráætlun Eflu hf., verkfræðistofu, dags. 28. nóvember sl., á lagfæringum við Bíldudalsskóla, fullnaðar hönnun og útfærslu er ólokið. Endurbætur samkvæmt kostnaðarmatinu miðast í meginatriðum við óbreytta mynd húsnæðisins.

                            Bæjarráð þakkar framlagða kostnaðaráætlun sem er þáttur í því að sveitarfélagið geti tekið upplýsta ákvörðun um næstu skref í húsnæðismálum Bíldudalsskóla. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort núverandi skólahúsnæði verði endurbætt eða hvort ráðist verði í nýbyggingar.
                            Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við Ofanflóðasjóð. Mikilvægt er að unnið sé hratt að málinu þannig að ákvörðun liggi fyrir eins fljótt og auðið er.

                              Málsnúmer 2209057 5

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              19. Mál nr. 46 um öryggt farsímasamband á þjóðvegum. Ósk um umsögn.

                              Lagður er fram tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum.

                              Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um þingsályktunartillöguna um öryggt farsímasamband á þjóðvegum, þar sem farsímasamband er mikilvægur þáttur í öryggi vegfarenda á þjóðvegum landsins. Farsímasambandi á þjóðvegum sunnanverðra Vestfjarða og á Dynjandisheið er ábótavant.

                                Málsnúmer 2211053

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                20. Mál nr. 63 um tekjustofna sveitarfélaga. Ósk um umsögn

                                Lagður er fram tölvupóstur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 28. nóvember sl., með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

                                Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna sér áhrif frumvarpsins á fjármál Vesturbyggðar og gera umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins, sé ástæða til þess.

                                  Málsnúmer 2211068

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Til kynningar

                                  15. Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi -ósk um umsögn

                                  Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi lagðar fram til kynningar.

                                  Bæjarráð tekur jákvætt í þær breytingar sem drögin að reglunum fela í sér, þar sem varðveisla og eyðing á skjölum úr fjárhagsbókhaldi verður með sama hætti og önnur skjöl sveitarfélagsins.

                                    Málsnúmer 2212011

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    16. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

                                    Lagður er fram tölvupóstur verkefnastjóra í stafrænni umbreytingu Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. nóvember sl.,ásamt fylgiskjölum, þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka í þróun og innleiðingu spjallmennis sem unnið hefur verið að af stafræna umbreytingarteyminu.

                                    Vesturbyggð mun ekki taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

                                      Málsnúmer 2110013 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      17. Til samráðs - Grænbók um sveitarstjórnarmál

                                      Lagður er fram tölvupóstur innviðaráðuneytisins, dag. 25. nóvember sl., þar sem kynnt er til samráðs Grænbók um sveitarstjórnarmál ásamt drögum að grænbók um málefni sveitarfélaga, stöðumats og valkosta, sem gefin var út í nóvember 2022.

                                        Málsnúmer 2211063 2

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        18. Mál nr. 56 um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju. Ósk um umsögn

                                        Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. dags. 24. nóvember 2022 tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 56. mál.

                                        Umsagnarfrestur var til og með 8. desember sl.

                                          Málsnúmer 2211062

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          21. Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 2022

                                          Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir Náttúrustofu Vestfjarða frá 136., 137. og 138. fundi stofnunarinnar. Auk samráðsfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða sem haldin var fimmtudaginn 22. september sl. í Bolungarvík.

                                            Málsnúmer 2202006 3

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            22. Neysluvatnssýni Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 2022

                                            Lagðir eru fram til kynningar tölvupóstar dags. 28. nóvember sl. ásamt fylgigögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða varðandi töku sýna af neysluvatni Patreksfirðinga og Bílddælinga ásamt lokaskýrslu. Sýnin stóðust gæðakröfur.

                                              Málsnúmer 2211066

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              23. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

                                              Lagðar fram til kynningar 206. - 209. fundargerðir Breiðafjarðarnefndar.

                                                Málsnúmer 2202047 8

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                24. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

                                                Lögð fram til kynningar Verkfundargerð nr.5 milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

                                                  Málsnúmer 2203080 9

                                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                  25. Til samráðs - drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs.

                                                  Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, mál nr. 243/2022, "Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs".

                                                    Málsnúmer 2212015

                                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                    26. Samtaka um hringrásarhagkerfi - frumgreinagerð fyrir Vestfirði

                                                    Lögð fram greinagerð í gengslum við átakið Samtaka um hringráðsarhagkerfi sem sem sambandið hefur staðið fyrir frá því í mars með aðstoð umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðuneytisins.

                                                    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna sér greinargerðina um úrgangsmál á Vestfjörðum og innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

                                                      Málsnúmer 2212014

                                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                      27. Afrit af bréfi MAST til Votlendissjóðs v. framkvæmda í Fífustaðardal

                                                      Lagt fram til kynningar bréf dags. 06.12.2022 sem Matvælastofnun sendir Votlendissjóði vegna fyrirspurnar Víðis Hólms GUðbjartssonar um framkvæmd Votlendissjóðs í Fífustaðardal í Arnarfirði.

                                                        Málsnúmer 2212007 4

                                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                        28. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

                                                        Löð fram til kynningar samantekt á styrkumsóknum til menningar- og ferðamálaráðs 2022 ásamt samantekt og yfirliti yfir veitta styrki á árinu.

                                                          Málsnúmer 2201005 6

                                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15