Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2022-2025

Málsnúmer 2106009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. júní 2021 – Bæjarráð

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2021 vegna áætlunar 2022 - 2025.
Bæjarráð staðfestir reglurnar.
16. júní 2021 – Bæjarstjórn

Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2021 vegna áætlunar 2022 - 2025.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn staðfestir reglurnar.
31. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað dags. 13. ágúst 2021 unnið af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, efni minnisblaðsins eru forsendur fjárhagsáætlana 2022 - 2025. Jafnframt eru lögð fram drög að helstu dagsetningum í fjárhagsáætlunarvinnunni.

Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2022 - 2025 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi.
14. október 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að senda áherslur ráðsins til sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs.
18. október 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Farið yfir áherslur og tillögur hafna- og atvinnumálaráðs til fjárhagsáætlunar 2022.
2. nóvember 2021 – Bæjarráð

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025. Lögð var fram til kynningar útkomuspá 2021 fyrir rekstur samstæðunnar. Gert er ráð fyrir 30,5 millj.kr. jákvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.
9. nóvember 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Almennt farið yfir menningar- og ferðamálatengdar áherslur á fjárhagsáætlun 2022-2025
10. nóvember 2021 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdarsviðs kom á fundinn undir þessum lið. Hann fór yfir áherslur sem verið er að vinna í fjarhagsáætlunargerð næsta ár þar sem áhersla er lögð á slysavarnir, brunarvarnir og lekavandamál í skólum Vesturbyggðar.
16. nóvember 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnastjóri fór yfir tillögu að breytingum á Gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2022.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur að breytingunum sem eru mestmegnis eru breytingar á orðalagi og leiðréttingar.
23. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2022 og 3 ára áætlun 2023-2025.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 ásamt 3 ára áætlun 2023-2025 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 25. nóvember nk.
25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2022, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2022-2025.

Til máls tók: Forseti,

Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 og 4ra ára áætlun 2022-2025 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 15. desember nk. kl. 17:00.
7. desember 2021 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2022 og 3 ára áætlun 2023-2025.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 ásamt 3 ára áætlun 2023-2025 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 15. desember nk.
15. desember 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2022 ásamt 3ja ára áætlun 2023-2025.

Rekstur A - og B- hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 157 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 113 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 44 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 206 millj.kr. Fjárfestingar eru 288 millj.kr., afborganir langtímalána 167 millj.kr. og lántökur 250 millj.kr.

Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er neikvæður um 2,2 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 80 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 82 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 28 millj. kr. Fjárfestingar eru 131 millj.kr. og afborganir langtímalána 120 millj.kr.

Gert er ráð fyrir breytingum á fasteignagjöldum m.a. vegna þeirrar miklu hækkunar sem orðið hefur á fasteignamati í Vesturbyggð sem hækkar um 15,2% á milli ára. Til að bregðast við því gerir fjárhagsáætlunin 2022 ráð fyrir breytingum á gjaldstuðlum fasteignagjalda, lóðaleiga fyrir íbúðarhúsnæði lækkuð úr 3,75% í 1%, vatns- og fráveitugjald á íbúðarhúsnæði lækkað og gjalddögum fjölgað úr 9 í 11 gjalddaga á ári.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.