Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 2005091

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. júní 2020 – Bæjarráð

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2020 vegna áætlunar 2021 - 2024 ásamt drögum að vinnudagsetningum.
Bæjarráð staðfestir reglurnar.




25. ágúst 2020 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað dags. 2. júlí 2020 unnið af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, efni minnisblaðsins eru forsendur fjárhagsáætlana 2021- 2024.

Farið yfir helstu forsendur rammaáætlunar 2020 og gjaldskrár Vesturbyggðar 2020 ræddar. Gjaldskrám vísað áfram til nefnda og sviða Vesturbyggðar sem falið er að koma með tillögur að breytingum á gjaldskrám ásamt tillögum að fjárfestingum, lagt fyrir á fundi bæjarráðs 5. október 2020.

Jafnframt verði drög að fjárfestingaáætlun Vesturbyggðar fyrir 2020 - 2023 lögð fyrir bæjarráð á sama fundi.

Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2021 - 2024 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi I.




30. september 2020 – Bæjarráð

Lagðar fram ábendingar íbúa sem bárust í gegnum Betra Ísland, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024.

Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar íbúum fyrir góðar ábendingar og vísar þeim til vinnslu fjárhagsáætlunar 2021-2024.




12. október 2020 – Bæjarráð

Lögð voru fram fyrstu drög að yfirliti yfir fjárfestingar og sérgreind verkefni vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Þá var rætt um fyrirkomulag vinnufunda aukins bæjarráðs við gerð fjárhagsáætlunar.




13. október 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð fram drög að yfirliti yfir fjárfestingar og sérgreind verkefni tengd menningar-og ferðamálum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024.




14. október 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lögð fram drög að yfirliti yfir fjárfestingar og sérgreind rekstrarverkefni tengd fræðslu- og æskulýðsmálum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Ráðið hefur áhyggjur af viðhalds-, aðgengis- og öryggismálum skólabygginga og hvetur til að vel verði tekið í tillögur sem hafa verið kynntar.




15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu.

Áhersla verði á bætta ásýnd og umgengni á og við auðar lóðir og á opnum svæðum með óskilgreindan tilgang innan þéttbýlis.

Unnið verði að bættri ásýnd við gámasvæði og söfnunarsvæði sorps í þéttbýli og dreifbýli.

Átak verði gert í nýtingu trjágróðurs til skjóls og fegrunar í þéttbýli.

Endurbætur á ónýtum gangstéttum, gangstéttum fjölgað með tilheyrandi götugögnum, það bætir ásýnd og eflir bæjarbrag.

Átak verði gert í að fjarlægja ónýtar bifreiðar, ónýtar byggingar, hættuleg mannvirki og ónýt atvinnutæki í byggðakjörnum.

Sérstök áhersla verði á bætta umgengni á athafnasvæðum atvinnurekenda í sveitarfélaginu.




19. október 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum og fjárfestingum fyrir árið 2021.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur áherslu á góðan aðbúnað og eflingu atvinnulífs í Vesturbyggð. Mikilvægt að ásýnd hafnarsvæðanna sé góð og hugað sé að umhverfismálum.




29. október 2020 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Lögð var fram til kynningar útkomuspá 2020 fyrir rekstur. Gert er ráð fyrir 38,8 millj.kr. neikvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fresti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun skv. 2. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.




20. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2021 og 3 ára áætlun 2022-2024

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 ásamt 3 ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 25. nóvember nk.




25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2021-2024.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, FM og JÁ.

Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 og 4ra ára áætlun 2021-2024 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 9. desember nk. kl. 17:00.




3. desember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2021 og 3 ára áætlun 2022-2024.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 ásamt 3 ára áætlun 2022-2024 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 9. desember nk.




9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2021 ásamt 3ja ára áætlun 2022-2024.

Rekstur A - og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 80 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 110 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um 29,5 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 40 millj.kr. Fjárfestingar eru 251 millj.kr., afborganir langtímalána 179 millj.kr. og lántökur 416 millj.kr.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er neikvæður um 67 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 76 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 144 millj. kr. Veltufé til rekstrar er um 71 millj. kr. Fjárfestingar eru 138 millj.kr., afborganir langtímalána 118 millj.kr. og lántökur 390 millj.kr.

Til máls tók: Forseti

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.




17. desember 2020 – Bæjarráð

Við yfirferð á fjárhagsáætlun 2021-2024 sem lögð var fyrir í 2. umræðu á 355. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar miðvikudaginn 9. desember síðastliðinn yfirsást staða á milli aðalsjóðs og eignasjóðs sem gerir það að verkum að fjárþörf reiknaðist í aðalsjóði.

Villan hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A eða A- og B hluta, skuldaviðmið, né hefur hún áhrif á lántökur.

Lagfæringin hefur þau áhrif að skuldahlutfall áranna 2021 - 2024 lækkar.