Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Bæjarstjórn

Bæjarstjórn #367

Fundur haldinn í fjarfundi, 19. janúar 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 367. fundar miðvikudaginn 19. janúar 2022 kl. 17:00. Fundurinn fór fram í fjarfundi. Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarson. Þar sem um fjarfund er að ræða er fund­urinn ekki opinn almenn­ingi en upptaka frá fund­inum verður sett inn á heima­síðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Hjörtur Sigurðsson tekur sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Svövu Gunnarsdóttur. Þá er Silja Björg Ísafoldardóttir tilnefnd sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir tillöguna samhljóða.

    Málsnúmer 2201017 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2022

    Lögð fram Húsnæðisáælun Vesturbyggðar 2022. Húsnæðisáætlunin er hér lögð fram með breyttu sniði. Áætluninni er nú skilað rafrænt og á stöðluðu formi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Markmið með þessu formi húsnæðisáætlana er að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra ásamt því að auðvelda samanburð á milli sveitarfélaga og þannig bæta yfirsýn um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði. Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2022 var unnin með hliðsjón af stefnuskjölum bæjarstjórnar Vesturbyggðar s.s. áætlun um mannfjöldaþróun skv. fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarstjóri ásamt sviðsstjórum Vesturbyggðar héldu utan um öflun upplýsinga í áætlunina í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

    Til máls tók: Forseti

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stafræna húsnæðisáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2022.

      • Vesturbyggð - Húsnæðisáætlun 2022.pdf

      Málsnúmer 2110043

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum

      Lögð fram samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri samþykkt frá 9. desember 2020, eru breytingar á 3., 7. og 18. gr. samþykktarinnar. Þannig verði ekki lengur tilgreind fjárhæð þingfararkaups heldur vísað til viðmiðunarfjárhæð 1. janúar ár hvert, sem og að skýrt er kveðið á um að dagkaup kjörinna fulltrúa er uppfært árlega.

      Til máls tók: Forseti

      Bæjarstjórn staðfestir samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum Vesturbyggðar.

        • Samþykkt - laun bæjarfulltrúa nefndarlaun .pdf

        Málsnúmer 2201018

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2022

        Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2022 ásamt upplýsingum til greiðenda fasteignagjalda í Vesturbyggð 2022.

        Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2022 koma í stað eldri reglna um niðurfellingu fasteignagjalda ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki vegna menningar, björgunar eða íþróttastarfsemi. Þeim reglum sem lagðar eru fram hér eru einfaldari og skýrari en engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar, en viðmið uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2022.

        Til máls tók: Forseti

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir þær reglur sem lagðar eru fram hér um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2022.

          • Fasteignagjöld_Reglur 2022.pdf
          • Fasteignagjöld 2022_bakhlið.pdf

          Málsnúmer 2201022

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Lántökur ársins 2022

          Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2022 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 250 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2022 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2022 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2022 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

          Til máls tóku: Forseti, MJ og GBS

          Bæjarstjórn samþykkir lántökuna á árinu 2022 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2022, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánartiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

          Jafnframt er Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 160484-3309 og Gerði Björk Sveinsdóttir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

            • Umsókn um lán á árinu 2022.pdf

            Málsnúmer 2201019 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Sameiginlegt útboð á slökkvibílum fyrir sveitarfélög Íslands

            Lagt fram erindi frá Ríkiskaupum dags. 27. október 2021, þar sem vakin er athygli á sameiginlegu útboði sveitarfélaa á slökkviliðsbílum. Bæjarráð Vesturbyggðar tók erindið fyrir á 930. fundi ráðsins 2. nóvember 2021 þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við Ríkiskaup vegna málsins. Í kjölfarið var verkefnið kynnt og slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar settur í stýrihóp sem unnið hefur tæknilýsingu vegna útboðsins. Slökkviliðsstjóri fór yfir stöðu verkefnisins á 934. fundi bæjarráðs 12. janúar 2022 og samþykkti bæjarráð að Vesturbyggð tæki þátt í sameiginlegu útboði Ríkiskaupa fyrir slökkvibifreið á Bíldudal, í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2022.

            Til máls tók: Forseti

            Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykktir þátttöku í sameiginlegu útboði á vegum Ríkiskaupa vegna kaupa á slökkviliðsbíl á Bíldudal. Slökkviliðsstjóra falið að vinna að málinu áfram.

              Málsnúmer 2110075 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022

              Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Einnig lagt fram bréf útgerðaraðila smábáta í Brjánslækjarhöfn dags. 17. janúar 2022, þar sem hafna- og atvinnumálaráð er hvatt til að falla frá vinnsluskyldu á lönduðum afla í Brjánslækjarhöfn.

              Gögnin voru tekin fyrir á 36. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 17. janúar sl. og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022, þó með sambærilegum sérreglum og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2020/2021.

              Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð samkvæmt reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 verði svohljóðandi:

              a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

              b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

              c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

              Til máls tóku: Forseti, ÁS, MJ, RH, FM og JÁ.

              Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

              Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða.

                • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga 2021_2022.pdf
                • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa 2021_2022.pdf
                • Reglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020_2021 - Vesturbyggð.pdf
                • 2021-12-22_10-15-23_SO.pdf
                • B_nr_271_2021_med_breytingum.pdf
                • Leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta 21122021.pdf
                • Opið bréf vegna úthlutun byggðakvóta.pdf

                Málsnúmer 2110045 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

                Lagður fyrir viðauki við samning milli Strýtuholts ehf. og Vesturbyggðar sem undirritaður var 4. nóvember 2020 um úthlutun lands undir frístundabyggð við Tagl í Bíldudal. Viðaukinn var unnin í kjölfar beiðni Strýtuholts ehf. um lengri fresti til að hefja framkvæmdir, vegna áhrifa af covid-19, hækkun kostnaðar á byggingarefnum og vöntun á byggingarvörum. Samkvæmt viðaukanum er frestur í 3. mgr. 5. gr. samningsins yrði lengdur, þ.e. til 1. október 2025 en gildistími samningsins er óbreyttur til 1. september 2030. Einnig er lögð fram yfirlýsing um kvöð vegna samningsins sem þinglýst verður á úthlutaðar lóðir.

                Til máls tók: Forseti

                Bæjarstjórn staðfestir beiðni Strýtuholts ehf. um lengdri frest og felur bæjarstjóra að undirrita viðaukann. Einnig staðfestir bæjarstjórn yfirlýsingu um kvöð og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

                  • Samningur um úthlutn frístundalóða til þinglýsingar _undirritað.pdf
                  • Viðauki við samning 14012022.pdf

                  Málsnúmer 2004156 9

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Andahvilft. Ósk um breytta skráningu.

                  Lagt fram erindi frá Tómasi Guðbjartssyni, dags. 15. desember 2021. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á eign umsækjenda í Andahvilft, L228046. Húsið er byggt 1903 og er í dag skráð sem sumarbústaður en var áður skráð sem íbúðarhús og hefur verið endurbyggt að fullu, óskað er eftir að fá húsið aftur skráð sem íbúðarhús og samsvarandi breytingu á skráningu lóðar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið á 91. fundi ráðsins 13. janúar sl.

                  Til máls tóku: Forseti og JÁ.

                  Bæjarstjórn samþykkir erindið.

                    • Ósk um breytta skráninu á Andahvilft, Hvestu.pdf

                    Málsnúmer 2112019 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Breyting á deiliskipulag ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra

                    Lagðar fram hugmyndir um atvinnulóðir í grennd við húsnæði Rauða Krossins við Bjarkargötu á Patreksfirði. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 91. fundi sínum 13. janúar sl. að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi fyrir ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra og þar bætt inn lóðum fyrir atvinnuhúsnæði.

                    Til máls tók: Forseti

                    Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfullrúa að undirbúa breytinguna í samráði við byggingafulltrúa.

                      • athafnalóðir_tillaga2.pdf
                      • athafnalóðir_tillaga1.pdf

                      Málsnúmer 2201015 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Brunnar 17. Umsókn um lóð.

                      Lagt fram erindi frá Guðmundi Orra Arnarsyni og Tinnu Holt Victorsdóttur, dags. 3. janúar 2022. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Brunnum 17, Patreksfirði til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 91. fundi ráðsins og leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt. Grenndarkynna þarf byggingaráformin áður en til framkvæmda kemur. Um lóðina liggja vatns- og fráveitulagnir og taka þarf tillit til þeirra við ákvörðun lóðarstærðar og endarlegrar lögunar lóðar.

                      Til máls tók: Forseti

                      Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðar að Brunnum 17 á Patreksfirði og felur byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa að undirbúa lögun lóðar.

                        • Umsókn um lóð.pdf

                        Málsnúmer 2201003 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Dalbraut 8. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.

                        Lagt fram erindi frá Hlyni Aðalsteinssyni og f.h. HA-Synir ehf, dags. 11. janúar 2022. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Dalbraut 8 á Bíldudal. Erindinu fylgir tillaga að afmörkun lóðar. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 91. fundi sínum að lóðarleigusamningurinn verði endurnýjaður og fól byggingarfulltrúa að vinna endanlegt lóðablað þar sem lóðamörk taki mið af fyrirhuguðum ofanflóðavörnum sem liggja að lóðinni.

                        Til máls tók: Forseti

                        Bæjarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs.

                          • D8-tillaga.pdf
                          • Lóðasamningur.pdf

                          Málsnúmer 2201014 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

                          Forseti leggur til að skipaður verði stýrihópur sem muni vinna tillögu varðandi viðbótarrými fyrir félagsstarf aldraðra í tengslum við endurnýjun hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Hópurinn verði þannig skipaður: Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, formaður bæjarráðs, Jón Árnason og Friðbjörg Matthíasdóttir og þá muni bæjarstjóri starfa með hópnum. Hópnum er falið að afla frekari gagna og móta tillögu er varðar viðbótarrými sveitarfélagsins sem lögð verði fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.

                          Til máls tók: Forseti

                          Bæjarstjórn staðfestir tillöguna samhljóða.

                            Málsnúmer 2004011 12

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fundargerð

                            14. Menningar- og ferðamálaráð - 19

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 15. desember 2021. Fundargerðin er í 3 liðum.

                            Til máls tók: Forseti.

                            • 14.1. #2012019 – Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2021
                            • 14.2. #2105050 – Ósk um fjárstuðning við verkefnið Tekist á við torfærur
                            • 14.3. #2112011 – Nýting á skrifstofuaðstöðu í Muggsstofu

                            Málsnúmer 2111005F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            15. Bæjarráð - 933

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 933. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 21. desember 2021. Fundargerðin er í 9 liðum.

                            Til máls tók: Forseti.

                            • 15.1. #2111037 – Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk
                            • 15.2. #2112006 – Verðskrá Póstsins
                            • 15.3. #2110046 – Lyfta í Ráðhús umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði
                            • 15.4. #2112015 – Styrkumsókn - Rauða fjöðrin, átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum
                            • 15.5. #2112022 – Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2022
                            • 15.6. #2112016 – Fundargerð nr. 904 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
                            • 15.7. #2103012 – Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021
                            • 15.8. #2112013 – Fundargerð 136 fundar Heilbrigðisnefndar 09. desember 2021
                            • 15.9. #2112014 – Stjórnunar og verndaráætlun Látrabjarg

                            Málsnúmer 2112003F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            16. Bæjarráð - 934

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 934. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. janúar 2021. Fundargerðin er í 8 liðum.

                            Til máls tók: Forseti.

                            • 16.1. #2110075 – Sameiginlegt útboð á slökkvibílum fyrir sveitarfélög Íslands
                            • 16.2. #2112007 – Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar
                            • 16.3. #2004156 – Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða
                            • 16.4. #2201004 – Ungmennaráð Vesturbyggðar
                            • 16.5. #2110046 – Lyfta í Ráðhús umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði
                            • 16.6. #2112028 – Hleðslustöðvar á Vestfjörðum
                            • 16.7. #2201019 – Lántökur ársins 2022
                            • 16.8. #2201002 – Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011- ósk um umsögn

                            Málsnúmer 2201001F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            17. Fræðslu- og æskulýðsráð - 75

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 12. janúar 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.

                            Til máls tók: Forseti.

                            • 17.1. #2201008 – Starfsáætlun Bíldudalsskóla 2021 - 2022
                            • 17.2. #2109039 – Skólastefna Vesturbyggðar
                            • 17.3. #2201012 – Skólareglur Patreksskóli
                            • 17.4. #2201009 – Foreldrakönnun nóv 2021 Araklettur
                            • 17.5. #2201010 – Áætlun um öruggi og heilbrigði

                            Málsnúmer 2201002F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            18. Skipulags og umhverfisráð - 91

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 91. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 13. janúar 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.

                            Til máls tók: Forseti.

                            • 18.1. #2112019 – Andahvilft. Ósk um breytta skráningu.
                            • 18.2. #2002190 – Umsókn um stöðuleyfi. Brautarholt.
                            • 18.3. #2201003 – Brunnar 17. Umsókn um lóð.
                            • 18.4. #2201014 – Dalbraut 8. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.
                            • 18.5. #2201013 – Aðalstræti 124A. Umsókn um samþykki byggingaráforma.
                            • 18.6. #2201015 – Breyting á deiliskipulag ofanflóðagarða ofan Urða og Mýra á Patreksfirði og byggðar neðan þeirra

                            Málsnúmer 2112001F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            19. Hafna- og atvinnumálaráð - 36

                            Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 17. janúar 2022. Fundargerðin er í 7 liðum.

                            Til máls tók: Forseti.

                            • 19.1. #2201025 – Upplýsingagjöf Bæjarstjóra
                            • 19.2. #2110045 – Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022
                            • 19.3. #2201024 – Framkvæmdir Hafnasjóðs Vesturbyggðar 2022
                            • 19.4. #2201026 – Strandveiðar 2022 - Skerðing á strandveiðikvóta um 1.500 tonn.
                            • 19.5. #2102030 – Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.
                            • 19.6. #2112017 – Fundargerð 440 - Hafnasamband Íslands
                            • 19.7. #2112029 – Fundargerð 64. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

                            Málsnúmer 2112004F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30


                            Vesturbyggð

                            Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

                            +354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


                            2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

                            2018 Vefur ársins

                            2020 Jafnlaunavottun